Fréttablaðið - 11.06.2004, Side 22
Nú er ljóst að Sarah Jessica Parker er sú kona í
heiminum sem er mest í tísku. Hún fékk nafnbót-
ina „Tískutákn ársins“ á tískuverðlaunahátíð sem
bandarískir hönnuðir héldu á dögunum.
Vestast í Kópavoginum í risastóru
verksmiðjuhúsnæði starfar Þor-
björg Valdimarsdóttir textílhönn-
uður. Vinnustofunni deilir hún með
vinkonu sinni og hyggur senn að
stórframkvæmdum á húsnæðinu
við hliðina á vinnurýminu þar sem
hún ætlar að búa í framtíðinni.
Þorbjörg útskrifaðist frá Listahá-
skólanum fyrir fjórum árum og
hefur síðan verið að feta sig áfram
í hönnunarheiminum. Núna rekur
hún Verksmiðjuna, gallerí neðst á
Skólavörðustígnum, ásamt sjö öðr-
um konum, og selur þar hönnun
sína, T tobba-design. Fatnaður hef-
ur lengi verið Þorbjörgu hugleik-
inn. Hún hefur tekið þátt í fata-
hönnunarkeppnum og stórum
tískuviðburðum og kom á fót eigin
fatalínu árið 2000 sem alltaf er að
þróast og stækka. Konan og hið
kvenlega eðli er yfirleitt viðfangs-
efnið í hönnun Þorbjargar, það
sem konan gerir, styrkur hennar
og innsæi.
„Þetta er oft útgangspunktur-
inn í vinnunni minni, hvað varðar
efni, liti og form, bæði meðvitað
og ómeðvitað. Þetta kvenlega er
svo einfalt og kunnuglegt en samt
er yfir því eitthvert órætt yfir-
bragð.“ Í sumarlínu Þorbjargar
ber mikið á prjóni og plasti.
„Ég hef alltaf verið fyrir prjón
og mig langaði að setja það saman
við eitthvað ólíkt efni. Plastað
prjón fannst mér spennandi og
þessi efnasamsetning er enn í þró-
un hjá mér.“
Fyrst urðu til töskur sem fást í
þremur stærðum og nú eru regn-
kápur úr sama efni í vinnslu. Sala á
töskunum hefur gengið vonum
framar en þær eru seldar í Verk-
smiðjunni og Listasafni Íslands.
Fyrsta framleiðslan er uppseld og
næsta er á leiðinni. Regnkápurnar
eru svo væntanlegar í Verksmiðj-
una upp úr miðjum mánuðinum og
verða til í hvítu, svörtu og rauðu en
töskurnar eru framleiddar í sömu
litum. Það er margt sem þarf að
huga að eigi að hafa lifibrauð af
hönnuninni og vinnsluferlið þarf
að vera í sífelldri athugun.
„Ég er ekki bara að hanna, ég
er líka að reyna að búa til hag-
kvæma rekstrareiningu, fram-
leiðsluvöru sem stenst mínar
kröfur og neytendans.“
Það er ýmislegt fleira en plast-
prjónið sem Þorbjörg fæst við,
hún gerir peysur og kjóla sem líkj-
ast lifandi skúlptúrum og áhuginn
á innanhúshönnun er alltaf að
aukast. Eins og áður sagði selur
Þorbjörg hönnun sína í Verksmiðj-
unni, Skólavörðustíg 4, en einnig
vinnur hún eftir sérpöntunum og
þá er hægt að leggja inn fyrir-
spurnir á torbjorg@internet.is.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Konan og hið kvenlega eðli er yfirleitt
viðfangsefnið í hönnun Þorbjargar
Valdimarsdóttur.
Þorbjörg Valdimarsdóttir textílhönnuður:
Plastað prjón er spennandi
Topshop:
Sundlaugarpartý
Á dögunum var haldið „pool-
partí“ í Topshop-versluninni í
Smáralind. Sumrinu var fagnað
með glæsibrag, nýja sumarlínan
var kynnt og starfsfólk klæddi
sig upp í suðrænum sólar- og
sumarstíl. Boðið var uppá ískald-
an Topp til að svala sér á og Dj.
Danni hélt uppi rífandi stemn-
ingu með dúndrandi house-tón-
list. Sumarleikur Topshop var
líka í gangi, glæsilegir vinningar
voru í boði, gjafabréf í Topshop
og boðsmiðar á söngleikinn Fame
sem frumsýndur verður í lok
mánaðarins í Smáralindinni. Góð
mæting var í Pool-partíið og sum-
arvörurnar ruku út; bikini, sund-
skýlur, stuttbuxur, sandalar og
sólgleraugu. Topshop er reglu-
lega með skemmtilegar uppá-
komur og á næstunni mun ein slík
verða í samvinnu við Fame-hóp-
inn. Leikararnir úr Fame munu
þá mæta á svæðið, aðstoða af-
greiðslufólkið og skemmta við-
skiptavinunum.
Pool-partí í Topshop.
Sýnishorn úr sumarlínu Topshop.