Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 48
40 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR ■ ÞINGBLÓT ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Vilborg Helgadóttir sópran- söngkona og Kjartan Sigurjónsson orgelleikari koma fram á fyrstu hádegistónleikum sumarsins á fimmtudögum í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá tónleikaraðarinnar Sumarkvöld við orgelið sem hófst um síðustu helgi og stendur til 15. ágúst. Á efnisskrá þeirra Vilborgar og Kjartans er aðallega íslensk tónlist.  20.30 Sænski kammerkórinn Cant- ando heldur tónleika í Akureyrar- kirkju ásamt þeim Jakobi Petrén píanóleikara og Ingibjörgu Guð- laugsdóttur básúnuleikara.  20.30 Jazztríó Andrésar Þórs leik- ur á sumartónleikum á Stykkis- hólmskirkju. Andrés Þór leikur á gítar, Sigurður Flosason á alt saxafón og Róbert Þórhallsson á kontrabassa.  21.00 Hljómsveitin Hudson Wayne verður með tónleika í Klink og Bank ásemt þeim Paul Lydon og Myrkva T. Þetta eru fyrstu tónleik- arnir í nýrri tónleikaröð Klink og Bank, sem verður annan hvern fimmtudag í sumar.  21.30 Hljómsveitin Hljóð í skrokk- inn leikur swingmúsik á heitum fimmtudegi í Deiglunni á Akur- eyri. Hljómsveitina skipa Óskar Guðjónsson á saxófón, Ólafur Stolzenwald á kontrabassa, Ómar Guðjónsson á gítar og Erik Qvick á trommur.  Færeyska hljómsveitin Týr spilar í Sjallanum á Akureyri ásamt ís- lensku hljómsveitinni Douglas Wilson.  Ég og Ísa rokka á Grand Rokk.  Ragnheiður Gröndal syngur á djass- hátíð á Egilsstöðum ásamt hljóm- sveit sinni, sem skipuð er Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Hauki Gröndal á saxófón og hinum norska Lars Tormod Jenset á kontrabassa. ■ ■ LEIKLIST  19.30 Söngleikurinn Fame frum- sýndur í Smáralind.  21.00 Leiklistarhátíðin Leikur einn í Hömrum á Ísafirði hefst með sýningu á einleiknum Steinn Steinarr. Leikari er Elfar Logi Hannesson og leikstjóri Guðjón Sigvaldason. Aðgangur að hátíð- inni er ókeypis. ■ ■ SKEMMTANIR  Búðarbandið skemmtir á Hressó. ■ ■ FYRIRLESTRAR  17.00 Kanadíski rithöfundurinn Lisa Moore kemur fram í Norræna húsinu, segir frá rithöfundarferli sínum og les úr verkum sínum. ■ ■ SAMKOMUR  18.30 Hið árlega Þingblót ásatrúar- manna við Lögberg á Þingvöllum verður haldið í kvöld. Safnast verð- ur saman við Valhöll og þaðan gengið í skrúðgöngu að Lögbergi þar sem allsherjargoði, Hilmar Örn Hilmarsson, helgar Þingblótið. Nýir goðar vinna eiðstafi á blótinu og eftir hátíðarstundina verður gengið að Valhöll aftur þar sem haldin verður blótveisla. Að venju halda ásatrúarmenn þing- blót sitt að Þingvöllum á þórsdegi í tíundu viku sumars. Þessa hefð má rekja allt aftur til þinghalds til forna, en tímasetningin er miðuð við sumarsólstöður og seinni tíma ásatrúarmenn hafa frá byrjun haldið þennan sið í heiðri. „Það má rekja til þess að Þor- steinn Guðjónsson og Sveinbjörn Beinteinsson og fleiri fóru að koma saman á Þingvöllum á þessum degi upp úr 1960,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. Athöfnin sjálf fer fram með nokkuð hefðbundnum hætti. Safn- ast verður saman við Valhöll og þaðan gengið í skrúðgöngu að Lög- bergi þar sem allsherjargoði helg- ar þingblótið. Að því búnu verður innsetning nýrra goða, sem vinna eiðstafi sína. Þetta árið eru það þau Jóhanna Harðardóttir, sem verður formlega sett í embætti Kjalnesingagoða, og Sigurjón Þórðarson sem tekur formlega við sem Hegranesgoði, en bæði hafa þau gegnt þeim störf- um um hríð þó formleg innsetning hafi ekki farið fram fyrr en nú. Einnig verður Tómas Alberts- son Seiðgoði, en það er nýtt emb- ætti sem ásatrúarfélagið hefur ákveðið að koma á fót. „Þetta er ákveðið fræðimanna- starf, hann verður að segja má, goði fræðanna,“ segir Hilmar Örn. „Tómas hefur gefið sig mikið að því að stúdera galdra og seið. Við höfum ákveðið að vekja upp gaml- ar hefðir í sambandi við helgisiði og fara út í ákveðna innri vinnu í sambandi við það.