Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 54
Eigum vonandi eftir að „feimast“ í allt sumar „Ég vann að samevrópsku verk- efni í vetur sem tekur á ofbeldi og lýðræði í skólum. Þetta var unnið fyrir Evrópuráðið í ótal löndum um alla Evrópu,“ segir Eyrún Björg Magnúsdóttir, sem stundar nám við Fjölbrautaskóla Suður- lands. Eyrún var valin til að fara til Strassborgar í sumar en höfundar bestu verkefnanna munu sækja ráðstefnu þar sem unnið verður skipulag fyrir framhaldsskólanna sem taka þátt. „Verkefnið snerist um það að meta hversu virkt lýð- ræðið er í skólanum og hversu meðvitaðir kennarar og nemend- ur eru um réttindi sín og skyldur. Í tengslum við það er síðan skoðuð tíðni ofbeldis.“ Eyrún er ein af eldri nemendunum, eins og hún orðar það, en hún sneri aftur í framhaldsskólann eftir nokkurra ára hlé. „Ég hætti í skóla þegar ég átti börnin mín og er nú orðin 25 ára.“ Eyrún á tvíburana Tristan Magna og Isabellu Mist og segir hún ganga ágætlega að sameina uppeldið og námið. „Ég hef mikið meiri metnað nú en áður en tím- inn til heimavinnunnar er bara takmarkaður og ég verð því að skipuleggja mig betur. Það má segja að skólinn hafi þá aðeins verið grín en nú er ég í honum til að læra.“ Eyrún á eitt ár eftir í FSu og stefnir þá í frekara nám. „Verk- efnið tengist áhugasviði mínu en mig langar að leggja stjórnmála- fræði fyrir mig þegar ég útskrif- ast. Það er auðvitað ánægjulegt að verkefninu hafi verið tekið svona vel og það er mikill bónus að fá að fara út og fylgja því eftir.“ ■ EYRÚN BJÖRG Hún vann verkefni um virkni lýðræðis í framhaldsskólum í vetur. Hún er nú á leið til Strassborgar til að fylgja verkefninu eftir á evrópskri ráðstefnu. 46 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR ... fá Eiríkur Guðmundsson og Þröstur Helgason fyrir að gefa út minningarbók um Matthías Viðar Sæmundsson, sem hefði orðið 50 ára í gær. HRÓSIÐ „Við byrjuðum snemma á dansæfingum og erum komin í mjög gott form,“ segir leikkonan Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Söngleikurinn Fame verður frumsýndur í Smáralind í kvöld og þar ætlar hún að gera garðinn frægan ásamt öðru hæfileika- fólki. Fame segir frá sorgum og sigrum í skólagöngu ungra lista- nema. „Þetta byrjar á fyrsta skóladegi og endar á útskriftar- daginn þremur árum seinna. Ég leik Sigríði leiklistarnema sem tekur námið ekkert sérstaklega alvarlega til að byrja með,“ seg- ir Álfrún. „Hún verður skotin í bekkjarfélaga sínum Hilmari Snæ, sem er leikin af Jónsa, en hann er svo djúpt sokkin í leik- listarpælingarnar að hann hefur engan áhuga á stelpum og fer bara í vörn þegar Sigríður sýnir honum einhverjar tilfinningar. Það er stiklað á stóru á þessum þremur árum en Sigríður breyt- ist mjög mikið á þessu tímabili og finnur sig bæði sem mann- eskju og leikkonu.“ Álfrún útskrifaðist sjálf úr listaskóla fyrir ári síðan og segir sumt í leikritinu svipa til eigin skólagöngu. „Því miður var ekki mikið um að fólk brysti óvænt út í söng og ballettdans á göngum skólans sem ég var í úti í London en vissulega minnir margt í leik- ritinu á skólagönguna. Þarna er til dæmis að finna einstaklinga sem hafa mjög mikla athyglis- þörf og svo heyrir maður frasa frá kennurunum sem maður kannast við eins og til dæmis það að maður eigi aldrei að biðj- ast afsökunar á sér í leikhúsinu jafnvel þó maður geri mistök.“ Sex þúsund miðar hafa nú þegar verið seldir á söngleikinn Fame og greinilegt að mikil eftir- vænting ríkir. „Það er mjög góð stemning fyrir þessu og í leik- hópnum er mikil spenna, gleði og kraftur. Fame er blanda af skemmtilegum lögum, kraft- miklum dansi og mátulega mikilli skírskotun í íslenskan raunveru- leika. Það voru áhorfendur á rennslum bæði í gær og fyrradag og það gefur manni aukakraft hvað allir virðast hrifnir,“ segir Álfrún og bætir við. „Við erum til í slaginn og eigum vonandi eftir að „feimast“ í allt sumar.“ ■ FRUMSÝNING ÁLFRÚN HELGA ÖRNÓLFSDÓTTIR ■ segir listaskólann í Fame minna á eigin skólagöngu þó ekki hefði verið algengt að samnemendur hennar brystu óvænt út í söng og ballettdans. EVRÓPUVERKEFNI EYRÚN BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR ■ er á leið til Strassborgar í sumar á vegum Evrópuráðsins. Verkefni sem hún vann í vetur var valið eitt af bestu verkefnunum sem unnin voru af fram- haldsskólanemendum í Evrópu. FAME Sumarsöngleikurinn verður frumsýndur í kvöld í Vetrargarðinum í Smáralind en nú þegar hafa sex þúsund manns pantað miða á söngleikinn. Meira en fjórðungur allra Íslendinga er með háþrýsting og um 40% Íslendinga um sextugt, en tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Hvernig er blóð- þrýstingurinn? LH-mjólkurdrykkurinn er fersk, sýrð mjólkurvara. Lífvirku peptíðin í honum geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi. Sjá nánar á www.ms.is Náttúruleg hjálp við stjórn á blóðþrýsting i H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Laugavegi 32 sími 561 0075 Aðstandendur Metallica- tónleikanna hafa fengið leyfi til þess að hleypa fleiri inn á tón- leika stórsveitarinnar Metall- ica þarnæstu helgi. Þrjú þús- und aukamiðar verða settir í sölu, bæði í svæði A og B, sem þýðir að ef þeir seljast upp verða 18 þúsund manns á staðn- um. Tónleikarnir hafa vakið sér- staka athygli innan herbúða Metallica og hingað ætlar nán- ast allt starfslið þeirra að mæta, en það gerist nánast aldrei. Þetta ætti að koma sér vel fyrir þær íslensku sveitir sem hita upp fyrir rokkrisana en nýlega var staðfest að auk Mínus mun rokksveitin Brain Police stíga á stokk. Þetta verður síðasta stopp Metallica í Evrópu og því endir á löngu og ströngu tónleika- ferðalagi fyrir sveitina. Aukamiðarnir verða settir í sölu á laugardag. Þeir fást í verslunum OgVodafone í Síðu- múla og á Akureyri. Auk þess verður hægt að kaupa miða á farfuglinn.is. ■ Bónus að fara til Strassborgar METALLICA Íslensku þungarokksveitirnar Mínus og Brain Police fá að hita upp fyrir goðin sín. TÓNLIST METALLICA ■ 15.000 miðar á tónleika Metallicu seldust upp á augabragði. Tónleika- haldarar hafa nú fengið leyfi til að selja 3000 miða til viðbótar þannig að allt útlit er fyrir að um 18.000 Íslendingar komi saman í Egilshöll 4. júlí. 3000 aukamiðar á Metallica FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B JÖ RG V IG FÚ SD Ó TT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.