Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 46
38 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR
VEIFAR TIL AÐDÁENDA
Söngkonan Avril Lavigne veifar brosandi til
aðdáenda sinna við komu sína á
MuchMusic Video-verðlaunaafhendinguna
í Kanada á dögunum.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
Mystic River
SPENNA
Monster
DRAMA
Stuck on You
GAMAN
Big Fish
ÆVINTÝRI
Duplex
GAMAN
Love Actually
GAMAN
Mona Lisa Smile
DRAMA
Scary Movie 3
GAMAN
The Last Samurai
DRAMA
Head of State
GAMAN
Lord of the Rings: Return of the King
ÆVINTÝRI
American Splendor
DRAMA
21 Grams
DRAMA
Honey
GAMAN
Whale Rider
DRAMA
In the Cut
SPENNA
Biker Boyz
SPENNA
Bringing Down the House
GAMAN
Kill Bill: Vol. 1
SPENNA
Radio
DRAMA
[ MYNDBÖND ]
VINSÆLUSTU LEIGUMYNDBÖNDIN
■ KVIKMYNDIR ■ TÓNLIST
■ TÓNLIST
„Það kemur mikið af kennurum ár
eftir ár á námskeiðið en við erum
að halda það í 20. sinn nú í ár,“
segir Hafdís Árnadóttir, eigandi
Kramhússins.
„Námskeiðið er fyrst og fremst
fyrir kennara og þá sem starfa að
skapandi starfi með börnum og
unglingum. Í ár verða þrjár meg-
ináherslur. Í fyrsta lagi tónlist,
tjáning og leikir, síðan listvísinda-
smiðja og að lokum tökum við fyr-
ir skrif og sköpun.“
Á námskeiðinu kenna Elfa Lilja
Gísladóttir og Kristín Valsdóttir
sem báðar eru tónlistarkennarar,
Arna Valsdóttir fjöllistamaður,
Kristín Dýrfjörð, lektor við Kenn-
araháskólann, og að lokum Þor-
valdur Þorsteinsson, rithöfundur
og myndlistarmaður.
Hafdís segir leikskólakennara
duglega að nýta sér námskeiðið en
lagt er upp úr því að þátttakendur
séu virkir. „Þetta er ekkert glæru-
námskeið heldur kraftmikið og
lifandi. Við miðum að því að gefa
kennurum hugmyndir sem þeir
geta síðan notað á sinn hátt á sínu
sviði,“ segir Hafdís og bætir því
við að mörgum kennurum komi
það á óvart hversu mikið er hægt
að nýta sér hugmyndirnar sem
koma fram á námskeiðinu.
Hafdís segist sakna grunn-
skólakennaranna á námskeiðun-
um. „Það vantar meira listtengdar
námsgreinar í grunnskólana. Þeir
sem þar starfa standa sig vel en
það þarf að fara hrista upp í
þessu. Þetta snýst þó auðvitað
alltaf um peninga og stefnu
stjórnvalda,“ segir Hafdís að lok-
um. ■
PJ HARVEY
Rokkskutlan PJ Harvey átti að koma fram á
Lollapalooza en ekkert verður af því.
Hætt við
Lollapalooza
Hætt hefur verið við Lollapa-
looza-tónleikahátíðina í Banda-
ríkjunum, aðeins þremur vikum
áður en hún átti að hefjast. Ástæð-
an er dræm miðasala.
Hátíðin, sem hefur verið árleg-
ur viðburður, átti að samanstanda
af 31 tónleikum í 16 borgum víðs
vegar um Bandaríkin og Kanada.
Hljómsveitir á borð við Pixies,
PJ Harvey, Morrissey, Sonic
Youth og The Flaming Lips áttu að
koma fram. Allir þeir sem höfðu
keypt sér miða fá þá endur-
greidda von bráðar. ■
Rokksveitin Metallica, sem spilar
hér á landi þann 4. júlí, ætlar að
gefa út EP-plötu í tilefni af sýn-
ingu heimildarmyndarinnar
Metallica: Some Kind of Monster í
kvikmyndahúsum víðs vegar um
heim.
Platan, sem kallast Monster,
kemur út í Bandaríkjunum þann
13. júlí. Á henni verða sex sígild
Metallica-lög í tónleikaútgáfum
auk þess sem tvær útgáfur verða
af titillaginu, sem er að finna í
nýjustu plötu sveitarinnar, St.
Anger. Er það jafnframt nýjasta
smáskífulag hennar.
Tónleikalögin sex eru: The
Four Horsemen, Damage Inc,
Leper Messiah, Motorbreath,
Ride the Lightning og Hit the
Lights. Voru þau öll tekin upp í
París fyrir ári síðan. ■
Leikarinn Owen Wilson ætlar að
taka að sér aðalhlutverk í kvik-
myndinni The Smoker. Mun hann
leika við hlið Natalie Portman.
Myndin fjallar um stúlku sem
verður skotin í enskukennara við
menntaskóla hennar. Hún telur sig
vera hina fullkomnu eiginkonu
hans og foreldrar hennar eru víst á
sama máli. Wilson sést næst í felu-
hlutverki í myndinni Around the
World in 80 Days en þar á eftir
leikur hann í myndinni The Life
Aquatic sem kemur á hvíta tjaldið
í Bandaríkjunum í desember. ■
AP
/M
YN
D
MYSTIC RIVER
Sean Penn fékk
verðskuldað Ósk-
arsverðlaun fyrir leik
sinn í Mystic River.
EP-plata frá Metallica
METALLICA
Hljómsveitin spilar í Egilshöll þann 4. júlí
næstkomandi.
Wilson leikur kennara
OWEN WILSON
Wilson, til hægri, ásamt Jackie Chan í Shang-
hai Noon. Wilson fer væntanlega með aðal-
hlutverk í myndinni The Smoker.
KENNARANÁMSKEIÐ
KRAMHÚSIÐ
■ Námskeiðið er nú haldið í 20. sinn í
Kramhúsinu en það er sérstaklega hugs-
að fyrir þá sem vinna að skapandi starfi
með börnum og unglingum.
Ekkert glærunámskeið
KRAMHÚSIÐ
Mikið er lagt upp úr virkni þátttakenda á námskeiðinu. Fjöldi kennara sækir námskeiðið á hverju ári.