Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 33
25 FIMMTUDAGUR 24. júní 2004 AF NETINU Það var ekki fyrr en aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir sem við ákváðum að vísa spurning- um áfram á Þjóðdansafélag- ið, enda eðlilegt að það sitji fyrir svörum. Þegar þeir svo lýstu yfir áhyggjum af því að framtíðin væri gul virtist af- staða þeirra nokkuð skýr. VALUR GUNNARSSON RITSTJÓRI REYKJAVÍK GRAPEVINE UMRÆÐAN FORDÓMAR ,, Ha, ekki með kvótasetningu? Það eru mikil og afdrifarík mistök að setja trillurnar í kvóta. Þessi floti verður aldrei nein ógn við lífríkið í hafinu. Hann stundar mannvænar og vistvænar veiðar, og er burðarás fyrir sjávarbyggðir þessa lands sem sífellt eru að veikjast undir núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Veið- um alls smábátaflotans ætti að stýra eft- ir dagakerfi þar sem hver bátur hefði ákveðinn fjölda daga til að nota til róðra. Skýrar reglur ættu að vera um hvernig bátarnir væru útbúnir með tilliti til veið- arfæra. Til dæmis hve margar handfær- arúllur hver bátur hefði um borð, hve mikið af línu eða hve mikið af netum. Magnús Þór Hafsteinsson á xf.is. Óþekkir borgarar Borgaraleg óhlýðni hefur reynst friðar- hreyfingum af ýmsu tagi öflugt tæki og ófá dæmi eru um að friðarsinnum hafi með henni náð að hindra eða tefja vopnabrölt valdsmanna um víða veröld. Friðarsinnar hafa til að mynda eyðilagt vopnasendingar frá Vesturlöndum til harðstjórna í þriðja heiminum og í öðr- um tilvikum truflað hernaðaraðgerðir herja NATO-ríkja. Hérlendis hefur það einkum komið í hlut friðarsinna að trufla heræfingar sem haldnar hafa verið hér flest sumur. Stefán Pálsson á vg.is/postur Flest en ekki öll Flest okkar sem trúum sköpunarsögunni í 1. Mósebók tökum henni sem skáld- legri sýn á veruleikann. Hún er ljóð um lífið og niðurstaða skáldsins, sem setur listaverk sitt í sjö daga ramma, er sú að að baki tilverunni sé hugsandi máttur. Sr. Örn Bárður Jónsson á gudfra- edi.is/annall/ornbardur/. Trú eða vísindi Vísindi eru því ekki trú og þaðan af síður óhagganlegir bókstafir, heldur sífelld leit að sannleika studdum mælanlegum nið- urstöðum. En Örn Bárður virðist ekki skilja þetta og veður áfram í blindni til verja sköpunarsögu biblíunnar. Hann gerir það eins og sönnum græn- sápuguðfræðing sæmir að moka ryki í augu lærisveina sinna. Frelsarinn á vantru.net. Nýr frambjóðandi Ég tel mig og mannkosti mína henta embætti þessu afar vel. Í fyrsta lagi má nefna að mér þykir afskaplega gaman að ferðast - að ég tali nú ekki um þegar það er á kostnað annarra. Í annan stað er ég mikil félagsvera og læt góð kokteilboð og önnur samsæti sjaldan framhjá mér fara, auk þess að vera ávallt hrókur alls fagnaðar. Í þriðja lagi hafa margir dáðst af tungumálahæfni minni. Ég tala ís- lensku (eins og gefur að skilja), reiprennandi skandinavísku, ensku eins og innfæddur, og síðast en alls ekki síst, þá hefur mér alltaf þótt þýskan ægifögur í flutningi mínum. Í fjórða lagi verð ég svo að víkja að einum af miklum hæfi- leikum mínum - ég myndast vel (kostur sem aðrir frambjóðendur geta því miður ekki státað sig af). Heiðrún Lind Marteinsdóttir á tikin.is Í grein sem Guðmundur Andri Thorsson skrifaði í Fréttablaðið þann 21. júní segir hann rasisma vera einhverja bjálfalegustu skoðun sem hægt er að hafa. Um það held ég að flestir, en því miður ekki allir, geti verið sammála. Guðmundur hefur hinsvegar einnig áhyggjur af því að menn séu of gjarnir á að reyna að sýna fram á eigin frómleika með því að benda á fordóma annara. Ég verð að segja að ég hef persónulega lítinn áhuga á opinberri umræðu um fróm- leika minn, meintan eða ekki. Það sem skiptir meira máli er að aðbún- aður innflytjenda á Íslandi er ekki alltaf eins og best verður á kosið. Ný- lega voru sett lög sem takmörkuðu mannréttindi innflytjenda talsvert. Meðal annars má framkvæma hús- leit hjá innflytjanda vegna mun minni gruns en þarf að vera þegar ís- lenskur ríkisborgari á í hlut. Sumir mótmæltu þessum lögum, en al- mennt féllu þau í skuggann af mál- um sem Íslendingar virðast telja að komi sér við á beinni hátt. Við skrif- uðum grein um málið í fyrsta tölu- blað Grapevine í sumar, en hún vakti litla eftirtekt. Við vonuðumst að sjálfsögðu til að forsíða annars tölublaðs myndi vekja athygli, eins og góðar forsíður eiga að gera. Því ákváðum við að fara óhefðbundna leið en áttum ekki von á neinu upphlaupi. En eins og all- ir sem skrifa komast að fyrr eða síð- ar segir mynd meira en þúsund orð. Þjóðdansafélagið minntumst við hins vegar hvergi á í blaðinu, heldur sagði ég einungis frá því í leiðara hversu erfitt okkur hefði reynst að fá búning. Það var ekki fyrr en aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir sem við ákváðum að vísa spurningum áfram á Þjóðdansafélagið, enda eðlilegt að það sitji fyrir svörum. Þegar þeir svo lýstu yfir áhyggjum af því að framtíðin væri gul virtist afstaða þeirra nokkuð skýr. Guðmund grunar að okkur hafi fundist mynd af konu með brúna húð í fjallkonubúningi „geysilega ögran- di og sláandi“. Ef nánar er að gáð er konan á myndinni þó hvorki að bera á sér brjóstin né gefa þjóðinni fokk- merki. Ég á því erfitt með að sjá hvað við þessa mynd á að vera svona ögrandi. Er það húðlitur hennar einn sem gerir hana ögrandi? Löngu er tímabært að fólk skuli loks vera farið að tala í alvöru um stöðu innflytjenda hér á landi. Við erum jú að upplifa í fyrsta sinn síðan á landnámsöld að fólk flytjist hingað í einhverju magni. Þá erum við tals- vert á eftir öðrum Vestur-Evrópu- þjóðum hvað varðar innflytjendur og umræðu um þá og í sumum tilfell- um í viðhorfum til þeirra einnig. Reyndar er áberandi að enginn hef- ur spurt innflytjendur sjálfa neinna spurninga í umræðunni undanfarna daga. Hvort aðferð okkar var besta hugsanlega leiðin til að taka þátt í þeirri umræðu má deila um, en þeg- ar biskup er farinn að messa yfir al- þingismönnum um málefni innflytj- enda eru hlutirnir að komast í betri farveg. ■ Er brúnn húðlitur ögrandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.