Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 47
■ TÓNLIST SKRAUTLEG CHER Söngkonan Cher er á tónleikaferð um þessar mundir sem verður hennar síðasta. Hér sést hún skrautlega klædd á tónleikum sínum í Moskvu á dögunum. 39FIMMTUDAGUR 24. júní 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI ■ SÖNGLEIKUR www.ils.is Peningar í stað húsbréfa Frá og með 1. júlí 2004 gefst viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs kostur á að taka peningalán, gegn ÍLS-veðbréfum. Hægt verður að taka ÍLS-lán til 20, 30 eða 40 ára og heimilt verður að stytta eða lengja lánstímann samkvæmt reglum sem Íbúðalánasjóður mun setja þar að lútandi. Vextir hinna nýju ÍLS-lána munu verða ákveðnir mánaðarlega og verða fyrst kynntir 1. júlí næstkomandi. Íbúðalánasjóður býðst til að skipta samtals (eins og fram kemur hér fyrir neðan í hverjum flokki fyrir sig) allt að hámarksmagni útistandandi skuldabréfa í 1., 2., 3. og 4. flokki hús- og húsnæðisbréfa fyrir ný íbúðabréf á gjalddaga í febrúar 2024, í 5. og 6. flokki fyrir ný íbúðabréf á gjalddaga í apríl 2034 og í 7. flokki fyrir ný íbúðabréf á gjalddaga í júní 2044.   Flokkur Skiptanleg skuldabréf ISIN-númer Hámarksmagn sem tekið verður við 1 IBN 20 á gjalddaga 01/01/2020 IS0000001154 100% 2 IBH 21 á gjalddaga 15/01/2021 IS0000001063 85% 3 IBH 22 á gjalddaga 15/12/2022 IS0000001071 85% 4 IBH 26 á gjalddaga 15/03/2026 IS0000004927 85% 5 IBH 37 á gjalddaga 15/12/2037 IS0000001097 85% 6 IBN 38 á gjalddaga 01/01/2038 IS0000001162 100% 7 IBH 41 á gjalddaga 15/03/2041 IS0000004935 85%   Frá 28.-30. júní býðst eigendum húsbréfa að skipta á þeim fyrir hin nýju, markaðsvænu ÍLS-veðbréf. Hafðu samband við banka þinn, sparisjóð eða verðbréfa- fyrirtæki og fáðu ráðgjöf vegna þessa. Ef magnið sem boðið verður í einhverjum flokki fer fram úr því hámarksmagni sem tekið verður við verða beiðnir vegna þess flokks lækkaðar hlutfallslega, eins og lýst er í minnisblaði um skuldabréfaskiptin.   Endanlegt skiptaverð verður tilkynnt þann 28. júní. Stefnt er að uppgjöri þann 7. júlí 2004. Bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki sjá um milligöngu skiptanna. Borgartún 21, 105 Reykjavík, sími: 569 6900, fax 569 6800, www.ils.is Áttu húsbréf? Breytt Íbúðalánasjóðslán N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 2 5 9 9 /sia .is Britney Spears hefur trúlofastkærasta sín- um, dansaran- um Kevin Federline, þrátt fyrir hörð mót- mæli ófrískrar fyrrum kærustu hans. Þetta yrði annað brúð- kaup Spears, en hjónaband hennar og vinar hennar Jason Alexander entist í 72 klukkustundir. Parið undirbýr nú heljarinnar veislu sem á að fara fram einhvern tímann á næstu mánuðum. Leikkonan Winona Ryder mætti ísíðasta skiptið fyrir dómara á föstudag. Stúlk- an hefur skilað af sér 480 klukkustundum í vinnu fyrir samfélagið og lækkaði dómarinn brot hennar í smáglæpi á sakaskrá hennar vegna þessa. Hún var handtekin fyrir búð- arhnupl í desember 2001 og dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi í desember 2002. Winona var kurt- eis og þakkaði dómaranum fyrir tíma sinn. Madonna, já... eða Esther einsog hún vill láta kalla sig núna, hvatti aðdáendur sína til þess að fara að sjá nýjustu heimildarmynd Michael Moore, Fahrenheit 9/11. Söngkonan hefur nýtt sér sviðstíma sinn á núverandi tónleika- ferð til þess að hvetja fólk til þess að fara í bíó á mynd Moore. Leikstjór- inn mætti svo baksviðs á eina tónleika hennar á dögunum til þess að þakka fyrir stuðninginn. Og meira um Michael Moore.Leikstjórinn segist hafa fengið í hendurnar myndefni af bandarísk- um hermönnum að níðast á írösk- um föngum, mánuðum áður en efnið komst í hendurnar á blaða- fólki. Hann íhugaði það lengi að setja það í heimildarmynd sína Fahrenheit 9/11 en hætti við. Hann segist hafa óttast það að fjölmiðlar myndu ráðast á sig með þeim ásök- unum að hann væri að ráðast gegn bandarískum hermönnum. Bókagagnrýn-andi hjá New York Times segir ævisögu Bills Clinton merkilega leiðinlega. Hann segir söguna sjálf- umglaða og það sé greinilegt að Clinton sé ekki að tala til lesandans, heldur til sjálfs sín. Í bókinni fjallar Clinton um leið sína í forsetastólinn, Monicu Lewinski málið og hjónaband sitt. Breski leikarinn Orlando Bloomvar valinn kynþokkafyllsti leikari þjóðarinnar í nýlegri skoðanakönn- um sem Sky Movies lét gera á dögunum. Þá þótti hann eftirsóknar- verðari en Ewan McGregor, Jude Law og Hugh Grant svo fáeinir séu nefndir. Tónlistarmaðurinn Sir Elton John segir að söngleikur sinn, Billy Elliot, endurspegli líf sitt að miklu leyti. Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd sem naut mikilla vinsælda. Kvikmyndin, sem Stephen Daldry leikstýrði, fjallar um ungan dreng sem vill verða ballettdansari en mætir mikilli andstöðu frá föður sínum. „Þegar ég sá myndina fannst mér sagan svo hrífandi vegna þess að ég gat tengt sjálfan mig við hana. Samband mitt við föður minn var svipað og hjá Billy og föður hans,“ sagði John. „Ég var alltaf að reyna að sanna eitthvað fyrir honum. Samband mitt við föður minn var líka stirt þegar ég var að vaxa úr grasi, en það lag- aðist á endanum. Saga Billy minnir á mitt eigið líf.“ Söngleikurinn hefur göngu sína í Bretlandi í nóvember. Enn hefur ekki verið ákveðið hver komi til með að leika Billy Elliot. ■ AP /M YN D Elton líkir sér við Elliot ELTON JOHN Samband Eltons við föður sinn var stirt þegar hann var að vaxa úr grasi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.