Fréttablaðið - 11.06.2004, Qupperneq 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S E G J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G A S Í M I N N E R 550 5000 99 kr/skeytið.
Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú
gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar
með SMS skeyti JA A, B eða C á númerið 1900.
Við sendum þér STRAX til baka númer hvað þú ert og
hvort þú hafir unnið eða ekki.
Rétt skal
vera rétt
Nokkuð hefur borið á því undan-farið að fólk hafi notað hugtök
ruglingslega, líkt og það sé ekki full-
komlega með merkingu þeirra á
hreinu. Einkum og sér í lagi er þetta
bagalegt vegna þess að um er að ræða
grunnhugtök í íslenskum stjórnmál-
um og stjórnskipunarrétti, og er ekki
seinna vænna að koma þessum hlut-
um á hreint áður en frekari ruglingur
hlýst af. Fer hér á eftir rétt skilgrein-
ing nokkurra grundvallarhugtaka.
LÝÐRÆÐI heitir það þegar fólk
skipar sér í nokkra flokka, lofar mjög
miklu á fjögurra ára fresti, sem það
þarf síðan ekki að standa við (heldur
gerir bara eitthvað allt annað) og læt-
ur kjósa sig á þing. Þess misskilnings
hefur gætt undanfarið að lýðræði geti
átt við það þegar leitað er álits þjóð-
arinnar á einstaka málum með at-
kvæðagreiðslu. Ekki er vitað hvaðan
menn hafa fengið þá flugu í höfuðið.
ÞINGRÆÐI heitir það, þegar látið
er líta út fyrir að þingið ráði yfir rík-
isstjórn og halda menn í þeirri trú
svokallaður þingræður, sem geta
verið afskaplega langar. Þó svo að
kveðið sé á um að þingið ráði, sem er
vissulega rétt, er mikilvægt að hafa í
huga að ríkisstjórnin ræður þinginu.
MARKAÐUR er upphaflega hægri-
hugmynd og er eign hægrimanna, nán-
ar tiltekið góðra og gegnra hægri-
manna sem kunna sér hóf í viðskiptum
og virða vilja réttkjörinna stjórn-
málaforingja á hægri væng. Þó svo að
markaðurinn eigi vissulega að ráða,
samkvæmt grunnhugmyndum hægri-
stefnunnar, er mikilvægt að átta sig á að
ríkisstjórnin á að ráða yfir markaðinum.
LÝÐVELDI Hér vandast málið. Ekki
er ljóst hvaðan þetta orð kemur inn í
íslensku og eru sterkar líkur á því að
notkun þess á síðari tímum sé byggð á
misskilningi. Hugsanlegt er að hér sé
átt við hugtakið lýð-eldi, sem er skylt
lax-eldi, en þó er óvíst hvort þær kenn-
ingar eiga við rök að styðjast. Til eru
fræðimenn sem halda því fram, og
hafa stutt það mjög athyglisverðum
rökum, að orðið eigi uppruna sinn í
keltneska orðinu ioduedle sem er lýs-
ingarorð og þýðir fínt eða ágætt. Þegar
stjórnarskráin segir að Ísland sé lýð-
veldi er samkvæmt þessu einungis átt
við það að Ísland sé ágætt, eða með
öðrum orðum að þar sé allt í sómanum.
Þetta orð er því nokkuð merkingar-
laust, í raun sauðmeinlaust og engin
ástæða til að gera veður út af því.
BAKÞANKAR
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR