Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 42
„Ég er búinn að bjóða á þriðja þúsund manns. Það er annaðhvort að bjóða engum eða öllum,“ segir Kristinn T. Haraldsson, betur þekktur sem Kiddi rót, en hann er fimmtugur í dag. Kiddi segist aldrei hafa lagt í að halda upp á afmælið áður en heldur það nú með stæl á nýja veitingastaðnum Cafe Kidda rót í Hveragerði. „Þar sem það var enginn staður til að halda upp á afmælið ákvað ég að byggja veitingastað. Það má eiginlega segja að öll verslunarmiðstöðin verði lögð undir afmælið.“ Kiddi segir ekki marga hafa haft trú á byggingu verslunarmið- stöðvar í Hveragerði í upphafi. „Ég gekk á milli manna og það þorði enginn að opna kaffihús í miðstöðinni. Það fauk í mig og ég ákvað því að gera þetta sjálfur. Ég hafði reyndar búist við því að ein- hver tæki við þegar skipulagning- in væri farin af stað en enginn kom og ég er því núna í vetingahús- rekstri með konu minni,“ segir Kiddi og bætir því við að líklegast sé hann ofvirkur. „Ég er formaður Samfylkingarinnar í Hveragerði og umhverfisnefndar bæjarins, gef út bæjarblaðið, vinn á Land- spítalanum og rek kaffihúsið með konu minni.“ Aðspurður hvernig tilfinning sé að vera orðinn hálfrar aldar gamall segir Kiddi að tindinum sé nú náð. „Ég er kominn á toppinn á fjallinu og nú fer maður að labba niður með verkjum og gigt,“ segir Kiddi en bætir því þó við að útlitið sé þó ekki alveg svona svart og líkingin sé meira í gríni en alvöru. „Mér finnst ég alltaf vera táning- ur og alltaf sami rótarinn.“ Í kvöld mun hljómsveitin Tass frá Hveragerði leika en Kiddi segir gamla fyrirkomulagið verða ríkjandi. „Það verða hljóðfæri á staðnum, poppararnir mæta og síðan spila menn einfaldlega. Ræður verða hins vegar ekki leyfðar nema að menn ætli að segja misheppnaðar hrakfallasög- ur af mér en þær eru svo fáar að ræðurnar verða mjög stuttar.“ ■ Eftir baráttu við krabbamein í meira en áratug dó leikarinn John Wayne á þessum degi árið 1979. Hann er þekktastur fyrir mýmörg hlutverk sín sem kúreki og margir sem varla geta hugsað sér vestrana án hans. Wayne, sem var skírður Marion Michael Morrison, fædd- ist árið 1908 í Iowa. Snemma flutt- ist hann til Glendale í Kaliforníu og í grunnskóla þar varð hann mikil hetja í amerískum fótbolta. Því fékk hann skólastyrk til að nema við Háskólann í Suður- Kaliforníu, en hætti eftir tvö ár. 1930 fékk vinur hans úr há- skóla, Raoul Walsh, Wayne til að leika aðalhlutverkið í mynd sinni The Big Trail. Sú mynd fékk af- leitar viðtökur. Ári síðar fór Wayne að starfa fyrir kvikmynda- verið LoneStar/Monogram, þar sem hann lék í 16 miðlungsvestr- um á árunum 1933–1935. Á tíma- bili komu út tveir vestrar á viku með Wayne í aðalhlutverki. Fyrsta stóra hlutverkið fékk Wayne árið 1939, þegar gamall vinur hans, John Ford, fékk hann til að leika í mynd sinni Stagecoach. Eftir það hélt hann áfram að leika miklar hetjur í vestrum í tugum kvikmynda. Árið 1969 fékk hann Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í True Grit. Allt í allt birtist hann í rúmlega 250 kvikmyndum. John Wayne giftist þrisvar og eignaðist sjö börn. ■ JOHN WAYNE Í lok kvikmyndaferils síns hafði hann birst í rúmlega 250 kvikmyndum. Flestar þeirra voru vestrar. „Það eru átján hópar að vinna hjá okkur í sumar. Þeir eru að vinna við margvíslega hluti um alla borg og auðga mannlífið með myndlist, tón- list, leiklist, ritlist, dansi og hönnun svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Jón Gunnar Ólafsson, kynningarstjóri sumarstarfs Hins hússins. Í dag verður fyrsta Föstudags- Flippið en þá sameinast þessir hóp- ar í miðborg Reykjavíkur. „Uppá- koman verður á afmörkuðu svæði og fólki gefst því kostur á að rölta á milli. Við auglýsum ekki skipulagða dagskrá frá A til Ö heldur viljum við frekar að fólk mæti bara í bæinn og láti koma sér á óvart.