Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 27
„Frá upphafi var stefnt að því að fá ekki bara stór nöfn til að koma hing- að, heldur að laða fram alvöru verk frá þeim,“ segir Hannes Lárusson, sýningarstjóri myndlistarsýningar- innar Fantasy Island, sem opnuð var í Hallormsstaðarskógi og á Eið- um um helgina. „Niðurstaðan varð líka sú að þeir eru allir að gera hér ný verk sem eru metnaðarfull út frá þeirra ferli.“ Sýnendurnir eru ekki af verri endanum. Frá Bandaríkjunum koma þeir Paul McCarthy og Jason Rhoades, frá Hollandi Atalier van Lieshout, frá Svíþjóð Elin Wikström, og frá Íslandi þau Þor- valdur Þorsteinsson, Hannes Lárus- son, Björn Roth og Katrín Sigurðar- dóttir. Erlendu listamennirnir eru allir meðal þekktustu listamanna sam- tímans. Bandaríkjamennirnir Rhoades og McCarthy vöktu til dæmis mikla athygli á elleftu Dokumenta sýning- unni í Kassel í Þýskalandi fyrir tveimur árum, þegar þeir bjuggu til listaverk sem þeir nefndu Skíta- tappa, eða Shit Plug. Tappinn var gerður úr saur sýningargesta, jafnt virtra gagnrýnenda og listamanna sem annarra gesta, og hafði saurn- um verið safnað saman af mikilli samviskusemi á salernum sýningar- svæðisins. Á Eiðum hafa þeir Rhoades og McCarthy hins vegar komið upp stærðarinnar byggingu, sem er ná- kvæm eftirlíking af bandarísku verslunarmiðstöðinni Macy’s. „Þetta er 55 metra löng og sex metra há bygging,“ segir Hekla Dögg Jónsdóttir, sem hefur verið aðstoðarmaður Jasons Rhoades í fimm ár og er framkvæmdastjóri sýningarinnar fyrir austan. „Þetta er byggt eftir uppruna- lega módelinu af byggingu Macy’s í Bandaríkjunum.“ Þeir Rhoades og McCarthy verða staddir í Reykjavík í dag þegar opn- uð verður sýning á verkum þeirra í galleríinu Kling og Bang á Lauga- veginum. Sú sýning nefnist Sheep Plug, og þar verður að finna skúlptúra sem gerðir eru úr tólg, vítissóda og ull. „Þetta er í rauninni allt búið til úr sápu,“ segir Hekla Dögg, sem hefur unnið að gerð skúlptúranna ásamt Helga Erni Péturssyni og fleiri listamönnum á Klink og Bank. „Við þurftum að leggjast í heil- mikla þróunarvinnu. Við hringdum í gamlar frænkur og lásum okkur til á netinu um hvernig sápa er búin til.“ Hekla Dögg segir verk þeirra Rhoades og McCarthys á Eiðum og í Kling og Bang vera nátengd. „Á Eiðum hafa þeir sett upp verslunarmiðstöð, en í Reykjavík höfum við verið að framleiða varn- ing sem við setjum upp í Kling og Bang í nýjum sal á neðri hæðinni. Þar opnum við í raun og veru búð, þar sem Boltamaðurinn var áður. Þetta er allt saman tengt þessum neysluhugsunarhætti, en þeir brengla það allt saman viljandi, kannski til að varpa fram spurning- um.“ Heilmikil uppákoma verður í dag í kringum sýningaropnunina í Kling og Bang. Farið verður í skrúð- göngu frá Klink og Bank við Hlemm, þar sem skúlptúrarnir voru framleiddir, niður í Kling og Bang á Laugaveginum þar sem þeir verða til sýnis. „Við ætlum að gera þetta alveg eins og skrúðgöngur eiga að vera, með stæl og mikilli gleði. Þarna verða álfar með í för og lest fyrir börnin, og allt verður þetta í lög- reglufylgd.“ ■ 27MÁNUDAGUR 21. júní 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is SÝND kl. 6, 8 og 10.10 KILL BILL kl. 5.30, 8 og 10.50 B.i. 16JERSEY GIRL kl. 5.50, 8 og 10.10 BUTTERFLY EFFECT kl. 10LAWS OF ATTRACTION kl. 6, 8 og 10TROY kl. 7 og 10 B.I. 14 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 5.50, 8.30 og 10.20 SÝND kl. 6 og 8 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. SÝND kl. 6 og 9 M/ENSKU TALI Frábær grínmynd frá leikstjóra Legally Blonde. HHHH "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH H.L. Mbl. HHH Kvikmyndir.com HHH Kvikmyndir.is HHH H.L. MBL ...hreinn gullmoli ...Brilljant mynd. Þ.Þ. FBL HHH1/2 kvikmyndir.is Þær eru illgjarnar. Hún er ný. Og fljótlega fær hún alveg nóg af þeim. Frá framleiðanda Spiderman ■ MYNDLIST     '*( %           !"# $% &'(                  !" !  )' !"# $% &'( #$ %   &' '        !"                                 G O T T F Ó LK M cC A N N · 2 6 4 8 3 Mig vantar eitthvað gott við ofnæmi. Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadin sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af lóritíni er tekin daglega. Börnum 2-14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja lyfinu. Dags. 16.05.00. T ilb o ð in g ild a ti l 1 .7 . 2 00 4 20% afsláttur 533 1225 Rósavendir 500 kr. (í ábyrgð) ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Sænski kammerkórinn Cant- ando heldur tónleika í Hjallakirkju í Kópavogi ásamt þeim Jakobi Petrén píanóleikara og Ingibjörgu Guðlaugsdóttur básúnuleikara.Skrúðganga niður Laugaveginn HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 18 19 20 21 22 23 24 mánudagur JÚNÍ DORRIT MOUSSAIEFF Forsetafrúin opnaði Fantasy Island í Trjá- safninu í Hallormsstaðarskógi á laugardag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.