Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 24
Borgarráð samþykkti á fundi sín-
um sl. þriðjudag tillögu um stofn-
un svokallaðra þjónustumiðstöðva
í hverfum borgarinnar. Tillagan
gerir ráð fyrir að nánast öll starf-
semi Félagsþjónustunnar verði
bútuð niður í fimm einingar með
fimm nýjum stjórnendum án þess
að minnsta tilraun hafi verið gerð
til að sýna fram á að þjónustan við
borgarbúa batni. Auk þess er gert
ráð fyrir að hluti af æskulýðssviði
Íþrótta- og tómstundaráðs verði
færður frá ÍTR yfir til þjónustu-
miðstöðvanna. Þeir starfsþættir,
sem flytja á frá Félagsþjónust-
unni og ÍTR verða í meginatriðum
áfram á núverandi stað í viðkom-
andi hverfum og því ranghermi að
segja að verið sé að stofna þjón-
ustumiðstöðvar. Ekki liggja fyrir
neinar upplýsingar um að hið nýja
kerfi hafi í för með sér meiri skil-
virkni, hagræðingu eða betri
þjónustu fyrir borgarbúa eins og
haldið er fram. Miklu fremur
bendir allt til þess að umfang og
kostnaður stjórnsýslunnar aukist
verulega og verði flóknari.
Nú þegar hafa þessar tillögur
og vinnubrögðin við undirbúning
að framkvæmd þeirra skapað
óvissu og óöryggi meðal borgar-
starfsmanna og ef fer fram sem
horfir er ekki hægt að útiloka at-
gervisflótta hæfra starfsmanna
frá borginni. R-listinn stefnir að
því að keyra þessar tillögur í gegn
í einni umræðu á fundi borgar-
stjórnar í dag í lítilli eða engri sátt
við borgarstarfsmenn, stéttar-
félög borgarstarfsmanna eða aðra
hagsmunaaðila málsins.
Lokatillaga stjórnkerfisnefnd-
ar, sem hefur unnið að málinu, var
ekki kynnt fyrir nefndum og ráð-
um borgarinnar og lítið sem ekk-
ert samráð var haft við starfs-
menn þeirra stofnana sem hlut
eiga að máli en mörg hundruð
þeirra eiga að flytjast yfir til þjón-
ustumiðstöðvanna, m.a. um 460
starfsmenn Félagsþjónustunnar í
Reykjavík. Síðastliðinn sunnudag
óskaði Guðrún Ebba Ólafsdóttir,
fulltrúi sjálfstæðismanna í félags-
málaráði eftir fundi í ráðinu
mánudaginn 21. júní til að fjalla
um þetta mál en því var hafnað.
Miklar deilur hafa átt sér stað
innan R-listans um þessar tillögur
að stofnun þjónustumiðstöðva.
Helgi Hjörvar, fyrrverandi for-
seti borgarstjórnar og varaborg-
arfulltrúi R-listans lýsti því yfir
nýlega í fjölmiðlum að lítil klíka
stjórnaði í Ráðhúsinu. Það kemur
heim og saman við þá staðreynd
að mestallri vinnu og tillögugerð
síðastliðna mánuði um stofnun
þjónustumiðstöðva var stjórnað
af fámennum hópi starfsmanna
Ráðhússins undir forystu Dags B.
Eggertssonar, formanns stjórn-
kerfisnefndar.
Niðurstaða meirihluta stjórn-
kerfisnefndar varð að lokum sú að
færa nánast alla starfsþætti Fé-
lagsþjónustunnar og æskulýðs-
sviðs Íþrótta- og tómstundaráðs
inn í þessar svokölluðu þjónustu-
miðstöðvar. Anna Kristinsdóttir,
formaður ÍTR sætti sig ekki við
þessa niðurstöðu og lagðist hart
gegn því að góðu þjónustukerfi
ÍTR yrði splundrað með þeim
hætti. Eftir mikið samningaþóf
innan R-listans var hætt við þessi
áform og eftir sitja eingöngu
Félagsþjónustan og u.þ.b. 40
stöðugildi starfsmanna leikskóla,
fræðslumiðstöðvar og ÍTR auk
framkvæmdastjóra miðborgar-
innar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins telja að með samþykkt
tillögu um stofnun þjónustumið-
stöðva sé án skýrra markmiða
verið að splundra þeim þætti í
þjónustu og stjórnsýslu borgar-
innar, sem hefur verið fram-
kvæmdur með ágætum hætti þótt
ætíð megi finna ákveðin atriði
sem betur geta farið. Engin við-
hlítandi rök hafa verið færð fyrir
því að þjónustan við borgarbúa
verði betri. Miklu fremur má
halda því fram að framkvæmd
þessarar tillögu feli í sér flóknari
og erfiðari stjórnsýslu þar sem
fundarhöld og skýrslugerðir milli
þjónustumiðstöðva og einstakra
stofnana og fagnefnda verða
mikil og flókin.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hafa hvatt til þess að
komið verði upp símaveri borgar-
innar til að auðvelda borgarbúum
aðgengi að borgarstofnunum í leit
þeirra að upplýsingum og af-
greiðslu erinda um margvíslega
þætti. Nú hefur verið samþykkt
að byggja upp símaver og enn-
fremur ákveðið að efla rafræna
stjórnsýslu borgarinnar í þeim til-
gangi að gera öll samskipti borg-
arbúa við stjórnsýslu borgarinnar
einfaldari og skilvirkari. Þessi
góðu mál falla þó vissulega í
skuggann af þeim klúðurslegu til-
lögum og vinnubrögðum varðandi
stofnun þjónustumiðstöðvanna.