“ Hóparnir 18 starfa við list- sköpun alla virka daga víðs vegar um Reykjavík og segir Jón Gunnar starfið mikilvægt. „Flest hafa þau listsköpun að atvinnu í fyrsta skipti en mörg þeirra eru einmitt að men- nta sig á þessu sviði og því er reynslan ómetanleg. Eins er þetta mikilvægt fyrir Reykjavíkurborg því það er frábært að geta skreytt borgina með fleiru en blómum á góðviðrisdögum.“ Reykjavíkurborg og Hitt húsið eru launagreiðendur en hóparnir út- vega sér sjálfir vinnuaðstöðu. Jón Gunnar tekur sem dæmi „Sam- ferða“ sem vinnur að mjög sér- stakri teiknimynd og hefur aðstöðu í risinu fyrir ofan Ömmu kaffi í Austurstræti og tónlistarhópana „Vinir Kela“ og „Glymskrattarnir“ sem hafa aðstöðu í Hljómskálanum. „Þau koma síðan mörg hver í hádegismat niður í Hitt hús og taka auðvitað öll þátt í FöstudagsFlipp- inu sem verður næstu þrjá föstu- daga, lokahátíð sumarstarfsins og á Menningarnótt.“ Meðal þess sem borgarbúar geta vænst í miðbænum í dag er maga- dans, tískusýningar, ljóðalestur, leiksýningar og tónlist. Herlegheit- in hefjast klukkan 13 á Austurvelli, Lækjartorgi, Ingólfstorgi og Aust- urstræti og lýkur klukkan 15. ■ Skreyta miðbæinn með menningu 22 11. júní 2004 FÖSTUDAGUR ■ AFMÆLI ■ ANDLÁT JOHN LAWTON Söngvari Uriah Heep er 58 ára í dag. Gömlu Heepararnir eru enn að, hófu nýlega Evróputúr sinn og munu á morgun spila á Evrópuhátíð mótorhjólamanna í Ungverjalandi. 11. JÚNÍ AFMÆLI KIDDI RÓT ER 50 ÁRA Í DAG. ■ Hann hefur boðið fjölda manns í veislu í Hveragerði í kvöld. FÖSTUDAGSFLIPP ■ Skapandi sumarstarfshópar Hins hússins verða með uppákomur í miðbæ Reykjavíkur í dag. 11. JÚNÍ 1979 JOHN WAYNE ■ Hetja óteljandi vestra deyr. Guðmundur Karl Gíslason lést mánudag- inn 7. júní. Vilberg Skarphéðinsson, Jötunsölum 2, Kópavogi, lést þriðjudaginn 8. júní. Snæfríður Ingólfsdóttir, Ránargötu 18, Ak- ureyri, lést miðvikudaginn 2. júní. Halldór Kristjánsson frá Skerðingsstöðum, Reykhólasveit, lést þriðjudaginn 8. júní. Gunnlaugur Viðar Guðmundsson, Þórunn- arstræti 134, Akureyri, lést þriðju- daginn 8. júní. ■ JARÐARFARIR 13.30 Ásgeir Jónsson, Efstasundi 92, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Áskirkju. 13.30 Guðjón M. Jónsson bifvélavirki, Barða- strönd 8, Seltjarnarnesi, verður jarð- sunginn frá Seltjarnarneskirkju. 13.30 Guðbjörg Karlsdóttir, Búðardal, Skarðsströnd, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju. 13.30 Ingibjörg Ósk Bjarnadóttir, Gónhóli 34, Ytri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.30 Emilía Sigursteinsdóttir (Milla), Blika- nesi 29, Garðabæ, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 14.00 Einar Árnason frá Sóleyjartungu, síðast til heimilis á Höfðagrund 19, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 14.00 Gunnar Einar Líkafrónsson, Hring- braut 72a, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. Alltaf sami táningurinn og rótarinn Eiginmaður minn, faðir, fóstri, tengdafaðir og afi, HALLDÓR GUÐMUNDSSON, fyrrv. framkvæmdastjóri, Njarðvík, Steinunn Gunnarsdóttir Oddný Halldórsdóttir Valdimar Birgisson, Dórothea Herdís Jóhannsdóttir Snæbjörn Reynisson, barnabörn og aðrir vandamenn. verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 11. júní, kl. 14. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir GUNNAR EINAR LÍKAFRÓNSSON Hringbraut 72 A Keflavík verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 11. júní kl. 14.00 Dóra Fanney Gunnarsdóttir Annel Jón Þorkelsson Sigurlaug Kr. Gunnarsdóttir Daníel Eyþórsson Gunnar Þór Gunnarsson Sævar Jósep Gunnarsson Anna Bragadóttir Dagfríður G. Arnardóttir Sigurvin Br. Guðfinnsson Barnabörn og systkini MAGADANSDÍSIRNAR Tróðu upp í Vesturbæjarlaug í góðviðrinu. Þær verða ásamt fjölda annarra hópa í miðbæ Reykjavíkur í dag í FöstudagsFlippi Hins hússins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N KRISTINN T. HARALDSSON Hefur komið víða við á fimmtíu ára ferli og er meðal annars þekktur fyrir að hafa verið bílstjóri Jóns Baldvins Hannibalssonar í utanríkis- ráðherratíð hans. Tryggvi Gíslason skólameistari er 66 ára. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er 62 ára. Kúrekinn fellur frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.