Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 12
12 21. júní 2004 MÁNUDAGUR Landssamband veiðifélaga: Tjón vegna slysa í laxeldi verði bætt LAXELDI Landssamband veiðifélaga lýsir þungum áhyggjum vegna þró- unar og áforma um eldi á laxi af er- lendum stofnum við strendur landsins. Þetta kemur fram í álykt- un landsfundar sambandsins. „Landssamband veiðifélaga gerir þá grundvallarkröfu að þeir sem stundi sjókvíaeldi hafi full- gildar tryggingar sem bæti allt tjón sem af eldinu kann að leiða, hvort sem það snertir umhverfið eða annað,“ segir í ályktuninni. „Fundurinn skorar á landbúnaðar- ráðherra að nýta heimildir í lögum um lax- og silungsveiði til þess að setja reglur um umfang sjókvía- eldis á hverjum stað. Íslensku laxastofnarnir eru náttúrleg auð- lind sem okkur ber skylda til að varðveita.“ Landssambandið segir að nú þegar hafi laxeldi valdið alvarlegu umhverfisslysi. „Þar má nefna það óhapp þegar 3000 laxar af norskum stofni slup- pu úr sláturkví síðastliðið sumar. Hluti af þesssum löxum hefur gengið í ár á Austurlandi. Enginn getur séð fyrir það tjón sem slíkt veldur og engan veginn er við hæfi að taka stórfellda áhættu í þessum efnum.“ ■ Saddam gæti fengið dauðarefsingu Írösk lög heimila dauðarefsingar fyrir morð og nauðganir. Formaður írösku stríðsglæpanefndarinnar vill að Saddam Hussein verði framseldur til íraskra yfirvalda. ÍRAK, AP Saddam Hussein gæti hlot- ið dauðarefsingu ef hann verður fundinn sekur um stríðsglæpi. Þetta kom fram í viðtali sem David Frost átti við Salem Chalabi, formann írösku stríðs- glæpanefndarinnar, í þætti BBC- sjónvarpsstöðvarinnar, Breakfast with Frost. Chalabi sagði að samkvæmt írökskum lögum væri heimilt að taka dæmda morðingja og nauð- gara af lífi en að heimild til slíks væri ekki í þeim lögum sem sett voru eftir innrásina. Til að lögin um dauðarefsingar taki gildi að nýju þarf hin nýja stjórn að taka ákvörðun um það með afgerandi hætti. Salem Chalabi á það erfiða verk fyrir höndum að skipuleggja og sjá um réttarhöld yfir fyrrum ráðamönnum í Írak sem grunaðir eru um stríðsglæpi. Hann sagði í viðtalinu að „ákafar viðræður“ ættu sér nú stað um framtíð Sadd- ams Hussein og að hann vonaðist eftir því að einræðisherrann fyrr- verandi og fleiri fyrrum ráða- menn í Írak yrðu framseldir til nýrra stjórnvalda eftir að þau taka við völdum í landinu þann 30. júní. Hundruð Íraka hafa undanfarið gefið sig fram til að vitna gegn fyrrum stjórnendum landsins eft- ir að ein svæðisskrifstofa var opn- uð til að taka við upplýsingum og ákærum um stríðsglæpi. Til stóð að opna fleiri slíkar skrifstofur en því var seinkað þar til hægt verð- ur að tryggja öryggi þeirra sem bera vitni. Réttarkerfið í Írak er ekki upp á marga fiska og áður en til réttarhalda kemur þarf að end- urskoða það gaumgæfilega. Chalabi segir að nýtt dómararáð hafi verið skipað sem sé óháð stjórnvöldum og að dómarar hafi verið sendir í þjálfun til Alþjóða- dómstólsins í Haag. En hann varar við óhóflegri bjartsýni og segir að réttarhöld geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt til tvö ár. Chalabi huldi ásýnd sína í viðtal- inu þar sem hann segir alla þá sem standa að uppbyggingu lýðræðis í Írak vera í hættu. ■ Íkveikja í Hafnarfirði: Steinull brennur ekki ÍKVEIKJA Kveikt var í ytri einangrun verslunarmiðstöðvarinnar Firðin- um í Hafnarfirði á fimmtudaginn. Logaði í tjörupappa og leiddi eldur- inn upp eftir klæðningunni. Í fréttum af brunanum var sagt að steinull og tjörupappi hefðu brunnið það mun ekki vera rétt. Tjörupappi er mjög eldfimur en í lagi er að nota hann í einangrun húsa ef hann er hulinn, segir Björn Karlsson brunamálastjóri en steinull brennur ekki. „Ef þú ert með kveikt á gaslampa sem þú heldur að steinull sé í getur þú fengið hana til að glóa en það kemur enginn hiti frá henni. Hún brennur ekkert og er ekki að gefa frá sér neina orku,“ segir Björn. ■ Utanríkisráðuneytið: Nýir sendi- herrar UTANRÍKISÞJÓNUSTA Um næstu mán- aðamót verður Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, skipaður sendiherra í utanríkis- þjónustu Íslands. Hann mun fyrst um sinn starfa í ráðuneytinu en hverfur til starfa erlendis síðar á árinu. Þá mun Berglind Ásgeirsdóttir flytjast úr embætti ráðuneytis- stjóra í félagsmálaráðuneytinu í embætti sendiherra í utanríkis- þjónustunni 1. september. Bergdís Ellertsdóttir verður skipuð sendiherra frá 1. september en hún var ráðin til starfa í utanrík- isþjónustunni árið 1991. ■ KERTALJÓS Í JAPAN Íbúar í Japan voru hvattir til þess að slökkva á öllum ljósum og kveikja á kert- um í tvær klukkustundir í gær til þess að spara orku. Þannig vildu yfirvöld benda fólki á að enn væri hægt að njóta kvölds- ins án aðstoðar rafmagnstækja. Athöfn var gerð úr átakinu og menn léku sér að því að setja upp kertaturna, eins og sést á þessari mynd frá Tókýó. NET LÖGÐ FYRIR ELDISLAX Tæplega 3000 kynbættir eldislaxar sluppu úr kví í Neskaupstaðarhöfn síðasta sumar. Landssamband veiðifélaga segja það hafa verið alvarlegt umhverfisslys. TÓMAS INGI OLRICH verður sendiherra. SLÖKKVILIÐIÐ AÐ STÖRFUM Á þjóðhátíðardaginn var kveikt í við versl- unarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði. Rífa þurfti klæðningu af afturhluta hússins til að fjarlægja tjörupappa sem eldur barst í. SADDAM HUSSEIN Framtíð hans er óljós en ef hann verður framseldur til stjórnvalda í Írak gæti hann hlotið dauðadóm.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.