Fréttablaðið - 11.06.2004, Síða 38

Fréttablaðið - 11.06.2004, Síða 38
Léttöl Stokkandarsteggur á hröðum flótta frá Þjóðarbókhlöðunni. SJÓNARHORN VISSIR ÞÚ ... ...að valentínusardagur er fjórða stærsta hátíðin í Bandaríkjunum þar sem fólk kaupir hvað mest af nammi? Hrekkjavaka er í fyrsta sæti, síðan koma jólin og loks páskar. ...að á fjórum árum gæti ein læða fætt 20.736 kettlinga? ...að í Englandi á miðöldum var morgunmatur borinn fram með bjór? ...að hjá fimmtíu þjóðum í heimin- um keyrir fólk á vinstri helmingi vegarins? ...að það er til borg sem heitir Róm í hverri einustu heimsálfu? ...að flær geta hoppað meira en 200 sinnum sína líkamshæð? Í Skotlandi að spila golf allan daginn „Draumahelgin mín hefst fyrir birt- ingu á föstudagsmorgni þegar ég fer um borð í flugvél og flýg til Skotlands. Ég myndi fara niður í Ayr- skíri á vesturströnd Skotlands þar sem eru nokkrir skemmtilegustu golfvellir Skotlands, t.d. Royal Troon þar sem Royal Open verður í sumar. Vellirnir liggja við ströndina og þarna er mjög fallegt. Ég hef víða farið til að spila golf en þetta er uppáhalds- golfsvæðið mitt og þar myndi ég spila til föstudagskvölds. Í bítið morguninn eftir myndi ég svo fljúga til Isle of Ilay sem liggur út frá vesturströnd Skotlands og skrá mig inn á Machrie-hótelið. Hótelið er við golfvöllinn og ekkert annað í kring til að draga hugann frá golfinu. Eyjan er ansi stór og landslagið fallegt og í góðu veðri sér maður bæði til Skotlands og Írlands. Ég myndi spila golf allan daginn og fara svo inn á hótelið þegar verður of dimmt til að spila. Eldhúsið á hótelinu er ákaflega gott, kokkurinn franskur og sérdeildis gott að slaka þar á. Ef ekki viðrar til golfiðkunar myndi ég hugsanlega kíkja inn í eina eða tvær viskíverk- smiðjur en þær eru átta á eynni. Ég myndi vilja vera í góðra vina hópi en vona að stórstjörnur golfsins verði ekkert að þvælast fyrir okkur og láta okkur fá minnimáttarkennd.“ Raunveruleikinn: „Klukkan 07:20 á föstudagsmorgun sest ég reyndar upp í flugvél en fer til Vestmannaeyja til að taka út golfvöllinn þar fyrir Toyota-mótaröðina sem verður þar um helgina og dæmi svo mótið. Þannig að ég fæ að fara út í eyju þó það sé ekki rétta eyjan, en lítið að spila. Þó fæ ég að fara einn hring á föstudaginn,“ segir Hinrik Hilmarsson golfari. Hinrik Hilmarsson þjónustu- stjóri Golfsambandsins er ekki í vafa um draumahelgina: DRAUMA HELGIN 11. júní 2004 FÖSTUDAGUR12 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.