Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 27
3FIMMTUDAGUR 24. júní 2004                         !              "   #       #$  %   &  '      (   )   %*+ ) #!   "    ,      '"- - #. " . /  " .   , /  " " . 0$1!2  3  34   % -   5  4  +  ,   /6      5   6  5                Guðmundur Hallvarðsson tón- listarmaður var á förum norður á Hornstrandir að dytta að eyði- býlum og skálum eftir veturinn þegar við náðum í hann. Hann á þar margt sporið sem farar- stjóri hópa á vegum Ferðafélags Íslands í fjórtán ár. Enn er sum- ar fram undan og enn verður gengið um eyðibyggðir og fjöll Hornstranda. „Við teygjum okk- ur yfir nokkuð stórt svæði og erum með mismunandi ferðir sem geta tekið allt að sjö dög- um,“ segir hann. „Sumar eru hreinar bakpokaferðir þar sem fólk ber allan sinn farangur enda vilja sumir hafa fyrir- komulagið sem frumstæðast og reyna á sig. Í öðrum eru meiri þægindi, svo sem trússbátar, og í sumum ferðum er fæði inni- falið. Þannig er reynt að mæta ólíkum þörfum. Þetta eru allt frekar erfiðar ferðir og fólk þarf að vera þokkalega á sig komið til að leggja í þær nema það ætli að dvelja á sama stað því það er líka inni í myndinni. Við erum til dæmis með ferðir sem við köllum Sæludaga í Hlöðuvík. Þá er alltaf gist á sama stað í ágætu húsi og fólk ræður hvort það fer í göngu á hverjum degi. Það getur líka verið um kyrrt og hugleitt heimsmálin.“ ■ Færeyskir dagar verða haldnir í Ólafs- vík um helgina. Allir ættu að finna eitt- hvað til skemmtunar við sitt hæfi því margt er í boði. Örvar Kristjánsson spilar á harmonikku og fer með gam- anmál, magadansmærin Helga Braga sýnir magadans, Maggi mjói úr Latabæ kíkir í heimsókn og Árni Johnsen flytur sín allra vinsælustu lög. Á markaði sem verður opinn í húsnæði Hús- geyms á Norðurtanga verða um fjöru- tíu aðilar með margs konar vörur áÝ- boðstólum. Sjá nánar á snb.is Djasshátíð verður haldin á Egilsstöð- um í sautjánda skipti. Meðal þeirra sem fram koma þar eru djasssöngkon- an Ragnheiður Gröndal ásamt hljóm- sveit Jóns Páls Bjarnasonar gítarleik- ara, Blues & Brass sem er átta manna blúsband og Havana-band Tómasar R. Einarssonar. Hátíð sem enginn má missa af. Jónsmessuhátíð verður haldin á Hofs- ósi um helgina þar sem margt verður til skemmtunar. Í Vesturfarasetrinu verður handverkssýning Fléttunnar, far- ið verður í kvennareið að hætti Svaða kvenna, í Höfðaborg verður grillveisla, útimarkaður og fleira þar sem mun ríkja sannkölluð útihátíðarstemning. Hátíðinni lýkur síðan með stórdansleik í Höfðaborg þar sem hljómsveitin Upplyfting mun spila. Hvalahátíð verður haldin á Húsavík um helgina þar sem hvalurinn verður í sviðsljósinu. Fyrirlestrar verða haldnir um hvali, hvalaskurð og hvala- rannsóknir og flaggskip Greenpeace kemur í heimsókn. Á laugardeginum verður fyrirlestur og myndband um líf Keikós, sandkastalakeppni og síðast en ekki síst býðst fólki að fara í Grímseyjarferð með Norðursiglingu. Þetta og margt fleira á hvalahátíð á Húsavík. Hátíðir helgarinnar Ólafsvík Hornstrandir: Gott að hugleiða heimsmálin Möðrudalur á Fjöllum: Vinsæll þótt vegurinn hafi fjarlægst Nýja Fjallakaffið er byggt úr torfi og þiljað að innan með panel. Litlu kirkjuna byggði Jón Stefánsson, bóndi í Möðrudal, til minningar um konu sína. Kirkjan var vígð 1949. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G U N N Þ RÁ IN SD Ó TT IR Hópur í Almenningaskarði. Við Kjaransvíkurá. Leifar síldarverksmiðju á Hesteyri í Jökufjörðum. Horft af Hlöðuvíkurskarði. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Þrátt fyrir að þjóðvegur 1 liggi ekki lengur um hlaðið á Möðru- dal á Fjöllum er hann enn eftir- sóttur viðkomustaður enda er þar stunduð öflug ferðaþjón- usta. Á þjóðhátíðardaginn var opnað nýtt Fjallakaffi sem er opið frá níu á morgnana fram yfir tíu á kvöldin. Þar er að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og meðlæti að sveitasið og auk þess súpu og brauð. Byggingarstíll- inn er upp á gamla mátann og hið sama gildir um stílinn á tveimur gestahúsum, baðstofum sem hvor um sig taka allt að sjö manns. Í Möðrudal er þar fyrir utan boðið upp á gistingu í 24 uppábúnum rúmum, tjaldstæði og eldunaraðstöðu. Möðrudalur er hæsta byggð á Íslandi og þaðan blasir drottn- ingin Herðubreið við, þjóðar- fjall Íslendinga. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.