Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 38
Léttöl Stokkandarsteggur á hröðum flótta frá Þjóðarbókhlöðunni. SJÓNARHORN VISSIR ÞÚ ... ...að valentínusardagur er fjórða stærsta hátíðin í Bandaríkjunum þar sem fólk kaupir hvað mest af nammi? Hrekkjavaka er í fyrsta sæti, síðan koma jólin og loks páskar. ...að á fjórum árum gæti ein læða fætt 20.736 kettlinga? ...að í Englandi á miðöldum var morgunmatur borinn fram með bjór? ...að hjá fimmtíu þjóðum í heimin- um keyrir fólk á vinstri helmingi vegarins? ...að það er til borg sem heitir Róm í hverri einustu heimsálfu? ...að flær geta hoppað meira en 200 sinnum sína líkamshæð? Í Skotlandi að spila golf allan daginn „Draumahelgin mín hefst fyrir birt- ingu á föstudagsmorgni þegar ég fer um borð í flugvél og flýg til Skotlands. Ég myndi fara niður í Ayr- skíri á vesturströnd Skotlands þar sem eru nokkrir skemmtilegustu golfvellir Skotlands, t.d. Royal Troon þar sem Royal Open verður í sumar. Vellirnir liggja við ströndina og þarna er mjög fallegt. Ég hef víða farið til að spila golf en þetta er uppáhalds- golfsvæðið mitt og þar myndi ég spila til föstudagskvölds. Í bítið morguninn eftir myndi ég svo fljúga til Isle of Ilay sem liggur út frá vesturströnd Skotlands og skrá mig inn á Machrie-hótelið. Hótelið er við golfvöllinn og ekkert annað í kring til að draga hugann frá golfinu. Eyjan er ansi stór og landslagið fallegt og í góðu veðri sér maður bæði til Skotlands og Írlands. Ég myndi spila golf allan daginn og fara svo inn á hótelið þegar verður of dimmt til að spila. Eldhúsið á hótelinu er ákaflega gott, kokkurinn franskur og sérdeildis gott að slaka þar á. Ef ekki viðrar til golfiðkunar myndi ég hugsanlega kíkja inn í eina eða tvær viskíverk- smiðjur en þær eru átta á eynni. Ég myndi vilja vera í góðra vina hópi en vona að stórstjörnur golfsins verði ekkert að þvælast fyrir okkur og láta okkur fá minnimáttarkennd.“ Raunveruleikinn: „Klukkan 07:20 á föstudagsmorgun sest ég reyndar upp í flugvél en fer til Vestmannaeyja til að taka út golfvöllinn þar fyrir Toyota-mótaröðina sem verður þar um helgina og dæmi svo mótið. Þannig að ég fæ að fara út í eyju þó það sé ekki rétta eyjan, en lítið að spila. Þó fæ ég að fara einn hring á föstudaginn,“ segir Hinrik Hilmarsson golfari. Hinrik Hilmarsson þjónustu- stjóri Golfsambandsins er ekki í vafa um draumahelgina: DRAUMA HELGIN 11. júní 2004 FÖSTUDAGUR12 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.