Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000
FIMMTUDAGUR
ÞINGBLÓT ÁSATRÚARMANNA
Hið árlega þingblót ásatrúarmanna
verður haldið við Lögberg á Þingvöllum í
kvöld. Safnast verður saman við Valhöll
og þaðan gengið í skrúðgöngu að
Lögbergi þar sem Hilmar Örn Hilmarsson
allsherjargoði helgar þingblótið.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
KALT Í VEÐRI og víða vætusamt á
landinu í dag. Nokkur vindur suðvestan til
og gæti jafnvel orðið hvassviðri um tíma í
dag. Sjá nánar á bls. 6.
24. júní 2004 – 170. tölublað – 4. árgangur
SAMEINING Í LAGI Samkeppnisráð
leggur blessun sína yfir samruna Fréttar við
Norðurljós og segir að ekki sé ástæða til
íhlutunar. Stjórnarformaður Norðurljósa er
sáttur við niðurstöðuna. Sjá síðu 2
ALLIR FÁ SKÓLAVIST Menntamála-
ráðherra hefur ákveðið að leggja 250 milljónir
króna í framhaldsskólanna svo allir nýnemar
sem sótt hafa um fái skólavist. Sjá síðu 6
ÓLAFUR GETUR VEL VIÐ UNAÐ
Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi for-
sætisráðherra, telur það ekki vera áhyggju-
efni fyrir Ólaf Ragnar Grímsson þótt hlutfall
auðra seðla verði hátt í forsetakosningun-
um. Sjá síðu 2
VILLTIR FASANAR Svo virðist sem villtir
fasanar séu að færa út kvíarnar hér á landi.
Annars vegar hafa þeir sést innarlega í Fljóts-
dal og hins vegar í Jökulsárhlíð. Sjá síðu 14
Kvikmyndir 42
Tónlist 40
Leikhús 40
Myndlist 40
Íþróttir 30
Sjónvarp 44
Þyngsti dómur í
fjársvikamáli til þessa
Fyrrum aðalféhirðir Landssímans var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Saksóknari segir
dóminn vera einsdæmi. Fyrrum eigendur Skjás eins voru dæmdir í tveggja ára fangelsi.
LENGI LIFIR Í MJÖG GÖMLUM GLÆÐUM Mikill mannfjöldi sótti tónleika hljómsveitarinnar Deep Purple í Laugardalshöll í gærkvöldi
og varð lögregla vör við talsverða ölvun á svæðinu enda var selt áfengi á tónleikunum. Gerðu gestir góðan róm að gömlu hetjunum sem
flestir eru komnir vel yfir miðjan aldur en tóku engu að síður góða spretti á sviðinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Skoðanakönnun:
D-listinn
með 35,7%
KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn
mælist með 35,7 prósenta fylgi sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun Frétta-
blaðsins. Flokkurinn er þar með
aftur orðinn stærri en Samfylkingin
sem mælist með 32,9 prósent.
Samkvæmt könnuninni fá
stjórnarflokkarnir samanlagt 29
þingmenn. Frjálslyndir bæta
verulega við sig. Könnunin sýnir
að ríkisstjórnin nýtur stuðnings
um 40 prósent landsmanna. Um 60
prósent eru henni andvígir.
Sjá nánar síðu 8
Norður-Kóreumenn tilbúnir til að láta af kjarnorkuáætlun:
Vilja hjálp og bætt samskipti
Veldu
ódýrt
bensín
Opið til 21.00 í kvöld
● ferðir ● tilboð
Með fjölskylduna
til Portúgal
Jóhann G. Jóhannsson:
● ræðir fortíðina og tónleikana á íslandi
Knúinn áfram
af fegurð
Lou Reed:
▲
SÍÐA 34
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
PEKING, AP Bandaríkjamenn hétu
því að leggja fram nýja tillögu að
lausn deilna um kjarnorkuáætl-
un Norður-Kóreu í viðræðum
sex þjóða um málefnið sem hófst
í Peking í gær. Norður-Kóreu-
menn buðust til þess að afsala
sér kjarnorkuvopnum í skiptum
fyrir aðstoð og að bundinn verði
endir á fjandsamlegt andrúms-
loft Bandaríkjamanna í garð
stjórnvalda.
