Fréttablaðið - 20.06.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 20.06.2004, Síða 2
Kvennahlaup ÍSÍ haldið í fimmtánda sinn: Átján þús- und hlupu KVENNAHLAUP Íslenskar konur létu góða veðrið og sumarorkuna ekki fara til spillis í gær, á sjálfan kvennadaginn. Þannig er talið að allt að átján þúsund konur á öllum aldri hafi hlaupið Kvennahlaup ÍSÍ, sem haldið var í fimmtánda sinn þetta árið. Hlaupið fór fram á níutíu stöð- um víðsvegar um landið, en þar af hlupu um fimm hundruð íslenskar konur á fimmtán stöðum í útlöndum. Eru þetta um 12,5 prósent allra ís- lenskra kvenna. Elsti þáttakandinn í Kvennahlaupinu var Guðrún Stef- ánsdóttir í Garðabæ, sem fagnaði sömuleiðis 89 ára afmælinu í gær. ■ 2 20. júní 2004 SUNNUDAGUR KOSNINGAR „Það sem verður að lík- indum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hver- su margir skila auðu,“ segir Bald- ur Þórhallsson, dósent í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur. Tveir aðilar eru í fram- boði gegn sitjandi forseta lýð- veldisins, Ólafi Ragnar Gríms- syni, þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Baldur segir áhugaverðast að vita hversu margir skila auðu með tilliti til þess að forsetinn hafi fyrir stuttu neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu en sú ákvörðun hafi fallið í mis- jafnan jarðveg hjá landsmönnum og að líkindum sýni einhverjir mótmæli sín í verki og skili auðu. „Nú er tæp vika til kosninganna og það hefur farið afar lítið fyrir kosningabaráttu hjá þeim sem í framboði eru enn sem komið er. Mér sýnist kosningaherferð Ást- þórs til að mynda mun minni í sniðum en hún var 1996.“ Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að framboð hefur borist gegn sitjandi forseta en það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finn- bogadóttur 1988 og mældist kjör- sókn þá aðeins 71 prósent. Baldur telur ekki ólíklegt að kjörsókn nú geti orðið enn minni þar sem svo virðist sem margir gefi þessum kosningum lítinn gaum vegna þess mikla munar sem virðist vera á frambjóðendunum miðað við skoðanakannanir. „Staða Ólafs er afar sterk miðað við kannanir og ég held að almenn- ingur telji hina tvo frambjóðend- urna einfaldlega ekki nógu sterka til að ógna Ólafi mikið. Engu að síður tel ég að embætti forsetans sé afar fýsilegur kostur og það voru lengi uppi hugmyndir meðal manna hér í þjóðfélaginu að finna sterkan mótframbjóðanda gegn núverandi forseta en það var síð- ar blásið af.“ Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins kom fram að fylgi Ólafs Ragnars mældist tæp 64 prósent. Baldur Ágústsson mæld- ist með fimm prósenta fylgi og fylgi Ástþórs var innan við eitt prósent. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu naut Ólafur fylgis alls níu af tíu að- spurðum. albert@frettabladid.is Hefur játað sjö innbrot: Í gæsluvarð- haldi vegna innbrota GÆSLUVARÐHALD Tuttugu ára maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmta júlí að kröfu lögregl- unnar á Selfossi vegna fjölda inn- brota á Suðurlandi. Rannsókn hefur staðið yfir að undanförnu og er maðurinn ein- nig grunaður um nokkur innbrot í Reykjavík. Hann hefur játað sjö innbrot en fleiri eru til rannsókn- ar. Vegna rannsóknarinnar sem er umfangsmikil hafa fimm ungir menn verið handteknir og yfir- heyrðir. Verðmæti þýfis úr inn- brotunum er talið skipta milljón- um, þá er ótalið tjón vegna skem- mda og tap eigenda á upplýsing- um. Þýfið er að mestum hluta tölvur, tölvubúnaður, skjávarpar og önnur verðmæti. ■ ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Þeir fengu afar diplómatískar kveðjur.