Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 21. júní 2004 Fullt verð kr. 36,600 Tilboðsverð kr. 29,900 Vöðlur, skór, sandhlíf og belti. Simms Freestone öndunarvöðlu sett Mörkinni 6, s. 568 7090 Skotlínur frá Scierra fyrir þá sem vilja ná lengra Leynivopn vikunnar er Blue Boy Höfundur: Einar Páll Garðarsson Fylgstu með leynivopni vikunnar á mánudögum. Skothausar og heilar skotlínur frá Scierra sem eru hannaðar af Henrik Mortensen og Hywel Morgan hafa slegið í gegn enda magnaðar línur á góðu verði. Skothausar aðeins 4.890, heilar skotlínur aðeins 5.890.- Gerðu verðsamanburð, fáðu þér góða skotlínu á sanngjörnu verði og náðu lengra. Byrjendur ná fyrr góðum tökum á fluguköstum með skotlínum frá Scierra. Veiðihornið Hafnarstræti 5 sími 551 6760 Veiðihornið Síðumúla 8 sími 568 8410 „Við fengum 10 silunga og það er í góðu lagi, stærsti fiskurinn var um 3 pund, urriði,“ sagði Þráinn Traustason. Hann var við veiðar á silungasvæðinu í Víðidalsá í Húnavatnssýslu fyrir fáum dög- um, en veiðin hafði aðeins staðið yfir í fáa daga á svæðinu þegar Þráinn var þar að veiða. Með Þráni á stöng var Egill Karlsson. „Það er gaman að veiða hérna á svæðinu, við höfum veitt hérna áður, bleikjan og urriðinn eru greinilega að mæta þessa dag- ana,“ sagði Þráinn og hélt áfram að kasta fyrir bleikjurnar og urr- iðana. Egill var aðeins neðar á vatnasvæðinu og var að landa vænum urriða. Veiðimenn hafa barið silunga- svæðið í Miðfjarðará síðustu daga og eitthvað hafa menn verið að tína upp af fiski. Miklar fram- kvæmdir hafa staðið yfir við Flóðvang, hús Veiðifélags Vatns- dalsár, í vetur og er þeim fram- kvæmdum lokið, enda hófst lax- veiðin í gær í ánni. Húsið hefur allt verið tekið í gegn en það var Magnús H. Ólafsson arkitekt á Akranesi sem hannaði þessar endurbætur á húsinu. Verktaki var Stígandi á Blönduósi. „Silungsveiðin hófst 7. maí og hefur hún gengið vel, en veitt er á tíu stangir á silungasvæðinu,“ sagði Magnús Ólafsson á Sveins- stöðum, formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Þeir sem hafa séð húsið eftir framkvæmdir segja það glæsi- legt og eitt það flottasta á land- inu. Veiðimenn sem voru á sil- ungasvæðinu í Vatnsdalsá fyrir skömmu fengu nokkra silunga, einn og einn var vænn. Bleikjan er greinilega að mæta, en margir hafa áhyggjur að hún skili sér ekki eins og fyrir ári síðan, en þær áhyggjur eiga vonandi ekki við rök að styðjast. Fátt er skemmtilegra en að veiða vænar bleikjur, nýkomnar úr sjó. ■ EGILL KARLSSON Með fallega bleikju sem hann veiddi á silungasvæðinu í Víðidalsá fyrir fáum dögum. VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Fengu tíu góða fiska á sil- ungasvæðinu í Víðidalsá FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G .B EN D ER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.