James Kelly, aðstoðarutanrík-
isráðherra Bandaríkjanna og
fulltrúi þjóðarinnar í viðræðun-
um, sagði Bandaríkin tilbúin í al-
varlegar viðræður við Norður-
Kóreu og að málamiðlunartillaga
væri í undirbúningi. Að sögn
bandarískra embættismanna
verður Norður-Kóreumönnum
boðin aðstoð láti þeir af kjarn-
orkuáætlun sinni auk þess sem
sagt er að í tillögunni sé einnig
ábyrgst að ekki verði ráðist inn í
landið.
Fulltrúi Norður-Kóreumanna
sagði í gær viðleitni stjórnvalda til
þess að búa til kjarnavopn tilkomna
til þess að verja landið fyrir ógn-
inni af hugsanlegri kjarnorkuárás
Bandaríkjamanna. „Ef Bandaríkja-
menn binda endi á fjandsamlegt
andrúmsloft í okkar garð erum við
tilbúin að láta af öllum áætlunum
um smíði kjarnavopna.“ ■
DÓMSMÁL „Þetta er þungur dómur
og sá þyngsti sem kveðinn hefur
verið upp í auðgunarbrotamáli
fram að þessu. Fjögurra og hálfs
árs fangelsi er einsdæmi,“ segir
Jón H. Snorrason, yfirmaður
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra og saksóknari í Lands-
símamálinu.
Sveinbjörn Kristjánsson, fyrr-
um aðalféhirðir Landssímans, var
dæmdur í fjögurra og hálfs árs
fangelsi í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær fyrir um 261 milljónar
króna frádrátt í starfi. Árni Þór
Vigfússon og Kristján Ragnar
Kristjánsson voru dæmdir í
tveggja ára fangelsi fyrir hylm-
ingu með því að veita um 138
milljónum króna viðtöku og halda
fénu ólöglega fyrir Sveinbjörn.
Ragnar Orri Benediktsson var
dæmdur í átta mánaða fangelsi
fyrir hylmingu. Auður Harpa
Andrésdóttir, fimmti sakborning-
urinn í málinu, var sýknuð.
Jón H. segir dóminn vera í
samræmi við það sem búast mátti
við. Hvort málinu verði áfrýjað af
hálfu ákæruvaldsins sé í höndum
ríkissaksóknara. Hann muni una
dóminum þar til annað komi í ljós.
Árni Þór og Kristján Ragnar, sem
mættu hvorugur í héraðsdóm í
gær, ætla ekki að una dóminum og
hafa tekið ákvörðun um að áfrýja
honum til Hæstaréttar. Óvíst er
að svo stöddu hvort Sveinbjörn
áfrýjar en verjandi hans er stadd-
ur erlendis. Verjandi Ragnars
Orra segir dóminn hafa komið sér
í opna skjöldu. Ragnar hefur ekki
tekið ákvörðun um hvort hann
áfrýji.
Bótakröfu Landssímans var
vísað frá dómi en í tilkynningu frá
Landssímanum segir að með sak-
fellingu mannanna fjögurra hafi
verið lagður grundvöllur að bóta-
kröfu og þeir muni eftir atvikum
höfða einkamál.
„Það var ótrúlegur léttir að
heyra dómsorðið. Ég vissi að ég
hafði ekki gert neitt rangt og það
var léttir að dómurinn hafi séð það
líka,“ segir Auður Harpa, sem var
sýknuð í héraðsdómi í gær en hún
var ákærð fyrir minnstu sakirnar.
Sjá nánar síðu 4
hrs@frettabladid.is