“ Hópur sendiherra heimsótti Kárahnjúka og kynnti sér aðstæður þar. Sumir starfsmenn Impregilo hafa fengið reisupassann fyrir að gagnrýna fyrir- tækið í fjölmiðlum. Ómar Valdimarsson er tals- maður Impregilo. SPURNING DAGSINS Ómar, voru sendiherrarnir reknir heim? FJÁRMÁLARÁÐHERRA Vinna við fjárlög næsta árs er í fullum gangi og engar ákvarðanir hafa verið teknar. EFNAHAGSMÁL „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar að svo stöddu enda öll vinna enn í gangi,“ segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Al- þingis, vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Varaformaður nefndarinnar, Ein- ar Oddur Kristjánsson, hefur lát- ið hafa eftir sér að útilokað sé annað en að heilbrigðisráðherra hlíti fjárlögum en Geir Haarde fjármálaráðherra hefur enga ákvörðun tekið varðandi sparnað- artillögur stjórnar Landspítala- háskólasjúkrahúss.Er ákvörðun- ar hans beðið með nokkurri eftir- væntingu meðal stjórnenda spít- alans en tekist hefur á þessu ári að spara helming þess sem ráð var fyrir gert. Að öllu óbreyttu þarf að spara rúmar 800 milljónir á næsta ári en meðal hugmynda stjórnarmanna spítalans er að minnka þjónustu meira en verið hefur og leggja á komugjöld. Heilbrigðisráðherra, Jón Krist- jánsson, hefur vísað slíkum hug- myndum á bug og hefur átt fundi með fjármálaráðherra vegna þess. Magnús segir ekkert hafa ver- ið ákveðið enn sem komið er. „Öll vinna er í sínu venjubundna ferli og ég á ekki von á að sú vinna skili neinu alveg strax. Það er ósköp eðlilegt á þessum tíma árs.“ ■ Engar ákvarðanir verið teknar varðandi fjárlög næsta árs og Landspítalann: Óljóst með niðurskurð Tveir handteknir: Voru með fíkniefni LÖGREGLA Tveir menn um fer- tugt voru handteknir á Selfossi eftir að hafa verið stöðvaðir við venjubundið eftirlit um klukk- an tvö í fyrrinótt. Eftir að lögregla hafði stöðv- að mennina vaknaði grunur um að þeir væru með fíkniefni. Sá grunur reyndist á rökum reist- ur þar sem lítilræði af am- fetamíni fannst í bifreiðinni sem þeir voru í. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Sömu nótt voru þrír teknir fyrir ölv- unarakstur í bænum. ■ Bílvelta við Hítará: Fjögur systk- ini slösuðust LÖGREGLA Fjögur systkini slösuð- ust eftir að bifreið sem eitt þeirra ók valt á Snæfellsnesvegi skammt vestan við Hítará um klukkan eitt í gærdag. Þau voru flutt með tveimur sjúkrabílum til Reykja- víkur en reyndust ekki eins alvar- lega slösuð og talið var í fyrstu. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum sem tók að rása á veginum og valt en lenti síðan utan vegar. Margir vegfarendur aðstoðuðu systkini á slysstað en lögreglu- maður á frívakt var einn þeirra sem kom að slysinu. ■ Mesta spennan er um auðu seðlana Lítill áhugi virðist vera á forsetakosningunum sem fram fara um næstu helgi. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur telur ástæðuna þá að flestir telji að Ólafi Ragnari stafi engin ógn af öðrum frambjóðendum. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Hann mun sitja áfram á Bessastöðum ef marka má skoðanakannanir. BALDUR ÁGÚSTSSON Mælist með fimm prósenta fylgi þrátt fyrir að vera flestum ókunnur fyrir nokkrum mánuðum síðan. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Hefur gert athugasemdir við framkvæmd forsetakosninganna hingað til en er viss um meiri stuðning en kannanir gefa til kynna. KVENNAHLAUPIÐ VEX OG VEX Íslenskar konur eru hópsálir og fagna því að geta hlaupið saman á sumardegi. Í þetta sinn hlupu 18 þúsund konur Kvennahlaup ÍSÍ á níutíu stöðum víðsvegar um landið. SÁDI-ARABÍA Colin Powell, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði í útvarpsviðtali við Radio America á föstudag að hryðju- verkamenn hefðu unnið sigur ef bandarískir þegnar sem starfa í Sádi-Arabíu myndu yfirgefa land- ið í kjölfar hryðjuverkaárása á borð við aftöku Paul M. Johnson. Hann sagðist vonast til að landar sínir yrðu kyrrir í konungsdæm- inu, ekki síst þar sem þarlend stjórnvöld lofuðu aukinni vernd þeim til handa. Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af öryggi þeirra 35 þús- und Bandaríkjamanna sem lifa og starfa í Sádi-Arabíu, en einnig af stöðugleika í landinu sem er stærsti olíuframleiðandi heims. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum eru Bandaríkjamenn búsettir á svæð- inu varaðir við frekari árásum, einkum mögulegum hryðjuverk- um gegn Bandaríkjamönnum við Rauðahafið, á Persaflóa-svæðinu, Arabíuskaga og í Norður-Afríku. Árásir á Bandaríkjamenn hafa aukist mjög að undanförnu í Sádi- Arabíu, en auk Johnsons var Kenneth Scroggs skotinn til bana í Ryiadh í síðustu viku, kaupsýslu- maðurinn Nick Berg afhausaður nokkrum vikum fyrr og olíu- verkamaður í Khobar drepinn í maí. ■ Colin Powell um ástandið í Sádi-Arabíu: Mikilvægt að Bandaríkja- menn verði um kyrrt Háskóli Íslands: Metfjöldi brautskráðist SKÓLAMÁL Háskóli Íslands braut- skráði í gær 830 kandídata við hátíð- lega athöfn í Laugardalshöll en aldrei í sögu Háskólans hafa svo margir kandídatar brautskráðst. Af þeim sem útskrifuðust voru 604 úr grunn- námi, 135 úr framhaldsnámi, þrír luku doktorsprófi og 91 viðbótarnámi til starfsréttinda. Í brautskráningarræðu sinni talaði Páll Skúlason háskólarektor um sviptingar í efnahagslífi, stjórn- málum og menningu Íslendinga á undanförnum árum og sagði átök þeirra og deilur hafa snert alla Ís- lendinga. Opinberað skýrar en nokkru sinni fyrr að einstaklingarnir mynda heild og einstakt samfélag þar sem hver einstaklingur skiptir máli. Því reyni nú á að vinna saman að því að ná jafnvægi milli þeirra sundurleitu afla sem takist á í sálar- lífi okkar og samfélagi. ■ SLASAÐIST Í BÍLVELTU Tveir út- lendingar á bílaleigubíl lentu í bílveltu í Víðidal á Fjöllum í gær- dag. Bíllinn fór margar veltur og slasaðist annar þeirra sem í bíln- um var lítillega og var hann flutt- ur á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Bíllinn er gjörónýtur. OFSAAKSTUR Ökumaður var tek- inn á 154 kílómetra hraða í Eld- hrauni á Suðurlandsvegi á föstu- dag. Hann má búast við að missa ökuleyfið í mánuð. GISTI FANGAGEYMSLUR Maður á þrítugsaldri gisti fanga- geymslur lögreglunnar á Ísafirði í fyrrinótt. Á fimmta tímanum um nóttina réðst hann á annan mann í miðbæ Ísafjarðar. Maður- inn var ölvaður og var handtek- inn. Honum var sleppt að yfir- heyrslum loknum í gærdag. FLUGELDUM SKOTIÐ Á PÓSTHÚS Skipaflugeldum var skotið á pósthúsið við Digranesveg í Kópavogi í fyrrinótt. Tilkynnt var um stórbruna og var allt til- tækt lögreglu- og slökkvilið kall- að á staðinn. Ekki reyndist vera mikil hætta á ferðum heldur log- aði smá eldur í þakskyggni húss- ins. ■ LÍK DÓMARA FINNST Í SKURÐI Lög- regla Sameinuðu þjóðanna í Kosovo hefur sett á fót rannsókn eftir að lík bosnísks dómara fannst sundurhlut- að í skurði á bak við skemmtistað í þorpinu Ozdrim í vesturhluta Pec- sýslu á föstudag. Dánarorsök er ókunn. YNGSTI ÞINGMAÐUR SPÁNAR FERST Spænski lögfræðingurinn og þing- maðurinn Alberto Pinado Gonzales lést í bílslysi á laugardag. Pinado Gonzales var kjörinn á þing þann 14. mars síðastliðinn og var yngsti þingmaður Spánar, aðeins 26 ára er hann lést. Bifreið þingmannsins fór utan í stóran flutningabíl. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.