Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 22
Nú er ljóst að Sarah Jessica Parker er sú kona í heiminum sem er mest í tísku. Hún fékk nafnbót- ina „Tískutákn ársins“ á tískuverðlaunahátíð sem bandarískir hönnuðir héldu á dögunum. Vestast í Kópavoginum í risastóru verksmiðjuhúsnæði starfar Þor- björg Valdimarsdóttir textílhönn- uður. Vinnustofunni deilir hún með vinkonu sinni og hyggur senn að stórframkvæmdum á húsnæðinu við hliðina á vinnurýminu þar sem hún ætlar að búa í framtíðinni. Þorbjörg útskrifaðist frá Listahá- skólanum fyrir fjórum árum og hefur síðan verið að feta sig áfram í hönnunarheiminum. Núna rekur hún Verksmiðjuna, gallerí neðst á Skólavörðustígnum, ásamt sjö öðr- um konum, og selur þar hönnun sína, T tobba-design. Fatnaður hef- ur lengi verið Þorbjörgu hugleik- inn. Hún hefur tekið þátt í fata- hönnunarkeppnum og stórum tískuviðburðum og kom á fót eigin fatalínu árið 2000 sem alltaf er að þróast og stækka. Konan og hið kvenlega eðli er yfirleitt viðfangs- efnið í hönnun Þorbjargar, það sem konan gerir, styrkur hennar og innsæi. „Þetta er oft útgangspunktur- inn í vinnunni minni, hvað varðar efni, liti og form, bæði meðvitað og ómeðvitað. Þetta kvenlega er svo einfalt og kunnuglegt en samt er yfir því eitthvert órætt yfir- bragð.“ Í sumarlínu Þorbjargar ber mikið á prjóni og plasti. „Ég hef alltaf verið fyrir prjón og mig langaði að setja það saman við eitthvað ólíkt efni. Plastað prjón fannst mér spennandi og þessi efnasamsetning er enn í þró- un hjá mér.“ Fyrst urðu til töskur sem fást í þremur stærðum og nú eru regn- kápur úr sama efni í vinnslu. Sala á töskunum hefur gengið vonum framar en þær eru seldar í Verk- smiðjunni og Listasafni Íslands. Fyrsta framleiðslan er uppseld og næsta er á leiðinni. Regnkápurnar eru svo væntanlegar í Verksmiðj- una upp úr miðjum mánuðinum og verða til í hvítu, svörtu og rauðu en töskurnar eru framleiddar í sömu litum. Það er margt sem þarf að huga að eigi að hafa lifibrauð af hönnuninni og vinnsluferlið þarf að vera í sífelldri athugun. „Ég er ekki bara að hanna, ég er líka að reyna að búa til hag- kvæma rekstrareiningu, fram- leiðsluvöru sem stenst mínar kröfur og neytendans.“ Það er ýmislegt fleira en plast- prjónið sem Þorbjörg fæst við, hún gerir peysur og kjóla sem líkj- ast lifandi skúlptúrum og áhuginn á innanhúshönnun er alltaf að aukast. Eins og áður sagði selur Þorbjörg hönnun sína í Verksmiðj- unni, Skólavörðustíg 4, en einnig vinnur hún eftir sérpöntunum og þá er hægt að leggja inn fyrir- spurnir á torbjorg@internet.is. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Konan og hið kvenlega eðli er yfirleitt viðfangsefnið í hönnun Þorbjargar Valdimarsdóttur. Þorbjörg Valdimarsdóttir textílhönnuður: Plastað prjón er spennandi Topshop: Sundlaugarpartý Á dögunum var haldið „pool- partí“ í Topshop-versluninni í Smáralind. Sumrinu var fagnað með glæsibrag, nýja sumarlínan var kynnt og starfsfólk klæddi sig upp í suðrænum sólar- og sumarstíl. Boðið var uppá ískald- an Topp til að svala sér á og Dj. Danni hélt uppi rífandi stemn- ingu með dúndrandi house-tón- list. Sumarleikur Topshop var líka í gangi, glæsilegir vinningar voru í boði, gjafabréf í Topshop og boðsmiðar á söngleikinn Fame sem frumsýndur verður í lok mánaðarins í Smáralindinni. Góð mæting var í Pool-partíið og sum- arvörurnar ruku út; bikini, sund- skýlur, stuttbuxur, sandalar og sólgleraugu. Topshop er reglu- lega með skemmtilegar uppá- komur og á næstunni mun ein slík verða í samvinnu við Fame-hóp- inn. Leikararnir úr Fame munu þá mæta á svæðið, aðstoða af- greiðslufólkið og skemmta við- skiptavinunum. Pool-partí í Topshop. Sýnishorn úr sumarlínu Topshop.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.