Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 54
Hundar í peysum
tengjast forsetamálinu
Bandaríska elektróclashdrottn-
ingin Peaches mun halda tónleika
í listastöð Klink&Bank við Þver-
holtið, þriðjudagskvöldið 29. júní.
Kanadamærin Peaches heitir
réttu nafni Merrill Nisker og olli
miklu fjaðrafoki með fyrstu
breiðskífu sinni Teaches of
Peaches eftir að platan var endur-
útgefin af Beggars XL-útgáfunni
fyrir tveimur árum. Hún þykir
sérstaklega opinská varðandi
kynlíf í textasmíðum en tónlist
hennar er mjög einföld, ögrandi
og forritanir mjög naumhyggju-
legar. Hún talar opinskátt um tví-
kynhneigð sína í textum og er
lítið fyrir boð og bönn.
Í fyrra fylgdi hún frumraun
sinni eftir með plötunni
Fatherfucker þar sem m.a. Iggy
Pop söng með í einu laganna. Það
er skemmtileg tilviljun því sjálfri
hefur henni verið lýst sem eins
konar kvenkyns útgáfu af popp-
söngvaranum.
Tónleikar Peaches eru engu
líkir. Hún er ein á sviðinu og býð-
ur upp á góða sýningu. Klæðir sig
upp í búninga, skellir sér á áhorf-
endahópinn og lætur allt flakka í
tjáningu sinni.
Í kjölfarið hefur hún verið í
uppáhaldi hjá tísku- og tónlistar-
blöðunum. Þrátt fyrir að útvarps-
stöðvarnar treysti sér ekki ennþá
til þess að leika lög hennar opin-
berlega hafa plötur hennar selst
um allan heim, enda óhætt að segja
að Peaches sé engri annarri lík. ■
Peaches til Íslands
PEACHES
Þekktustu lög Peaches eru Fuck the Pain Away,
Rock Show, Kick It og I Don’t Give a Fuck.
11. júní 2004 FÖSTUDAGUR
„Við Sindri Páll Kjartansson erum
búnir að fara út um allt land með
skemmtun þar sem við fléttum
saman vídeósketsum og uppi-
standi,“ segir leikarinn Þorsteinn
Guðmundsson, en hann frumsýnir
skemmtidagskrána Fútt og tjútt í
Leikhúskjallaranum í kvöld. „Þetta
verður svona kokteill af uppi-
standi, vídeósketsum og tónlist því
til að fólk fái meira fyrir pakkann
fórum við í samstarf við Topprugl-
menn en það eru plötusnúðarnir
Árni Sveinsson, Gísli Galdur,
Kristinn Gunnar og Dj. Kári. Þeir
verða með okkur á sviðinu og taka
svo við og verða með Topprugl
fram á morgun.“
Þorsteinn semur uppistandið en
myndbandsskeið sýningarinnar er í
leikstjórn Sindra Páls. „Þar koma
fram margir þekktir grínistar sem
lögðu okkur lið til að gera þetta allt
sem fjölbreytilegast. Við erum bún-
ir að lenda í alls konar rugli á ferð-
inni um landið og það má segja að
uppistandið hafi þróast á leiðinni.
Við erum búnir að þétta prógram-
mið, taka út allt sem var meðalgott
og eftir situr einungis það sem er
frábært,“ segir Þorsteinn en í kvöld
kemur hann meðal annars inn á for-
setamálin. „Ég tala mikið um jakka-
föt og hunda í peysum en þessar
tengingar við forsetamálið eru mik-
ilvægar þó þær hafi ekki verið mik-
ið í umræðunni.“
Fútt og tjútt í Leikhúskjallaran-
um hefst klukkan 22 í kvöld. ■
SKEMMTUN
UPPISTAND, VÍDEÓSKETSAR
■ með þekktum grínurum, og Topp-
ruglmenn sjá um að skemmta fólki
í Leikhúskjallaranum í kvöld.
■ TÓNLIST
FÚTT OG TJÚTT
Stórkostleg grínskemmtun frá kl. 23.30
og Topprugl fram á morgun.
