Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S E G J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G A S Í M I N N E R 550 5000 99 kr/skeytið. Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS skeyti JA A, B eða C á númerið 1900. Við sendum þér STRAX til baka númer hvað þú ert og hvort þú hafir unnið eða ekki. Rétt skal vera rétt Nokkuð hefur borið á því undan-farið að fólk hafi notað hugtök ruglingslega, líkt og það sé ekki full- komlega með merkingu þeirra á hreinu. Einkum og sér í lagi er þetta bagalegt vegna þess að um er að ræða grunnhugtök í íslenskum stjórnmál- um og stjórnskipunarrétti, og er ekki seinna vænna að koma þessum hlut- um á hreint áður en frekari ruglingur hlýst af. Fer hér á eftir rétt skilgrein- ing nokkurra grundvallarhugtaka. LÝÐRÆÐI heitir það þegar fólk skipar sér í nokkra flokka, lofar mjög miklu á fjögurra ára fresti, sem það þarf síðan ekki að standa við (heldur gerir bara eitthvað allt annað) og læt- ur kjósa sig á þing. Þess misskilnings hefur gætt undanfarið að lýðræði geti átt við það þegar leitað er álits þjóð- arinnar á einstaka málum með at- kvæðagreiðslu. Ekki er vitað hvaðan menn hafa fengið þá flugu í höfuðið. ÞINGRÆÐI heitir það, þegar látið er líta út fyrir að þingið ráði yfir rík- isstjórn og halda menn í þeirri trú svokallaður þingræður, sem geta verið afskaplega langar. Þó svo að kveðið sé á um að þingið ráði, sem er vissulega rétt, er mikilvægt að hafa í huga að ríkisstjórnin ræður þinginu. MARKAÐUR er upphaflega hægri- hugmynd og er eign hægrimanna, nán- ar tiltekið góðra og gegnra hægri- manna sem kunna sér hóf í viðskiptum og virða vilja réttkjörinna stjórn- málaforingja á hægri væng. Þó svo að markaðurinn eigi vissulega að ráða, samkvæmt grunnhugmyndum hægri- stefnunnar, er mikilvægt að átta sig á að ríkisstjórnin á að ráða yfir markaðinum. LÝÐVELDI Hér vandast málið. Ekki er ljóst hvaðan þetta orð kemur inn í íslensku og eru sterkar líkur á því að notkun þess á síðari tímum sé byggð á misskilningi. Hugsanlegt er að hér sé átt við hugtakið lýð-eldi, sem er skylt lax-eldi, en þó er óvíst hvort þær kenn- ingar eiga við rök að styðjast. Til eru fræðimenn sem halda því fram, og hafa stutt það mjög athyglisverðum rökum, að orðið eigi uppruna sinn í keltneska orðinu ioduedle sem er lýs- ingarorð og þýðir fínt eða ágætt. Þegar stjórnarskráin segir að Ísland sé lýð- veldi er samkvæmt þessu einungis átt við það að Ísland sé ágætt, eða með öðrum orðum að þar sé allt í sómanum. Þetta orð er því nokkuð merkingar- laust, í raun sauðmeinlaust og engin ástæða til að gera veður út af því. BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.