Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 43
Róbert Aron Magnússon, doktor í rappfræðum „Platan heitir Murs 3:16 9th Edition, rapparinn er Murs. Þetta er gefið út Death Jux útgáfunni og er samvinnuverk- efni Murs og próduzersins 9th Edition. Þetta er bara algjör snilld.“ Ólafur Páll Gunnarsson, Rás 2 „Það sem ég hef verið að hlusta á er óútgefin plata frá Skagamanninum Geir Harðar- syni. Þetta er hans fyrsta plata og mjög vel heppnuð. Hann tók þátt í Roadworkstónleikunum um daginn. Orri Harðarson, stjórnaði upptökum, þeir eru þó ekki bræður. Ég veit ekki alveg hvenær hún kemur út. Svo hefur Wilco-platan verið mikið fóninum, þar er mikið af Neil Young.“ Benedikt Reynisson, konungur undirdjúpanna og umsjónarmaður Karate, X-ið 977 „Ég hef verið að hlusta á tvær síðustu breiðskífur hljómsveit- arinnar Xiu Xiu. Þetta er hljómsveit frá San Francisco og er leidd af söngvaranum og lagahöfundinum Jamie Stewart. Nýjasta breiðskífan heitir Fabulous Muscles og er jafnframt þeirra aðgengilegasta. Xiu Xiu spilar kalt og melankólískt tilraunapopp. Rödd Jamie hljóm- ar ekki ólíkt því ef röddum Morrisey, Robert Smith og Ian Curtis yrði pakkað saman í eina. Þetta er án efa fram- sæknasta poppplata ársins.“ Sigvaldi Kaldalóns, FM957 „Ég var að hlusta á plötuna með J-Kwon. Hann er með vin- sælt lag í dag sem heitir Tipsy. Þetta er mjög töff plata, ekkert voðalega mikið upp á yfir- borðinu. Mér fannst hún mjög góð. Svo var ég að hlusta á demó með Eamon, það var ágætt.“ Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA? Beastie Boys: To the 5 Boroughs „Þetta er því blygðunarlaust afturhvarf í gamla starfshætti. Þessi gamli hljómur er yfir allri plöt- unni, þannig að fyrir vikið virkar hún góð sem heild. Þetta er þó frekar erfið plata þegar allt kemur til alls, og krefjandi.“ BÖS Shai Hulud: That Within Blood Ill-Tempered „Oft hafa aðrar hljómsveitir þreytt sams konar stíl og útkoman oftar en ekki orðið frekar grautkennd. Shai Hulud nær hins vegar að bjóða upp á breiða flóru í lagasmíðum sínum án þess að þreyta hlustandann, eitthvað sem er greinilega ekki á allra færi. Tónlist Shai Hulud er ævintýri líkast.“ SJ Graham Coxon: Happiness in Magazines „Ég held barasta að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af gleraugnagláminum honum Graham. Að minnsta kosti gefa lokaorð plötunnar það í skyn að hann hafi það bara fínt. Þar syngur hann af einlægni við fallegt og einfalt píanóstef og gítarspil; „Life, I Love You“. Fallegur endir á góðri plötu.“ BÖS Slipknot: Vol. 3 (The Sublim- inal Verses) „Það sem stendur upp úr er tilraunamennska Slip- knot á Vol. 3, eitthvað sem sveitin hefur ekki leyft sér áður. Slipknot nær ekki að fullkomna stíl sinn á þessari plötu en Vol. 3 lofar þó góðu fyrir það sem koma skal.“ SJ Mike Pollock: World Citizen „Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu.“ FB Sufjan Stevens: Seven Swans „Ef það er heitt úti, logn, fuglarnir að syngja og ekkert annað hægt að gera en að liggja í sólinni og vera latur... þá er þetta hárrétt plata til þess að henda í gin geislaspilarans. Svo sá ég tvo svani elskast á tjörninni um daginn... þó að það hafi bara tekið þá um 20 sekúndur að njóta hvers annars, þá var það falleg sjón. Við hæfi hefði verið að hafa þessa tónlist í eyrunum þá.“ BÖS Morrissey: You Are the Qu- arry „Það er ótrúlega ljúft að heyra rödd Morrissey aftur og yndislegt að hann skuli skila af sér góðri plötu. Jú, jú, hún hljómar á köflum svolítið útrunn- in tónlistarlega en fínar lagasmíðar, einlæg tjáning og fyrsta flokks textasmíðar bæta upp fyrir það.“ BÖS Earth Affair: Chapter One „Chapter One er fyrst og fremst þægileg plata sem líður ljúft í gegn. Mismunandi áhrifum er blandað vel saman þannig að úr verður fín heild. Þeim sem vilja mikið stuð og jafnvel frumleika gæti fundist hún átakalítil og óspennandi en fyrir þá sem vilja vandaða og margslungna plötu sem gælir við eyr- un er hún fyrirtaks gripur.