Aðgangseyrir 1.000 kr.
Sindri Páll Kjartansson
Mjög hlægilegur
Þorsteinn Guðmundsson
Mjög fyndinn
Árni Sveinsson
Mjög melódískur
Gísli Galdur
Mjög taktfastur
Leikhúskjallaranum í kvöld
Einn fylgir
Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind
Mixið er byrjað
í öllum verslunum
Skífunnar!
CAT BOLIRNIR KOMNIR AFTUR FIMM LITIR
VERIÐ
VELKO
MNAR
!
Mjódd - Sími 557 5900
EINNIG MIKIÐ ÚRVAL
AF GALLAFATNAÐI
Hinir lífseigu Stuðmenn bregða
undir sig betri fótunum um helg-
ina. Fjörið byrjar í dag þegar nýtt
lag, Skál!, verður frumflutt á ís-
lenskum útvarpsstöðvum og í
framhaldinu skellir hljómsveitin
sér í Borgarfjörðinn og treður
upp í Hreðavatnsskála annað
kvöld.
„Ætli það megi ekki segja að
þetta verði fyrsta sveitaball sum-
arsins,“ segir stuðmaðurinn Jak-
ob Frímann Magnússon. „Við
erum með þetta í fyrra fallinu
núna þar sem við erum að fara
utan eftir helgina.“
Stefnan er tekin á Þýskaland
þar sem Stuðmenn ætla að slá í
gegn í sumar með sérhönnuðu
prógrammi. „Við ætlum að prufu-
keyra Þýskalandsprógrammið á
Borgnesingum. Við byrjum á því
og vindum okkur síðan í ramm-
íslenska dagskrá.“
Jakob segir að hljómsveitin sé
svo önnum kafin bæði í landvinn-
ingum og kvikmyndaframleiðslu
að hún sjái sér aðeins fært að
troða upp við sérstök tækifæri
hér heima í sumar.
„Seinni part sumars tekur við
niðursuða hugmynda fyrir Stuð-
mannamyndina,“ segir Jakob en
eins og frægt er orðið hefur hljóm-
sveitin fengið Ágúst Guðmundsson,
leikstjóra, til liðs við sig á ný með
það fyrir augum að fylgja eftir
einni vinsælustu íslensku bíómynd
allra tíma Með allt á hreinu. ■
STUÐMENN
Frumflytja nýtt lag í dag og halda síðan í
víking til Þýskalands. Þeim munu prufu-
keyra Þýskalandsdagskrá sína á Borgnes-
ingum á morgun þannig að það ætti ekk-
ert að klikka þegar á hólminn er komið.
Stuðmenn skála
við Hreðavatn
SKÁL!
STUÐMENN
■ Nýtt lag með þessari sívinsælu
hljómsveit byrjar að hljóma
á öldum ljósvakans í dag.
1
6 7
8 9
14
16 17
15
18
2 3 4
1311
10
12
5
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Guðrún Gísladóttir.
Tryggvi Gunnarsson.
Ástþór Magnússon.
Lárétt: 1 þrá, 6 fæða, 7 skammstöfun, 8
tveir eins, 9 ekki niður, 10 fiskur, 12 með-
al, 14 ósoðin, 15 hljóta, 16 tveir eins, 17
stefna, 18 bjartur.
Lóðrétt: 1 bíltegund, 2 hundrað ár, 3 átt,
4 hress, 5 nef (niðrandi), 9 reyfi, 11
ágeng, 13 fumi, 14 húðfelling, 17 tímabil.
Lausn:
Lárétt:1löngun,6ala,7pö,8dd,9
upp,10áll,12lyf, 14hrá,15fá,16ee,
17átt,18skær.
Lóðrétt:1lada,2öld,3na,4upplyft, 5
nöp,9ull,11frek,13fáti,14hes,17ár.
SPRÆKIR
Þorsteinn Guðmundsson og Sindri Páll
Kjartansson verða með Fútt og tjútt á
föstudagskvöldum.