Þau eru ekki í anda „samræðu-
stjórnmálanna“ eða þeirra lýð-
ræðislegu vinnubragða sem for-
ystumönnum R-listans er svo tíð-
rætt um. ■
Ég hef verið að fylgjast með kosn-
ingabaráttu forsetaframbjóðenda
og undrast mjög hvernig fjölmiðl-
ar gera upp á milli frambjóðenda.
Hvernig á þjóðin að geta kynnst
frambjóðendum þegar hún fær
varla að heyra í þeim?
Forseti Íslands, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson, treystir sér
ekki til að mæta í þá fáu umræðu-
þætti sem eru í boði fyrir fram-
bjóðendur vegna anna, enda hef
ég sjaldan séð jafn mikið af hon-
um. Er það tilviljun hversu mörg-
um virðulegum skylduverkefnum
hann hefur að gegna þessa dagana
eða er þetta kosningabaráttan
hans? Af hverju er hann yfir það
hafinn að svara spurningum kjós-
enda?
Svo er það Baldur sem veit ég
ekkert um enda varla séð til hans.
Ég veit að slagorðið hans er
„Baldur á Bessastaði“ en veit ekki
til hvers eða hvað hann stendur
fyrir. Svo er það Ástþór sem allir
þekkja. Eða telja sig þekkja.
Þannig sá ég það einnig fyrir
þessa kosningabaráttu. Mundi
bara eftir honum í jólasveinabún-
ingi eða með tómatsósu framan á
sér. Svo fór ég að hlusta líka, ekki
bara dæma af áður gerðum at-
höfnum og komst að því að Ástþór
er eini frambjóðandinn með hug-
sjón. Friðarmál virðast vera hans
ástríða, hann vinnur að þeim af
heilum hug og fyrir það verð ég
að virða hann.
Baráttan er líka líflegri og
skemmtilegri með hann innan-
borðs. Hann lætur í sér heyra því
hann sættir sig ekki við að vera
sópað út í horn af því það hentar
ekki öllum (sem hafa fjölmiðla-
vald) að hann tali. Ef hann fengi
að tala óáreittur og fengi sann-
gjarna meðferð fjölmiðla þyrfti
hann ekki að eyða helmingnum af
tímanum í að réttlæta sig heldur
gæti talað um ástæðurnar fyrir
því að hann stendur í þessu.
Gerir almenningur sér grein
fyrir því að Ástþór starfar með
virtustu mönnum á sviði friðar í
Evrópu? Mönnum sem starfa fyr-
ir SÞ og eru mikils metnir þar og
gera þar með verkefni hans í þágu
friðar raunhæft? Svo koma þeir
hingað til lands og tala fyrir dauf-
um eyrum vegna þess að fjölmiðl-
ar hafa ekki áhuga á að sinna
þessu af því þeir eru hér á vegum
Ástþórs. Ég er hrædd um að mót-
tökurnar og athygli fjölmiðla
hefði verið meiri ef þeir hefðu
komið í boði sitjandi forseta.
Víst hefur Ástþór gert mistök í
gegnum tíðina sem líklega kemur
í veg fyrir að hann verði kosinn
forseti. Kannski væri barátta
hans fyrir friðarmálum betur
komin annars staðar. Ég vona hins
vegar að hann eigi eftir að ná ár-
angri í því sem hann er að gera.
Þess vegna ætla ég að gefa honum
atkvæði mitt. ■
24. júní 2004 FIMMTUDAGUR24
Félagslegur jöfnunarsjóðurFlókin og kostnað-
arsöm stjórnsýsla
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON
ODDVITI SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Í
BORGARSTJÓRN
UMRÆÐAN
ÞJÓNUSTUMIÐ-
STÖÐVAR
Nú þegar hafa
þessar tillögur og
vinnubrögðin við undirbún-
ing að framkvæmd þeirra
skapað óvissu og óöryggi
meðal borgarstarfsmanna
og ef fer fram sem horfir er
ekki hægt að útiloka at-
gervisflótta hæfra starfs-
manna frá borginni.
