Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 54
Hundar í peysum tengjast forsetamálinu Bandaríska elektróclashdrottn- ingin Peaches mun halda tónleika í listastöð Klink&Bank við Þver- holtið, þriðjudagskvöldið 29. júní. Kanadamærin Peaches heitir réttu nafni Merrill Nisker og olli miklu fjaðrafoki með fyrstu breiðskífu sinni Teaches of Peaches eftir að platan var endur- útgefin af Beggars XL-útgáfunni fyrir tveimur árum. Hún þykir sérstaklega opinská varðandi kynlíf í textasmíðum en tónlist hennar er mjög einföld, ögrandi og forritanir mjög naumhyggju- legar. Hún talar opinskátt um tví- kynhneigð sína í textum og er lítið fyrir boð og bönn. Í fyrra fylgdi hún frumraun sinni eftir með plötunni Fatherfucker þar sem m.a. Iggy Pop söng með í einu laganna. Það er skemmtileg tilviljun því sjálfri hefur henni verið lýst sem eins konar kvenkyns útgáfu af popp- söngvaranum. Tónleikar Peaches eru engu líkir. Hún er ein á sviðinu og býð- ur upp á góða sýningu. Klæðir sig upp í búninga, skellir sér á áhorf- endahópinn og lætur allt flakka í tjáningu sinni. Í kjölfarið hefur hún verið í uppáhaldi hjá tísku- og tónlistar- blöðunum. Þrátt fyrir að útvarps- stöðvarnar treysti sér ekki ennþá til þess að leika lög hennar opin- berlega hafa plötur hennar selst um allan heim, enda óhætt að segja að Peaches sé engri annarri lík. ■ Peaches til Íslands PEACHES Þekktustu lög Peaches eru Fuck the Pain Away, Rock Show, Kick It og I Don’t Give a Fuck. 11. júní 2004 FÖSTUDAGUR „Við Sindri Páll Kjartansson erum búnir að fara út um allt land með skemmtun þar sem við fléttum saman vídeósketsum og uppi- standi,“ segir leikarinn Þorsteinn Guðmundsson, en hann frumsýnir skemmtidagskrána Fútt og tjútt í Leikhúskjallaranum í kvöld. „Þetta verður svona kokteill af uppi- standi, vídeósketsum og tónlist því til að fólk fái meira fyrir pakkann fórum við í samstarf við Topprugl- menn en það eru plötusnúðarnir Árni Sveinsson, Gísli Galdur, Kristinn Gunnar og Dj. Kári. Þeir verða með okkur á sviðinu og taka svo við og verða með Topprugl fram á morgun.“ Þorsteinn semur uppistandið en myndbandsskeið sýningarinnar er í leikstjórn Sindra Páls. „Þar koma fram margir þekktir grínistar sem lögðu okkur lið til að gera þetta allt sem fjölbreytilegast. Við erum bún- ir að lenda í alls konar rugli á ferð- inni um landið og það má segja að uppistandið hafi þróast á leiðinni. Við erum búnir að þétta prógram- mið, taka út allt sem var meðalgott og eftir situr einungis það sem er frábært,“ segir Þorsteinn en í kvöld kemur hann meðal annars inn á for- setamálin. „Ég tala mikið um jakka- föt og hunda í peysum en þessar tengingar við forsetamálið eru mik- ilvægar þó þær hafi ekki verið mik- ið í umræðunni.“ Fútt og tjútt í Leikhúskjallaran- um hefst klukkan 22 í kvöld. ■ SKEMMTUN UPPISTAND, VÍDEÓSKETSAR ■ með þekktum grínurum, og Topp- ruglmenn sjá um að skemmta fólki í Leikhúskjallaranum í kvöld. ■ TÓNLIST FÚTT OG TJÚTT Stórkostleg grínskemmtun frá kl. 23.30 og Topprugl fram á morgun. Aðgangseyrir 1.000 kr. Sindri Páll Kjartansson Mjög hlægilegur Þorsteinn Guðmundsson Mjög fyndinn Árni Sveinsson Mjög melódískur Gísli Galdur Mjög taktfastur Leikhúskjallaranum í kvöld Einn fylgir Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Mixið er byrjað í öllum verslunum Skífunnar! CAT BOLIRNIR KOMNIR AFTUR FIMM LITIR VERIÐ VELKO MNAR ! Mjódd - Sími 557 5900 EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF GALLAFATNAÐI Hinir lífseigu Stuðmenn bregða undir sig betri fótunum um helg- ina. Fjörið byrjar í dag þegar nýtt lag, Skál!, verður frumflutt á ís- lenskum útvarpsstöðvum og í framhaldinu skellir hljómsveitin sér í Borgarfjörðinn og treður upp í Hreðavatnsskála annað kvöld. „Ætli það megi ekki segja að þetta verði fyrsta sveitaball sum- arsins,“ segir stuðmaðurinn Jak- ob Frímann Magnússon. „Við erum með þetta í fyrra fallinu núna þar sem við erum að fara utan eftir helgina.“ Stefnan er tekin á Þýskaland þar sem Stuðmenn ætla að slá í gegn í sumar með sérhönnuðu prógrammi. „Við ætlum að prufu- keyra Þýskalandsprógrammið á Borgnesingum. Við byrjum á því og vindum okkur síðan í ramm- íslenska dagskrá.“ Jakob segir að hljómsveitin sé svo önnum kafin bæði í landvinn- ingum og kvikmyndaframleiðslu að hún sjái sér aðeins fært að troða upp við sérstök tækifæri hér heima í sumar. „Seinni part sumars tekur við niðursuða hugmynda fyrir Stuð- mannamyndina,“ segir Jakob en eins og frægt er orðið hefur hljóm- sveitin fengið Ágúst Guðmundsson, leikstjóra, til liðs við sig á ný með það fyrir augum að fylgja eftir einni vinsælustu íslensku bíómynd allra tíma Með allt á hreinu. ■ STUÐMENN Frumflytja nýtt lag í dag og halda síðan í víking til Þýskalands. Þeim munu prufu- keyra Þýskalandsdagskrá sína á Borgnes- ingum á morgun þannig að það ætti ekk- ert að klikka þegar á hólminn er komið. Stuðmenn skála við Hreðavatn SKÁL! STUÐMENN ■ Nýtt lag með þessari sívinsælu hljómsveit byrjar að hljóma á öldum ljósvakans í dag. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Guðrún Gísladóttir. Tryggvi Gunnarsson. Ástþór Magnússon. Lárétt: 1 þrá, 6 fæða, 7 skammstöfun, 8 tveir eins, 9 ekki niður, 10 fiskur, 12 með- al, 14 ósoðin, 15 hljóta, 16 tveir eins, 17 stefna, 18 bjartur. Lóðrétt: 1 bíltegund, 2 hundrað ár, 3 átt, 4 hress, 5 nef (niðrandi), 9 reyfi, 11 ágeng, 13 fumi, 14 húðfelling, 17 tímabil. Lausn: Lárétt:1löngun,6ala,7pö,8dd,9 upp,10áll,12lyf, 14hrá,15fá,16ee, 17átt,18skær. Lóðrétt:1lada,2öld,3na,4upplyft, 5 nöp,9ull,11frek,13fáti,14hes,17ár. SPRÆKIR Þorsteinn Guðmundsson og Sindri Páll Kjartansson verða með Fútt og tjútt á föstudagskvöldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.