Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 34
Það var í galleríi á rue Lafitte í París á þessum degi árið 1901 sem Pablo Picasso opnaði fyrstu sýningu sína, en sú gata er þekkt fyrir sín virðu- legu gallerí. Hann var einungis 19 ára þegar sýningin var og lítið þekkt- ur utan Barcelona en hafði þegar málað hundruð málverka. Á þessari fyrstu sýningu hans héngu uppi 75 verka hans og sýndu þau að augljós- lega var á ferðinni ungur en mjög hæfileikaríkur listamaður. Picasso fæddist í Malaga á Spáni árið 1881 og hélt sína fyrstu einka- sýningu einungis 13 ára. Síðar hætti hann í listaskóla, áður en til útskriftar kom, til að geta einbeitt sér að því að þróa nýjan nútímastíl í myndlist sinni. Hann hélt í sína fyrstu för til Parísar árið 1900 og sneri aftur ári síðar með 100 verka sinna, ákveðinn í að finna einhvern sem vildi taka þau til sýningar. Þar var hann kynntur fyrir Ambroise Vollard, listaverkasala sem hafði stutt við bakið á Paul Cézanne og Vollard, sem samþykkti strax að sýna verk Picasso í galleríi sínu eft- ir að hann hafði litið verkin augum. Fáir gagnrýnendur sáu þessa fyrstu sýningu hans af fjölbreyttu myndefni, allt frá götumyndum til landslaga, gleðikvenna til hátt- settra kvenna, en allir rómuðu þeir verk Picassos. Hann afréð að dvel- ja í París það sem eftir lifði árs og sneri síðar aftur til borgarinnar með það í huga að setjast þar að. Picasso lést árið 1973, þá 91 árs. ■ PABLO PICASSO Mynd þessi var tekin af listamanninum á vinnustofu hans í Montparnasse í París með verkum sínum. Stórmenni í listasögunni stígur á stokk „Ég sá auglýsingu um starfið og fannst hún það áhugaverð að ég gat ekki sleppt því að sækja um. Þetta er áhugavert málefni og skemmtileg vinna,“ segir Hildur Sverrisdóttir, sem ráðin var sem starfsmaður V-dags samtakanna, sem eru samtök gegn ofbeldi gegn konum. Hún er fyrsti launaði starfsmaður samtakanna en fé- lagsmálaráðuneyti og dóms- og kirkjumálaráðuneyti veittu þeim styrk til að halda úti starfsmanni í eitt ár. „Öryggi kvenna er merki- legur málstaður og það eru for- réttindi að fá að berjast fyrir því.“ Í mars tilkynntu V-dags sam- tökin og Félag framhaldsskóla- nema um samstarf sitt til næstu fimm ára og í framhaldi af því var ákveðið að halda V-daginn í fram- haldsskólum. Samtökin hafa verið áberandi fyrir verslunarmanna- helgar, með áróður gegn nauðgun- um og segir Hildur að undirbún- ingur fyrir næstu verslunar- mannahelgi sé hafinn. „Við ætlum að einblína á ger- endurna og halda herferðinni frá því fyrir tveimur árum til streitu og beina sjónum okkar að ungu fólki og nauðgunum og þá sérstak- lega að vina- eða kunningjanauðg- unum. Við völdum vinanauðganir því þær eru svo algengar. Það má nefna að á síðasta ári komu 155 konur til Stígamóta og af þeim voru 83 sem var nauðgað af vini eða kunningja. En þetta eru bara konur sem komu til Stígamóta og því má gera ráð fyrir að þær séu fleiri.“ Auglýsing samtakanna, Ertu vinur í raun, sem beinir sjónum að þessu vandamáli, hefur vakið mikla athygli og hlaut hún meðal annars fyrr á árinu Lúðurinn, verðlaun auglýsenda, í flokki al- mannaheilla. Forréttindi að berjast fyrir öryggi kvenna HILDUR SVERRISDÓTTIR Fyrsti starfsmaður V-dags samtakanna, sem undirbúa árlega herferð gegn nauðgunum um verslunarmannahelgi. 26 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR ■ AFMÆLI SHERRY STRINGFIELD Leikkonan sem betur er þekkt sem dr. Susan Lewis, læknirinn góðkunni úr Bráðavaktinni, er 37 ára í dag. 24. JÚNÍ Pétur H. Blöndal þingmaður er 60 ára í dag. Leifur Breiðfjörð myndlistarmaður er 59 ára í dag. „Undanfarið höfum við verið að kynna möguleika ungs fólks hérlendis til að taka þátt í rann- sókninni og búa um borð í skút- unni í nokkra daga,“ segir Sig- ursteinn Másson, talsmaður IFAW, alþjóða dýraverndunar- sjóðsins, en samtökin senda mikinn útbúnað hingað til lands í sumar. „Dýraverndunarsjóð- urinn áætlar að stunda neðan- sjávarrannsóknir við strendur Íslands og af því tilefni kemur ný skúta með áhöfn frá Bret- landi, Bandaríkjunum og Þýska- landi til Íslands þann 1. júlí.