,,
Vona að Ástþór nái árangri
ÍRIS KRISTJÁNSDÓTTIR
SKRIFAR UM FORSETAKOSNINGARNAR
Fyrir stuttu síðan voru samþykkt-
ar úthlutunarreglur Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna fyrir næsta
vetur. Niðurstöður samninga-
nefndar sem vann að málinu fyrir
hönd stjórnar lánasjóðsins voru
mikil vonbrigði fyrir þann mikla
fjölda námsmanna sem treysta á
framfærslu frá sjóðnum yfir vetr-
armánuðina. Þær kjarabætur sem
stúdentum eru veittar eru afar
rýrar samanborið við nýlega
kjarasamninga annarra stétta.
Þannig hækkar grunnframfærsla
námslánanna einungis um 2,6 pró-
sent (úr 77.500 kr. í 79.500 kr.) og
hið svokallaða skerðingarhlutfall
lækkar um 2 prósent, úr 35 pró-
sentum í 33 prósent. Frítekju-
markið stendur í stað – er áfram
300.000 kr. Miðað við þessar tölur
er meðalhækkun ráðstöfunar-
tekna stúdenta 3 prósent á milli
ára. Raunlækkun mun því verða á
kjörum námsmanna enn eitt árið.
Þessi þrjú lykilhugtök eru lán-
þegum sjóðsins að góðu kunn, en
aðrir hafa líklega varla meira en
óskýra mynd af merkingu þeirra.
Grunnframfærslan er sú upp-
hæð sem námsmanni í leiguhús-
næði er ætluð á mánuði. Fæstir
lánþegar fá þessa upphæð þó
óskerta, sökum tekjutengingar. Sú
skerðing hefst þegar frítekju-
markinu er náð – það er að segja,
tekjur undir frítekjumarkinu
koma ekki til skerðingar námslán-
anna. Eins og staðan er í dag er
þessi þröskuldur hins vegar svo
neðarlega að námsmaður sem er
duglegur yfir sumarmánuðina
fær ekki óskert lán. Skerðingar-
hlutfallið er það hlutfall af tekjum
umfram frítekjumark sem lánið
skerðist um. Núverandi ríkis-
stjórn hefur kappkostað að lækka
þetta hlutfall sem mest, en á með-
an hafa grunnframfærslan og frí-
tekjumarkið setið á hakanum.
Meginrökin fyrir því að lækka
skerðingarhlutfallið hafa ætíð
verið þau, að ekki eigi að refsa
námsmanni fyrir að vera dugleg-
ur við vinnu með því að skerða
námslánin um of. Þessi fullyrðing
á þó varla við um meðalnáms-
manninn, sem berst við það á
hverju misseri að láta enda ná
saman. Fullyrðingin er meira í
takt við hinn draumkennda at-
hafnamann sem af einhverjum
ástæðum þarf að þiggja námslán
frá ríkinu, þrátt fyrir að hafa
rausnarlegar mánaðartekjur.
Þessi sjónarmið eru einnig ansi
vafasöm í ljósi meginmarkmiðs
sjóðsins. Í þriðju grein laga um
lánasjóðinn segir: „Miða skal við
að námslán samkvæmt lögum
þessum nægi hverjum náms-
manni til að standa straum af
náms- og framfærslukostnaði
meðan á námi stendur...“.
Það er nefnilega þannig að
grunnframfærslan er innan við 70
prósent af áætluðum framfærslu-
kostnaði námsmanns (um 116.000
kr. á mánuði). Lánþegum er því
ætlað að leita á náðir vina og
vandamanna nái þeir ekki að lifa
30 prósent undir eðlilegum fram-
færslukostnaði – nú eða ellegar
vinna meðfram náminu. Það má
vel vera að það sé á færi margra
námsmanna að gera það – undir-
ritaður er til að mynda einn af
þeim sem á bæði kost á því að
vinna eilítið á veturna og að njóta
ríkulegs stuðnings fjölskyldunn-
ar. Það eru hins vegar mun fleiri
sem hvorki eiga kost á því að
njóta fjárhagsstuðnings né að
vinna – enda getur háskólanám
verið rúmlega fullt starf á álags-
tímum. Núverandi lánasjóðskerfi
er því síður en svo hvetjandi fyrir
efnalitla einstaklinga sem hyggja
á nám.
