Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 18
„Þeir drápu einn negra, einn gyðing og hvítan mann. Ég lét þá fá það sem mér þótti þeir eiga skilið,“ sagði bandaríski dómar- inn William Cox að loknum rétt- arhöldum yfir átján meðlimum Ku Klux Klan-samtakanna, sem kærðir voru fyrir morð á þrem- ur baráttumönnum fyrir mann- réttindum. Sjö mannanna hlutu þriggja til tíu ára fangelsi. Átta voru sýknaðir en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli þriggja sakborninga. Hinir myrtu hétu Michael Schwerner, Andrew Goodman og James Chaney. Þeir Schwerner og Goodman voru frá New York, allir meðlimir í mannréttinda- samtökunum CORE, og höfðu gert sér ferð til Mississippi til þess að skipuleggja baráttu svartra fyrir réttindum sínum. Chaney var heimamaður í Mississippi sem hafði gengið til liðs við samtökin CORE og vann með þeim Schwerner og Good- man. Það gerðist síðan þann 21. júní árið 1964, eða fyrir réttum 40 árum, að þeir Schwerner, Goodman og Cheney hurfu spor- laust. Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf þegar í stað rannsókn á málinu og vakti þetta mikla at- hygli í Bandaríkjunum. Síðar var gerð um þessa atburði bíó- myndin Mississippi Burning. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1788 Stjórnarskrá Bandaríkjanna gengur í gildi. 1963 Charles de Gaulle, forseti Frakk- lands, tekur ákvörðun um að draga franska sjóherinn út úr NATO. 1963 Giovanni Battista Montini kar- dináli er valinn til þess að taka við af Jóhannesi 23. páfa. Nýi páfinn tekur sér nafnið Páll sjötti. 1977 Menachem Begin verður forsæt- isráðherra Ísraels. 1982 Dómstóll í Bandaríkjunum kemst að þeirri niðurstöðu að John W. Hinkley, sem reynt hafði að ráða Ronald Reagan Bandaríkjaforseta af dögum, geti ekki talist sakhæf- ur vegna geðsjúkdóms. 1985 Vísindamenn komast að þeirri niðurstöðu að hauskúpa, sem fannst í Brasilíu, sé af þýska stríðsglæpamanninum Josef Mengele. 1989 Hæstiréttur Bandaríkjanna kemst að þeirri niðurstöðu að stjórnar- skrá landsins gefi mönnum óskoraðan rétt til þess að brenna bandaríska fánann í mót- mælaskyni. KU KLUX KLAN ÁRIÐ 1964 Á þessum tíma voru þeldökkir farnir að þora að standa uppi í hárinu á Ku Klux Klan í Bandaríkjunum, eins og sjá má á þessari mynd. Morð í Mississippi Norsku konungshjónin vígðu á dögunum stórbygginguna Nor- veg sem hönnuð er af Guðmundi Jónssyni arkitekt. Húsið mun í framtíðinni hýsa sjóminjasafn, veitingahús og skrifstofur en það er staðsett í Rörvík í Norður- Þrændalögum í Noregi. Opnun byggingarinnar vakti mikla at- hygli í Noregi og var meðal ann- ars sjónvarpað frá athöfninni og fjallað hefur verið um hönnun Guðmundar en henni er lýst sem frumlegri og sérstæðri. Það var árið 2001 sem Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra landsins, sökkti hornsteini að byggingunni í sjó við Rörvík en í kjölfarið hófust fram- kvæmdir við húsið. Þetta er ekki eina byggingin eftir Guðmund sem stendur á þessu svæði því símafyrirtækið Telenor fékk Guðmund einnig til að hanna byggingu þarna í nágrenninu sem nefndist Systurskipið. Nor- veg er stærðarinnar bygging sem er eiginlega hús í skipslíki. Guðmundur hefur einnig tekið að sér það verk að endurskipu- leggja miðbæ Rörvíkur en þar á að reisa verslunarmiðstöð og hótel. Þessi mikla uppbygging á svæðinu hefur vakið athygli í Noregi og var skrifað í Aften- posten að þessi aðferð væri ein leið sjávarplássa út úr efnahags- vandanum sem fylgir samdrætti í sjávarútvegi. ■ Hús í skipslíki ÍSLENSKUR ARKITEKTÚR Guðmundur Jónsson arkitekt teiknaði húsið sem vígt var á dögunum. 