“ Hópur af Íslendingum verð- ur valinn til að taka þátt í rann- sóknunum dýraverndunar- sjóðsins. „IFAW greiðir allt uppihald en íslenski hópurinn sem verður fyrir valinu kemur til með að stýra skútunni ásamt vísindamönnum frá Bretlandi.“ Í skútuferðinni verður at- ferli hvala á vestanverðu land- inu rannsakað. „Þetta er fram- hald af rannsóknum sem sam- tökin hafa stundað síðan 1987 og hafa hlotið mikla athygli og viðurkenningu. Sjóðurinn á öfl- ugan myndagagnagrunn þar sem er að finna bæði ljósmynd- ir og lifandi myndir en nú verða notaðir nýir sérútbúnir sendar til að fylgjast með ferð- um hvalanna og samskiptum þeirra á milli.“ Í ferðinni verður fólk á ýms- um aldri en leiðangursstjórinn er Anna Moscrop. „Margir af erlendu áhöfninni hafa ára- langa reynslu af rannsóknum á sjávarspendýrum en þeir ein- staklingar sem verða valdir til fararinnar koma til með að eiga það sameiginlegt að hafa allir áhuga á náttúru- og dýra- vernd.“ Sigursteinn hefur unnið með IFAW síðan íslensk stjórnvöld ákváðu fyrir um ári síðan að hefja hvalveiðar að nýju. „Ég tel ekki rétt af Íslendingum að stunda hvalveiðar og styð þau sjónarmið að hvalirnir séu í öll- um skilningi meira virði lifandi en dauðir.“ ■ TÍMAMÓT HILDUR SVERRISDÓTTIR ■ Starfsmaður V-dags samtakanna. JÓMFRÚARFERÐ SIGURSTEINN MÁSSON ■ Skúta á vegum alþjóða dýraverndunar- sjóðsins kemur til landsins 1. júlí. Nokkrir ungir Íslendingar fá að sigla með alþjóðlegri áhöfn til að rannsaka atferli hvala. 24. JÚNÍ 1901 PABLO PICASSO ■ Fyrsta stóra sýningin á verkum hans í París. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og bróður GUNNARS EINARS LÍKAFRÓNSSONAR Hringbraut 72a, Keflavík Dóra Fanney Gunnarsdóttir Annel Jón Þorkelsson Sigurlaug Kr. Gunnarsdóttir Daníel Eyþórsson Gunnar Þór Gunnarsson Sævar Jósep Gunnarsson Anna Bragadóttir Dagfríður G. Arnardóttir Sigurvin Br. Guðfinnsson barnabörn og systkini Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa (opa), bróður GUÐMUNDAR ÁGÚSTSSONAR Hagfræðings Rekagranda 5, Reykjavík Sérstakar þakkir eru færðar hjúkrunarþjónustu Karitas, starfsfólki göngudeildar krabbameinssjúkra 11B á Landspítala, séra Sigfinni Þorleifssyni, Sturlungahópnum svo og vinkonum á endurhæfingardeild Grensás Moníka María Karlsdóttir Kristján Guðmundsson Þóra Margrét Pálsdóttir Stefán Ásgeir Guðmundsson Védís Skarphéðinsdóttir Katrín Guðmundsdóttir Haukur Valgeirsson Barnabörnin Lara Valgerður og Þór Valgarð og systkini hins látna. ■ ANDLÁT Friðþór Guðlaugsson, Illugagötu 49, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 19. júní. Hulda Guðmundsdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést sunnudaginn 20. júní. Rögnvaldur Jón Axelsson, Hraunbæ 52, Reykjavík, lést sunnudaginn 20. júní. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I FA W Í RANNSÓKNARFERÐ TIL ÍSLANDS Nokkrir heppnum Íslendingum gefst kostur á að búa frítt í þessari splunkunýju skútu sem kemur hingað til lands í sumar á vegum Al- þjóða dýraverndunarsjóðsins. Rannsaka atferli hvala við Íslandsstrendur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ JARÐARFARIR 13.30 Friðrik Lindberg Márusson, Háa- leitisbraut 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 13.30 Guðrún Vilborg Guðmundsdóttir verður jarðsett frá kapellunni í Fossvogi. 13.30 Ingibjörg Árnadóttir, Espigerði 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Kristján Björn Samúelsson, Eyja- bakka 22, verður jarðsunginn frá Gufuneskirkju. 14.00 Unnur Jóhannsdóttir, Reykhóli, Skeiðum, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju. 15.00 Grétar Ólafsson, læknir, Hvassa- leiti 56, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.