Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 2
2 21. júní 2004 MÁNUDAGUR Forsætisráðherra óttast ofbeldi í kjölfar valdaafsalsins 30. júní: Upplausn Íraks- hers mistök ÍRAK, AP Ráðamenn í Írak búa sig nú undir öldu ofbeldis sem búist er við í kjölfar valdaafsals bandamanna þann 30. júní næst- komandi, en öryggissveitir Íraks verða endurskipulagðar frá grunni til að búa þær undir að takast á við óeirðirnar. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, sagði á blaðamannafundi í Bagdad að hann myndi sjálfur veita öryggismálum í landinu forstöðu og og tilkynnti að stofnuð hefði verið sérstök sveit til að ráða niðurlögum óeirða- seggja. Allawi sagðist telja að þar til hinar nýstofnuðu örygg- issveitir væru orðnar starfhæf- ar að fullu þyrfti alþjóðlegrar aðstoðar og tækjabúnaðar við til að gæta öryggis í landinu. Hann sagðist einnig telja að sú ákvörðun Bandaríkjamanna að leysa upp Íraksher hefði verið mistök og jafnvel kæmi til greina að setja herlög þar sem þeirra yrði þörf. Tæplega fjöru- tíu manns hafa látist í hryðju- verkaárásum í Írak síðan á fimmtudag. ■ Loks kemur andlit á Evrópusambandið Sérstakur forseti ráðherraráðsins verður nú kjörinn í fyrsta skipti. Stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands segir að breytingar á Evrópu- sambandinu muni ekki leiða til aukinnar miðstýringar. EVRÓPUMÁL Ásýnd Evrópusam- bandsins verður mun skýrari eftir að stjórnarskráin tekur gildi, að sögn Eiríks Bergmanns Einarsson- ar, stjórnmálafræðings við Háskóla Íslands og sérfræðings í Evrópu- málum. Eiríkur segir að það hafi til dæmis aldrei verið almennilega skýrt hver sé leiðtogi Evrópusam- bandsins. Núna verði kjörinn sér- stakur forseti ráðherraráðsins til tveggja og hálfs árs í senn. Þá sé loksins komið andlit á þetta fyrir- bæri. „Henry Kissinger [fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna] spurði eitt sinn: „Hvern hringjum við í ef við ætl- um að hringja til Evrópu?“ Nú er hægt að svara Kissin- ger,“ segir Ei- ríkur Berg- mann. Hann segir að önnur veiga- mikil breyting sem verði á E v r ó p u s a m - bandinu snerti utanríkismál. Tveir menn gegni í raun starfi utanrík- ismálaráðherra í dag en það muni breytast og einn maður skipaður til að sinna því embætti. „Það eru ýmsir svona þættir sem verið er að skerpa á með þess- ari stjórnarskrá.“ Eiríkur Bergmann segist ekki telja að ný stjórnarskrá og breyt- ingar á Evrópusambandinu muni leiða til aukinnar miðstýringar og valdaafsals aðildarríkjanna til Brussel. Þó megi kannski túlka breytingar á atkvæðavægi í tengsl- um við lagasetningar sambandsins sem aukið valdaafsal því verið sé að fjölga þeim málum þar sem auk- inn meirihluti dugir en ekki sam- þykki allra ríkja. Eftir breyting- arnar þurfa 15 af 25 löndum sam- bandsins að samþykkja ný lög og þarf íbúatala þessara fimmtán landa að hafa að minnsta kosti 65% af samanlagðri íbúatölu ríkja sam- bandsins. „Deilan hefur mikið til snúist um það hvernig þetta atkvæðavægi eigi að vera. Það er ekki rétt sem víða hefur komið fram að verið sé að auka vægi stóru ríkjanna á kostnað smáu ríkjanna. Það er bæði verið að auka vægi stóru ríkj- anna og smáu ríkjanna. Þau ríki sem kannski missa áhrif eru milli- stærðarríki.“ Eiríkur Bergmann segir ómögu- legt að segja til um það hvort stjórnarskráin verði á endanum samþykkt þó að leiðtogar ríkjanna 25 séu búnir að því. „Það getur vel verið að þetta verði fellt í þjóðaratkvæðagreiðsl- um einhvers staðar.