“ Að loknum þessum athöfnum tekur síðan við veisla mikil í Val- höll. „Það góða við blót er að helgi- haldið er líka veisla sem fer fram á eftir. Þá verður gengið að Valhöll og þar bíða manna kræsingar.“ Öllum er heimilt að mæta í gleð- skapinn, enda segir Hilmar Örn það oft hafa gerst að „ítalskir ferðamannahópar hafa komið og uppgötvað heiðingjann í sér alveg óvænt.“ Ásatrúarfélagið er ungt trúfé- lag og enn í mótun. Starfsemin hef- ur smám saman orðið viðameiri eftir því sem fjölgað hefur í félag- inu. „Ég held að við séum það trúfé- lag hér á landi sem er í öruggustum vexti. Á síðasta ári var fjölgun um nærri 25 prósent og alls eru félag- ar farnir að nálgast 900 manns.“ ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Fimmtudagur JÚNÍ Íslenskt og öðruvísi kántrí Ný tónleikaröð er að hefjast í húsa- kynnum Klink og Bank við Þver- holt í Reykjavík. Tónleikarnir verða annan hvern fimmtudag í sumar, en fyrstir til að stíga á stokk verður hljómsveitin Hudson Way- ne, sem er íslensk og óhefðbundin kántrísveit. Tónleikaröðin verður með því fyrirkomulagi að hljómsveit kvöldsins velur með sér hljóm- sveitir eða aðra listamenn sem gesti á hverjum tónleikum. Í kvöld ætlar Hudson Wayne að fá til liðs við sig þá Paul Lydon og Myrkva T. Paul Lydon hefur verið viðrið- inn íslenskt tónlistarlíf í nokkur ár og gaf nýlega út plötuna Vitlaust hús, við góðar undirtektir. Myrkvi T er hins vegar sólóverkefni Andra Ásgrímssonar hljómborðsleikara Leaves, en áður var hann í hljóm- sveitinni Náttfara. Annars er það að frétta af Hud- son Wayne að hljómsveitin er þessa dagana að taka upp sína fyrstu plötu í fullri lengd, og er áætlað að hún komi út í haust. Einnig verður gefin út smáskífa á sjötommu nú í sumar. ■ ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Skógræktarfélag Reykjavík- ur hefur veg og vanda af fimmtudagsgöngu skógræktar- félaganna í kvöld. Að þessu sinni verður Norska húsið í Heiðmörk skoðað. Farið verður frá Borgarstjóraplaninu við Heiðarveg, skammt austan vegamótanna við Hjallaveg. Leiðsögumenn verða Ólafur Erling skógarvörður í Heið- mörk, Auður Jónsdóttir garð- yrkjufræðingur og Þorvaldur S. Þorvaldsson.  20.00 Steindór Andersen kvæða- maður verður með fimmtudags- göngu á Þingvöllum þar sem hann ætlar að fræða gesti um rímnakveðskap og rifjar upp Öl- kofrasögu. Gangan hefst við Flosagjá og gengið verður um Skógarkot inn í Ölkofradal. Að lokinni göngunni um klukkan 10 eru kvöldbænir í Þingvallakirkju í umsjón Þingvallaprests. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K ÞINGBLÓT ÁSATRÚARMANNA Hið árlega þingblót ásatrúarmanna verður haldið í kvöld á Þingvöllum. Myndin er tekin á þingblótinu í fyrra, en við það tækifæri tók Hilmar Örn Hilmarsson við starfi allsherjargoða HUDSON WAYNE Verður með tónleika í Klink og Bank í kvöld og hefjast þeir klukkan 21. Ásatrúin á Þingvöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.