18 21. júní 2004 MÁNUDAGUR ■ AFMÆLI ■ JARÐARFARIR ■ ANDLÁT VILHJÁLMUR PRINS Sonur Karls ríkisarfa og Díönu, heitinnar prinsessu er 22 ára. 21. JÚNÍ Huldar Breiðfjörð rithöfundur er 32 ára. Guðmundur A. Guðmundsson, bifreið- arstjóri, lést 10. júní. Unnur Jóhannsdóttir, Reykhóli, Skeið- um, lést 16. júní. Aðalsteinn Hjálmarsson, Laugarásvegi 7, lést 17. júní. Finnbogi Júlíusson, blikksmíðameistari, lést 18. júní. 13.30 Bergljót Lára Rútsdóttir lést á heimili sínu í Bandaríkjunum þann 29. desember 2003. Kveðjuathöfn verður haldin í Foss- vogskapellu í dag. 13.30 Geirlaug J.F. Guðmundsdóttir, Dalbraut 27, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. „Þetta er þrítugasta árið sem sumartónleikarnir eru haldir í Skálholtskirkju. Ég byrjaði með hátíðina er ég var nýkomin heim úr námi og hafði ekki komið í Skálholt frá því að ég var ungling- ur. Ég hreifst af staðnum og sá að hann var kjörinn fyrir tónlistar- starfsemi á sumrin,“ segir Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Upphaflega stóð hátíðin yfir í fjórar vikur og segir Helga um- fangið hafa verið aðeins minna. „Fyrstu árin vorum við fjögur til fimm sem fluttum tónlistina en við bjuggum í Skálholti allt tíma- bilið og æfðum okkur milli tón- leikanna sem voru um helgar.“ Nú hefur hátíðin stækkað og dafnað en hljóðfæraleikarar eru orðnir á sjötta tug og áheyrendur á fjórða þúsund síðustu ár. „Barokktónlist- in var ríkjandi fyrstu árin en sein- na bættist við nútímatónlist og samvera við íslensk tónskáld,“ segir Helga og bætir því við að ákveðinn tíma hafi tekið að festa hátíðina í sessi og auka aðsóknina. Helga segir góðan tímapunkt að segja skilið við hátíðina núna eftir þrjátíu ára starf. „Það er öll- um orðið ljóst að Skálholt er kjör- inn staður fyrir tónlistarstarf- semi og ég á góða von á að hátíðin haldist í sama farvegi. Það líka eðlilegt að þreytist eftir 30 ára starf en hátíðin er í miklum blóma núna og jafnvel á sínum há- punkti.“ Helga segist þó ekki al- veg ætla að hverfa frá Skálholti og lofar því að hún muni verða sýnileg á sumartónleikunum næstu árin. Hátíðin í ár spannar líkt og undanfarin ár fimm helgar og verður annars vegar flutt barokktónlist og hins vegar ný verk. „Fjórum helgum verður jafnt skipt milli nútíma- og barokktónlistar en sú fimmta verður alfarið tileinkuð barokk- tónlistinni.“ Í sumar verða fjögur staðar- tónskáld og er heil dagskrá til- einkuð hverju tónskáldi um sig. Ávallt eru frumflutt verk eftir staðartónskáldin en þau eru í ár Hildigunnur Rúnarsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Jón Nordal og John Tavener. Flytjendur eru jafnt íslenskir tónlistarmenn sem erlendir. Opnunarhátíð verður næsta laugardag og eru þrennir tónleik- ar þann dag. Á tónleikunum sem hefjast klukkan 14 verður frum- flutt nýtt verk eftir Jón Nordal, „Gamla klukka í jörðu“. Allir eru velkomnir á tónleikana og er að- gangur ókeypis. ■ SUMARTÓNLEIKAR HELGA INGÓLFSDÓTTIR ■ segir nú skilið við Skálholtshátíðina eftir 30 ára starf. Hún segir góða tilfinn- ingu fylgja því að skilja við hátíðina núna enda standi hún í miklum blóma. ARKITEKTÚR STÓRHÝSIÐ NORVEG ■ hönnun Guðmundar Jónssonar, var nýlega vígt í Noregi. Húsið hefur fengið mikla athygli enda hönnunin frumleg og sérstæð. 21. JÚNÍ 1964 MANNSHVÖRF Í MISSISSIPPI ■ Þrír baráttumenn fyrir réttindum svar- tra voru myrtir þennan dag af Ku Klux Klan meðlimum í Mississippi. HELGA INGÓLFSDÓTTIR Hún hefur staðið að sumartónleikum í Skálholti undanfarin 30 ár en segir nú skilið við hátíðina. JEAN-PAUL SARTRE Franski rithöfundurinn og tilvistarheimspekingurinn fæddist á þessum degi árið 1905. Skilur við hátíðina í blóma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.