“ FB Gomez: Split the Difference „Ég þori að fullyrða að þeir sem hafa heillast af fyrri plötum Gomez, sérstaklega þeirri fyrstu, eiga eftir að falla kylliflatir fyrir þessari, enda hljómar hún eiginlega nákvæmlega eins. Ég hins vegar fékk þessa sömu tilfinningu og þegar maður sér sæmilegt upphitunarband fyrir stórsveit sem mað- ur er búinn að bíða spenntur eftir að sjá í áraraðir. Kannski er það bara málið, þetta er „bara sæmileg“ tónlist og ekkert meira en það?“ BÖS Snow Patrol: Final Straw „Þetta er plata sem heillar við fyrstu hlustun, en svo rennur ljóminn örlítið af henni við ítrekaða hlustun, því miður, og vil ég kenna einsleitum lagasmíðum um. Snow Patrol sýnir alla burði í það að vera hið athyglisverðasta band.“ BÖS Faultline: Your Love Means Everything „Önnur plata Faultline er ekki bara fín, heldur mjög fín. Kjörin plata til þess að setja á fóninn rétt áður en maður leggst upp í rúm svo tónlistin geti leitt mann í draumaheiminn með bros á vör.“ BÖS Avril Lavigne: Under My Skin „Á annarri plötu sinni tekur Avril enga sénsa. Lög á borð við My Happy Ending, Nobody’s Home og Forgotten eru nægilega góð til þess að tryggja áframhaldandi vinsældir hennar. Að mínu mati gefur platan þó of svipaða mynd af hæfileikum stúlkunnar til þess að vera áhugaverð. Henni liggur nú svo sem ekkert á, er bara 19 ára og á eflaust eftir að svamla um á meginstraumnum um ókomin ár.“ BÖS Daysleeper: Daysleeper „Það sem vantar hjá Daysleeper er að hljómsveitin finni sinn eigin hljóm og hætti að flakka á milli ólíkra stíla. Það fer samt ekki á milli mála að sveit- in getur samið góð lög og Sverrir á fína spretti sem söngvari þó að stundum virki hann dálítið vælugjarn. Vonandi er Daysleeper á réttri leið en næsta plata mun skera úr um hvort eitthvað meira verði úr. Hún hefur alla burði til þess að eflast enn frekar en þarf fyrst að finna fjölina sína betur.“ FB Killswitch Engage: The End of Heartache „Mér nánast sveið undan gæsahúðinni sem ég fékk af lögum eins og titillaginu þar sem samein- ing melódíu og eiturþétts spileríis er svo vel útfærð að maður stendur orðlaus yfir herleg- heitunum. Ég fullyrði að Killswitch Engage er eitt skæðasta rokkband heims í dag og ef þessi plata verður toppuð í ár, þá verða rokkarar ekki á flæðiskeri staddir. Þessi plata er fullkomin.“ SJ Rúnar Júlíusson: Trúbrotin 13 „Trúbrotin 13 er lagasarpur héðan og þaðan ásamt nokkrum frumsömdum lögum Rúnars. Eins og titillinn bendir til finnur Rúnar trú sinni farveg á plötunni og rifjar upp nokkra sálma sem eru í uppáhaldi. Ó þá náð að eiga Jesúm og Ástarfaðir himinhæða eru sérstaklega minnisstæð, virkilega falleg lög bæði tvö sem njóta sín vel í flutningi Rúnars. Rúnar Júlíusson á hrós skilið á mörgum vígstöðvum og er þessi plata engin undantekning. Einlægnin skín í gegn.“ SJ Birgir Örn Steinarsson Freyr Bjarnason Smári Jósepsson ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA K Ö -H Ö N N U N / P M C LAUGARDAG 26. 06.’04 PAPAR HINIR EINU SÖNNU FYRSTU 200 FÁ FRÍTT INN HÚSIÐ OPNAR KL. 11 HÚSIÐ OPNAR KL. 11 20% afsláttur fyrir korthafa VISA FÖSTUDAG 25. 06.’04 OG FRÍTT G&T Á BARNUM WWW.JAGUAR.IS FYRSTU 200 FÁ FRÍTT INN FIMMTUDAGUR 24. júní 2004 35 MORRISSEY Stórsöngvarinn Morrissey var einn þeirra sem var heiðraður af Mojo-tónlistar- tímaritinu í London á fimmtudag. Hér sést hann mæta til veislunnar, virðist ekkert vera alltof kátur kallinn. [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR SHAI HULUD Harðkjarnasveitin Shai Hulud hélt tónleika hér á landi í gamla sjónvarpshúsinu á þjóðhátíðardaginn. Síðasta plata þeirra, That Within Blood Ill-Tempered, er plata vikunnar. PLATA VIKUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.