Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 8
8 11. júní 2004 FÖSTUDAGUR
Yfir 10% hækkun
á tveim árum
Um mánaðamótin hækkar gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur um 2,6
prósent. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður í Orkuveitunni,
gagnrýnir hækkunina og tengir hana fjárfestingum á fjarskiptasviði.
NEYTENDUR Eftir fyrirhugaða 2,6
prósenta hækkun á orkuverði
næstu mánaðamót hefur Orku-
veita Reykjavíkur á tveimur
árum hækkað raforkuverð um
sem nemur 10 prósentum og verð
á heitu vatni sem nemur rúmum
13 prósentum, samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofu Íslands. Á 10
mánuðum, eða frá því að veður-
blíðuhækkun varð í september sl.,
hefur verð á heitu vatni hækkað
um tæp 8,6 prósent og rafmagni
um 3,8 prósent. Guðmundur Þór-
oddsson, forstjóri Orkuveitunnar,
bendir á að hækkanir á rafmagni
séu langt undir verðbólguþróun.
„Um heita vatnið gilda svo sér-
stakar aðstæður. Ef bara er horft
til rúmmetraverðs er 8 prósenta
hækkun, en sé hins vegar horft til
húshitunarkostnaðar er 8 pró-
senta lækkun,“ segir hann og
bendir á að á föstu verðlagi sé
verð á heitu vatni lægra núna
heldur en var árið 1994.
Guðlaugur Þór Þórðarson, full-
trúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn
Orkuveitunnar, segir hækkanir
fyrirtækisins nánast orðnar að
föstum lið og bendir á að fyrir-
tækið hafi eitt orkufyrirtækja
hækkað verð vegna veðurblíðu.
„Núna er vísað í hækkun á bygg-
ingarvísitölu en það hefur ekki
verið gert til þessa. Það sem er
auðvitað að gerast er að glanna-
legar fjárfestingar á fjarskipta-
sviði eru farnar að koma niður á
fyrirtækinu með beinum hætti
þannig að viðskiptavinirnir finna
fyrir,“ segir Guðlaugur Þór.
Alfreð Þorsteinsson, stjórnar-
formaður Orkuveitunnar, telur
fráleitt að tengja hækkunina nú
fjárfestingum fyrirtækisins,
hvort heldur sem er á fjarskipta-
sviði eða í virkjunum. „Þessi
þvæla í Guðlaugi Þór er engu lík
og ótrúlegt hvað hægt er að eltast
við þetta. Honum hefur enda ekki
tekist að koma hér neinu höggi á
starfsemi fyrirtækisins, þrátt
fyrir að hafa reynt að leika
þennan leik í um fjögur ár og það
í gegnum kosningar.“ Alfreð segir
að í gegnum tíðina hafi verið
miðað við ýmsar vísitölur við
reglubundnar hækkanir Orkuveit-
unnar. „Nú er bundið í lög að mið-
að sé við byggingarvísitölu, a.m.k.
varðandi raforkuna,“ segir hann,
og telur orkugjöld hér almennt
svo lág að fyrirtæki hafi ekki efni
á að gefa eftir vísitölutengdar
hækkanir. Alfreð segist búast við
að önnur orkufyrirtæki, s.s.
Landsvirkjun, RARIK og Hita-
veita Suðurnesja eigi eftir að til-
kynna um sambærilegar gjalds-
skrárhækkanir í takt við vísitölu.
olikr@frettabladid.is
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
– hefur þú séð DV í dag?
Morfísþjófurinn
skilur við
félagið
í milljónaskuld
Kópavogur:
Fuglar á ferð
LÖGREGLA Fuglar eins og endur og
gæsir eru núna og næstu vikur á
vappi yfir Hafnarfjarðarveg og
vill lögregla í Kópavogi minna
fólk á að hafa varann á.
Nokkur dæmi eru um að
árekstrar hafi orðið vegna þessa
en fuglarnir eru ýmist að koma
sér í Kópavoginn eða Fossvoginn
frá varpstöðum sínum. ■
SEXTÁN EKKI MEÐ BÍLBELTI Lög-
reglan á Akureyri hefur verið
með átak í umferðareftirliti í og
við bæinn síðustu daga. Fimmtán
ökumenn og einn farþegi voru
teknir fyrir að vera ekki með bíl-
belti á miðvikudag. Sex voru
teknir fyrir hraðakstur norðan
við Akureyri á milli klukkan sex
og níu í fyrrakvöld. Þá eru enn
einhverjir sem ekki hafa tekið
nagladekkin undan bílum sínum.
Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar:
Vaka semur
KJARAMÁL Starfsmenn Heilbrigð-
isstofnunarinnar á Siglufirði sem
eru félagsmenn verkalýðsfélags-
ins Vöku samþykktu stofnana-
samning sjúkrahússins í gær í
annarri tilraun, síðast sjúkra-
húsa.
Signý Jóhannesdóttir, for-
maður Vöku, segir óvenjulega
leið hafa verið farna við samn-
ingsgerðina. „Við vildum ekki
greiða atkvæði um aðalkjara-
samninginn nema vera viss um
að stofnanasamningurinn hefði
verið samþykktur.“ Signý gerir
ekki ráð fyrir öðru en hann verði
samþykktur og það við fyrsta
tækifæri.
Alls voru 44 á kjörskrá og
greiddu 38 atkvæði, eða 86,4%.
Já, sögðu 89,5%, nei 7,9% og einn
seðill var auður. ■
SVONA ERUM VIÐ
HVAR SKAPAST MESTU
GJALDEYRISTEKJURNAR?
2002 2003
Sjávarútvegur 41,6% 40%
Stóriðja 14,1% 14,2%
Ferðaþjónusta 13,1% 12%
HÖFUÐSTÖÐVAR OR
Með fyrirhugaðri hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur hefur rafmagnsverð hækkað um sem nemur 10 prósentum sl. tvö ár og verð
á heitu vatni um 13 prósent. Forstjóri Orkuveitunnar segir raforkuverð vera langt undir verðbólguþróun og bendir á að á föstu verðlagi sé
verð Orkuveitunnar á heitu vatni lægra nú en fyrir 10 árum síðan.
ALFREÐ ÞORSTEINSSON
Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur
segir fráleitt að tengja fyrirhugaða gjald-
skrárhækkun fyrirtækisins fjárfestingum,
hvort heldur sem er í virkjunum
eða fjarskiptarekstri.
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
Guðlaugur Þór segir hækkanir Orkuveit-
unnar nánast orðnar að föstum lið og telur
glannalegar fjárfestingar í óskyldum rekstri
koma niður á Orkuveitunni þannig að
viðskiptavinirnir finni fyrir.
LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögreglunn-
ar á sænskum ferðalangi, sem tek-
inn var með tvær milljónir króna í
reiðufé 21. maí síðastliðinn í Leifs-
stöð var á lokastigi í gær. Einn
maður var yfirheyrður hjá lögregl-
unni í gærdag, sem vitni, en hann
var ekki talinn hafa stöðu grunaðs
manns. Samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins var fyrirhugað að
leggja fram í héraðsdómi ákæru á
Svíann í dag.
Það var fyrir árvekni starfs-
manna sýslumannsembættisins á
Keflavíkurflugvelli sem maðurinn
var handtekinn. Hann hafði sýnt
mikil merki taugaveiklunar við
innritun, samkvæmt upplýsingum
blaðsins, og var svo orðinn all-
ölvaður þegar hann hugðist ganga
um borð í flugvélina sem var á leið
til Bretlands. Starfsmenn öryggis-
deildar sýslumannsembættisins
stöðvuðu hann þá og við rannsókn
fundust tvær milljónir króna í
jakka- og buxnavösum hans, bæði í
notuðum og nýjum þúsundkróna-
seðlum. Hann var úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 26. maí, en það
var síðan framlengt til 11. júní.
Maðurinn hafði dvalið hér á
landi síðan 6. apríl. Hann hafði gist
á ýmsum gistiheimilum, bæði í
Reykjavík og Kópavogi. Þegar á
dvölina leið leigði hann sér her-
bergi, sem hann bjó í þar til hann
hugðist yfirgefa landið. Hann er
fæddur í Tyrklandi en er með
sænskan ríkisborgararétt. ■
Lögreglurannsókn á lokastigi:
Milljóna-Svíinn ákærður
FRÁ LEIFSSTÖÐ
Sænski ferðalangurinn var tekinn með
tvær milljónir króna í reiðufé
í Leifstöð í mánuði sem leið.
Mývatnssveit:
Fór ofan
í hver
LÖGREGLA Erlendur ferðamaður
var fluttur á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri eftir að hann
hafði farið ofan í hver í Mývatns-
sveit í fyrrakvöld.
Lögreglunni á Húsavík barst til-
kynning um að maðurinn hefði
misst bíllykil ofan í hverinn. Þegar
lögreglan koma á staðinn kom í ljós
að maðurinn hafði farið ofan í hver-
inn en ekki er ljóst hvernig það bar
að. Hlúð var að manninum á Akur-
eyri og búið um sár en hann reynd-
ist ekki vera alvarlega slasaður.
Hann var keyrður aftur í Mývatns-
sveit síðar um nóttina og fékk í gær-
morgun nýjan lykil að bílnum. ■