“ trausti@frettabladid.is Hipp-hopp stjórnmálaafl í Bandaríkjunum: Hvetur svarta til að kjósa BANDARÍKIN, AP Um þrjú þúsund manns komu saman á hipp-hopp ráðstefnu um stjórnmál í Newark, New Jersey á dögunum þar sem áhersla var lögð á að vekja unga svarta Bandaríkja- menn til meðvitundar um kosn- ingarétt sinn. Ekki er dreginn taumur neins eins stjórnmálaafls eða fram- bjóðanda. Hver ráðstefnugestur fékk það verkefni að skrá fimm- tíu manns af hipp-hopp kynslóð- inni til að kjósa en hipp-hopp kyn- slóðin er skilgreind sem svartir Bandaríkjamenn sem eru fæddir milli 1965 og 1984. Kjörsókn blökkumanna jókst um fjögur prósentustig í forsetakosningun- um árið 2000 og var þá 57%. En betur má ef duga skal, að mati skipuleggjenda ráðstefnunnar, þar sem til að mynda eru engir svartir öldungadeildarþingmenn á bandaríska þinginu. ■ „Kannski er kominn tími á það.“ Kvennahlaup Íþróttasambands Íslands fór fram um helgina í fimmtánda sinn en formlegt karla- hlaup hefur aldrei verið haldið. Sigríður Jónsdóttir er varaforseti Íþróttasambandsins. SPURNING DAGSINS Sigríður, hvenær sjáum við karla- hlaup ÍSÍ? Fluttur með þyrlu: Hestamaður slasaðist LÖGREGLA Hestamaður slasaðist þegar hestur sem hann reið datt með hann við Arnarvatn á Vopn- arfjarðarheiði í gær. Að sögn lögreglunnar á Vopna- firði var maðurinn talinn nokkuð mikið slasaður og ekki þótti ráð- legt að færa hann mikið úr stað. Þyrla Landhelgisgæslunnar köll- uð til og flutti manninn á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. ■ Hryðjuverkahopur í Alsír: Leiðtogi drepinn ALSÍR, AP Hermenn í Alsír drápu Nabil Sahraoui, einn eftirlýstasta hryðjuverkamann Norður-Afríku, á fimmtudagskvöldið. Hann var yfirmaður Salafist-hópsins sem var í tengslum við al-Kaída, sam- tök Osama bin Laden, samkvæmt talsmönnum hersins. Stór hluti hópsins var upprættur í bardagan- um og báru menn úr lögreglunni kennsl á lík hryðjuverkamannsins. Dauði Sahraoui er stór sigur fyr- ir ríkisstjórnina, sem reynir hvað hún getur til þess að bæla niður ís- lamska ófriðarseggi í landinu. ■ LÖGREGLUMÁL Lögreglu hefur tek- ist að bera kennsl á konuna sem fannst látin í fjöruborðinu neðan við kirkjugarðinn í Fossvogi í fyrradag og hefur ættingjum hennar verið gert aðvart. Lýst var eftir þeim í flestum fjölmiðl- um í gær þar sem ekkert fannst á konunni sem gaf til kynna hverra manna hún væri eða hvort henn- ar væri saknað. Var haft sam- band síðar við lögreglu frá stofn- un á höfuðborgarsvæðinu og til- kynnt að lýsingin gæti átt við vistmann þar. Að sögn lögreglu leikur ekki grunur á að neitt óeðlilegt hafi átt sér stað við lát konunnar. Helst er hallast að því að um slys hafi ver- ið að ræða en krufning mun leiða hið sanna í ljós eftir nokkra daga. ERILL Á ÍSAFIRÐI Erill var hjá lög- reglunni á Ísafirði í fyrrinótt. Mik- ið af fólki var í bænum og var ölv- un nokkuð mikil auk þess sem nokkrar stimpingar voru manna á milli. ANNRÍKI Á AKUREYRI Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast og sagði einn lögreglumannanna að um vasaútgáfu af verslunar- mannahelgi hefði verið að ræða. Nokkrir voru teknir grunaðir um ölvun undir stýri og allnokkrir sektaðir fyrir hraðakstur. FRÁ SLYSSTAÐNUM Vegfarandi tilkynnti um líkfundinn skömmu fyrir hádegi í fyrradag. Líkfundurinn í Fossvogi: Líklega um slys að ræða JOHN KERRY FRAMBJÓÐANDI Hipp-hopp tónlistarmenn í Bandaríkjunum hvetja unga svarta kjósendur til að nýta sér kosningarétt sinn í forsetakosningun- um í nóvember næstkomandi. IYAD ALLAWI Umkringdur öryggisvörðum á vettvangi sprengjutilræðis þar sem 35 manns létu lífið 17. júní sl. RÆTT SAMAN Í BRUSSEL Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, Romano Prodi, forseti framkvæmda- stjórnarinnar, og Antonio Vittorino, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórninni, ræða saman á fundinum í Brussel. EIRÍKUR BERGMANN Býst ekki við að breytingarnar muni leiða til aukinnar miðstýringar. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.