Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 20
20 21. júní 2004 MÁNUDAGUR Mikilvægur leikur KR og Fram í Landsbankadeild karla í Frostaskjóli í kvöld: Að duga eða drepast fyrir bæði lið FÓTBOLTI Reykjavíkurliðin KR og Fram mætast í kvöld í fyrsta leik sjöundu umferðar Landsbanka- deildar karla í knattspyrnu á KR- vellinum. Þessi leikur er gífur- lega mikilvægur fyrir bæði lið því úrslitin í honum geta gefið tóninn fyrir framhaldið á mótinu. KR-ingar verða nauðsynlega að vinna leikinn ætli þeir sér að vera með í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn. Þeir eru nú sex stigum á eftir Fylkismönnum, hafa spilað illa það sem af er og það er ekki tilhugsun sem hugnast Vesturbæingum að vera í slíkri fjarlægð frá toppnum þegar sjö umferðir eru búnar. KR-ingar hafa verið andlausir og máttlitlir, sérstaklega í sóknaraðgerðum sínum þar sem eini ljósi punktur- inn hefur verið frammistaða hins sautján ára gamla Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það þurfa fleiri leikmenn að fara að ranka við sér ætli KR-ingar að gera eitt- hvað en það verður þó að líta á að mótstaðan gæti verið meiri – lið Fram hefur ekki unnið leik síðan í 1. umferð. Framarar þurfa hins vegar að gera það upp við sig hvort þeir ætli að vera í botnbaráttunni enn eitt árið eða rífa sig upp. Fyrsti leikur lofaði góðu en síðan hefur verið hálfgerð frumsýningar- þynnka í Safamýrinni, nokkuð sem hefur gert það að verkum að liðið hefur á löngum köflum litið út eins og botnbaráttulið undanfarinna fimm ára. Deildin er hins vegar jöfn og stutt í miðja deild en það verður erfiðara og erfiðara fyrir Framara að rífa sig upp eftir því sem setan í fallsæti verður lengri. Leikurinn byrjar kl. 21 og því ætti Evrópumótið ekki að aftra því að fólk fjölmenni á völlinn. Fyrst að fylgjast með gangi mála hjá Englandi og Króatíu og svo að drífa sig á KR-völlinn.                                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ ■ ÞAÐ SEM SKIPTI MÁLI ÞÓR/KA/KS–ÍBV 1–1 1–0 Laufey Björnsdóttir 45. 1–1 Elín Anna Steinarsdóttir 90. BEST Á VELLINUM Sandra Sigurðardóttir KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 1–20 (1–10) Horn 1–13 Aukaspyrnur fengnar 6–11 Rangstöður 1–8 Gul spjöld (rauð) 1–1 FRÁBÆRAR Sandra Sigurðardóttir KR MJÖG GÓÐAR Áslaug Baldvinssdóttir Þór/KA/KS Þóra Pétursdóttir Þór/KA/KA Margrét G. Vigfúsdóttir Þór/KA/KS GÓÐAR Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS María Guðjónsdóttir ÍBV Michelle Barr ÍBV Þór/KA/KS náði óvæntu jafntefli gegn Eyjastúlkum: 100% nýting FÓTBOLTI Eyjastúlkur riðu ekki feit- um hesti frá Akureyri þegar þær mættu Þór/KA/KS í gær. Heima- stúlkur komust yfir í lok fyrri hálfleiks með marki Laufeyjar Björnsdóttur og héldu því þar til 93 mínútur voru komnar á vallar- klukkuna en þá jafnaði Elín Anna Steinarsdóttir eftir góða auka- spyrnu frá Olgu Færseth við vítateigslínuna. Búast mátti við léttum leik hjá ÍBV en svo virðist sem Eyjastúlkur hafi verið búnar að vinna leikinn fyrirfram því lítið gekk upp hjá þeim í leiknum. Þær urðu svo fyrir miklu áfalli á 31. mínútu þegar þær misstu Margréti Láru Viðarsdóttur út af meidda eftir tæklingu frá Margréti G. Vigfúsdóttur. Eyja- stúlkur vildu fá rautt spjald fyrir brotið, sem virtist frá áhorf- endastúkunni vera mjög gróft brot aftan frá auk þess sem Margrét Lára var sloppin inn fyrir. Vörn Þór/KA/KS átti mjög góðan leik og á hrós skilið fyrir leikinn. Eyjastúlkur náðu ekki að nýta þau færi sem þær fengu og sáu menn ekki þann bolta sem þær eru vanar að spila. „Þetta gekk vel hjá okkur og við spiluðum mjög vel í leiknum. Við erum með ungt lið og liðs- andinn er góður. Við erum að slípa okkur saman og þetta er allt að koma,“ sagði markvörðurinn og hetjan Sandra Sigurðardóttir. ■ FÆR ENGAN FRIÐ Margrét Lára Viðarsdóttir var borin af leikvelli í fyrri hálfleik meidd á ökkla. ÁGÚST GYLFASON Fór frá Frömurum í vetur og gekk til liðs við Íslandsmeistara KR. Ivica Olic féll á lyfjaprófi: Slapp með skrekkinn EM Í FÓTBOLTA Króatíski landsliðs- framherjinn Ivica Olic féll á lyfja- prófi sem hann var látinn taka eft- ir 2-2 jafnteflisleikinn frábæra gegn Frökkum á dögunum. Þrátt fyrir það var hann ekki dæmdur í leikbann þar sem brotið var ekki talið sérlega alvarlegt. Olic meiddist í æfingaleik gegn Dönum í byrjun mánaðarins og fékk þá verkjalyf hjá læknum liðsins en það gleymdist að geta þess þegar hann fór í lyfjaprófið. Nefnd á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki Olic að kenna og króatíska knattspyrnusambandið slapp með 4.335 punda sekt. Olic verður því með í leiknum mikilvæga gegn Englendingum. ■ UNGT LIÐ ÞÓR/KA/KS Meðalaldur liðanna tveggja á Akureyri í gær var heldur ólíkur því hjá Þór/KA/KS var hann 18,18 ár en hjá Eyjastúlkum 23,63 ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.