Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 21
KÖRFUBOLTI Forráðamenn Los Ang- eles Lakers hafa sett sig í sam- band við Rudy Tomjanovich, fyrr- um þjálfara Houston Rockets, í þeirri von að hann taki við þjálfun liðsins af Phil Jackson, sem lét af störfum á föstudag. „Ég get staðfest það að for- ráðamenn Lakers eru búnir að hafa samband við mig og ég er áhugasamur og mun eiga í frekari viðræðum við þá á næstu dögum.“ Tomjanovich er enn samnings- bundinn Rockets þrátt fyrir að hafa hætt þjálfun liðsins fyrir einu ári síðan en þá þurfti hann að gangast undir aðgerð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Hann hefur nú náð sér að fullu en hafði ekki í hyggju að snúa aftur í þjálfunina alveg á næstunni. Áhugi Lakers kveikti þó hjá hon- um neistann og hefur Tomja- novich fengið leyfi frá forráða- mönnum Rockets til að ræða við forráðamenn Lakers. Tomjanovich leiddi Houston Rockets til tveggja NBA meist- aratitla, árin 1994 og 1995, og eru það einu meistaratitlar félagsins hingað til. Tomjanovich var einnig nokkuð góður leikmaður og lék hann með Rockets og liðið komst einu sinni í lokaúrslitin, árið 1981, en þá beið Houston lægri hlut gegn Boston Celtics, 4-2. Annars er staðan hjá Lakers nokkuð óljós þessa stundina – lið- ið er í sárum eftir að hafa tapað óvænt fyrir Detroit Pistons í loka- úrslitunum. Shaquille O’Neal vill fara frá liðinu og þá er staða Kobe Bryant, innan vallar sem utan, á reiki. Þó er brotthvarf Jacksons talið auka líkurnar á að hann verði áfram hjá Lakers en þeir voru víst litlir mátar undir það síðasta. ■ MÁNUDAGUR 21. júní 2004 Sven-Göran Eriksson byrjaður að undirbúa leikinn gegn Króatíu: Tek Owen ekki út úr liðinu EM Í PORTÚGAL Sven-Göran Eriks- son segist ekki ætla að taka Michael Owen úr byrjunarliði enska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Króötum í kvöld. Owen hefur ekki náð sér á strik í fyrstu tveimur leikjum Englands í keppninni og vilja stuðningsmenn enska liðsins fá Darius Vassell inn í liðið, en hann hefur verið mjög frískur eftir að hafa komið inn á í leikjunum. En Eriksson ætlar ekki að bogna. „Þetta er ekki leikurinn þar sem rétt er að hvíla lykilmenn. En með þessu er ég ekki að segja að Owen sé með áskrift að byrjunar- liðinu. Það er enginn. Í stöðu sem þessari verður hann bara að fá að spila og hann mun fara í gang,“ segir Eriksson og virðist hafa fulla trú á samvinnu Owen og Wayne Rooney á framlínunni. David Beckham, fyrirliði liðsins, segir að leikmennirnir megi alls ekki vanmeta króatíska liðið. „Það er mjög mikilvægt að við höldum dampi allan leikinn og gefum Króötum aldrei frið. Það er rétt að okkur nægir aðeins jafn- tefli, en við megum ekki spila leikinn með því hugarfari. Við mætum til leiks til að vinna,“ segir Beckham. ■ DRÆM FRAMMISTAÐA Michael Owen hefur ekki gert góða hluti það sem af er EM. FÓTBOLTI Fylkir stendur ágætlega að vígi eftir fyrri leikinn gegn belgíska úrvalsdeildarliðinu Gent í fyrstu umferð Intertoto-keppn- innar í knattspyrnu. Finnur Kol- beinsson skoraði úr vítaspyrnu fyrir Fylki í síðari hálfleik og gæti það útimark reynst dýrmætt þegar upp er staðið. Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis, var hæstánægður með leik sinna manna og kenndi klaufaskap um tapið. „Þetta var okkar besti leikur á tímabilinu og við vorum mun betri aðilinn í leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik. Við vorum einfaldlega klaufar að nýta ekki færin,“ sagði Þorlákur. Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en í þeim síðari komu þrjú mörk, öll úr vítaspyrnum. Gent komst yfir snemma í hálfleiknum, en Finnur jafnaði eftir að brotið hafði verið á Björgólfi Takefusa, sem skömmu áður hafði komið inn á sem vara- maður. Valur Fannar Gíslason varð síðan fyrir því óláni að fá boltann í höndina innan teigs á lokamínútu leiksins, og skoraði Gent úr vítinu sem dæmt var í kjölfarið. „Það var ekkert við þessu seinna víti að gera en það fyrra var algjör gjöf, og má segja að dómarinn hafi nú verið Belgunum afskaplega þægilegur allan leik- inn. En við náðum að halda bolt- anum mjög vel innan leiksins og pressuðum á þá allan leikinn,“ segir Þorlákur en hann gerði nokkrar breytingar á sínu liði, setti meðal annars Guðna Rúnar Helgason á miðjuna við hlið Ólafs Stígssonar. Þorlákur telur lið sitt eiga fína möguleika á að komast áfram. „Þetta er alveg 50/50 held ég. Ég hélt að þeir væru sterkari og mér fannst þeir klárlega van- meta okkur. En þeir eru nýbyrjað- ir að æfa og verða án efa sterkari í seinni leiknum. En okkur nægir 1–0 sigur og við höfum skorað í öllum leikjum okkar í ár svo að þetta lítur alveg ágætlega út,“ segir Þorlákur. Leikurinn fór fram við bestu mögulegu aðstæður og mættu tæplega 5.000 manns á völlinn. ■ Fín staða Fylkis ÞORLÁKUR ÁRNASON Var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í Belgíu. Fylkismenn voru óheppnir að tapa fyrir belgíska liðinu Gent í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í gær. Fylkir var sterkari aðilinn allan leikinn en Gent skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á síðustu mínútu. Eftirmanns Phils Jackson leitað: Lakers ræða við Rudy RUDY TOMJANOVICH Er á leið til Los Angeles Lakers.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.