Á meðan margir lánþegar lifa
langt undir áætluðum fram-
færslukostnaði námsmanns getur
það engan veginn verið réttlætan-
legt að lækka skerðingarhlutfallið
enn frekar. Hlutverk sjóðsins er,
og mun vonandi alltaf verða, að
tryggja jafnrétti til náms á Ís-
landi, óháð efnahag. Lánin sem
sjóðurinn veitir eru ekki dagpen-
ingar fyrir alla þá sem stunda há-
skólanám. Þvert á móti eru þau
neyðarúrræði sem gerir efnalitl-
um námsmönnum kleift að stunda
námið. Þau eru ekki ætluð til þess
að standa undir stórbrotnum lífs-
stíl efnameiri einstaklinga - borga
fyrir sólarlandarferðir eða safna
á bankabók. Því er mikilvægt að
tryggja hlutverk lánasjóðsins sem
félagslegs jöfnunarsjóðs við gerð
næstu úthlutunarreglna. Það
verður einungis gert með því að
sníða lánin að raunhæfum út-
gjöldum námsmanns og úthluta
þeim á réttlátan hátt – hækka
grunnframfærsluna og frítekju-
markið, en leyfa skerðingarhlut-
fallinu að haldast óbreyttu.
Höfundur er hagfræðinemi og
fulltrúi Röskvu í lánasjóðsnefnd
Stúdentaráðs.
SAMEININGARTÁKN VIRKARA LÝÐRÆÐI ÍSLAND FYRIRMYND FRIÐAR FJÖLMIÐLARNIR
Forsetinn á að leiða þjóðina saman í
góðum málum sem geta aukið veg og
virðingu okkar bæði á heimavelli sem
og á alþjóðlegum vettvangi. Okkur
býðst nú það tækifæri að forseti Ís-
lands verði alþjóðlegt sameiningar-
tákn friðar og mannréttindi yrði ég
kjörinn til embættisins. Hugmyndin
hefur fengið víðtækan stuðning
Nóbelsverðlaunahafa, fræðimanna og
framáfólks í friðarmálum um allan
heim. Aldrei fyrr hefur Íslendingum
boðist slíkt tækifæri sem nú að leiða
stærsta baráttumál mannkyns og
valda straumhvörfum á alþjóðlegum
vettvangi.
Ég vil nota nútíma tækni til að þróa
virkara lýðræði sem tryggir að forsetinn
sé virkur öryggisventill þjóðarinnar í
samræmi við stjórnarskrá. Slíkt vald má
ekki misnota eins og Ólafur Ragnar
Grímsson gerði með því að ganga er-
inda eins fyrirtækis. Ég vil að þetta vald
verði notað af meiri ábyrgð og vil sem
forseti beita áhrifavaldi forseta til að
þróuð verði lög eða reglugerð um það
undir hvaða kringumstæðum og með
hvaða hætti slíkur málskotsréttur eigi
rétt á sér. Þannig má hefja lýðræðið yfir
dægurþras og deilur einstakra manna
og gera málskotsréttinn virkan sem
eðlilegan hluta af stjórnkerfi okkar.
Heimsbyggðin kallar eftir leiðtoga sem
getur leitt heiminn til friðar með nýjum
áherslum og nýrri hugmyndafræði.
Samtökin Friður 2000 hafa þróað slíka
hugmyndafræði með skírskotun í þá
einstöku sögu okkar að á Íslandi hafi
búið vopnlaus þjóð við frið nær óslitið
í þúsund ár, eftir að forfeður okkar
tóku eitt merkasta skref mannkynssög-
unnar í friðarmálum á alþingisfundin-
um árið 1000. Þessi boðskapur er jafn
mikilvægur og sjálft jólaguðspjallið
hefur verið um aldir og forseti Íslands
getur þannig orðið boðberi þúsund ára
friðar til mannkyns og fært fram nánari
hugmyndafræði um hvernig slíkt getur
orðið.
Fjölmiðlar eru einn mesti áhrifavaldur-
inn í lýðræðisþjóðfélagi. Ég hef barist
fyrir því að íslenskir fjölmiðlar fari með
þetta vald af ábyrgð, en því miður hefur
víða verið pottur brotinn hvað varðar
forsetakosningarnar. Þetta var undir-
strikað í viðtölum Stöðvar 2 í vikunni
við unga kjósendur þar sem fram kom
að flestir þeirra vissu ekki hvenær for-
setakosningar fari fram, hverjir séu í
framboði og þaðan af síður hvaða mál-
efni er verið að fjalla um. Ljóst er af
þessu að íslenskir fjölmiðlar hafa
brugðist sínu hlutverki og því erum við
á blússandi ferð inn í rússneskar for-
setakosningar á laugardaginn kemur.
EFST Í HUGA
ÁSTÞÓRS MAGNÚSSONAR
FORSETAFRAMBJÓÐANDA
AGNAR FREYR HELGASON
UMRÆÐAN
LÁNASJÓÐUR
NÁMSMANNA
Skerðingarhlutfallið
er það hlutfall af
tekjum umfram frítekjumark
sem lánið skerðist um. Nú-
verandi ríkisstjórn hefur
kappkostað að lækka þetta
hlutfall sem mest, en á
meðan hafa grunnfram-
færslan og frítekjumarkið
setið á hakanum.
,,