Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 6
6 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR
IÐNAÐUR Bandaríski stálpípufram-
leiðandinn IPT hefur tilkynnt
bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ
að fyrirtækið sé á lokastigum í
samningum við stóran evrópskan
banka um að leiða lánsfjármögn-
un stálpípuverksmiðju í Helgu-
vík. Um verður að ræða atvinnu
fyrir nær 200 manns.
Gert er ráð fyrir að fjármögn-
unarferlið taki nú 4-5 mánuði og í
framhaldi af því verði hafist
handa við byggingu verksmiðj-
unnar. Suðurkóreska fyrirtækið
Daewoo er yfirverktaki verk-
smiðjunnar og samhliða samning-
um við bankann segjast forsvars-
menn IPT vera að ganga frá
samningum við Daewoo.
Þetta kemur fram í frétt frá
bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ.
IPT hafi nýverið rætt við ís-
lenska banka um lánsfjármögnun
og fengið jákvæð svör um hluta
fjármögnunar. Í framhaldi af því
var rætt við erlenda banka og nið-
urstaða þeirra viðræðna hefur
skilað sér í samkomulagi við
virtan evrópskan banka um að
leiða lánsfjármögnun.
Í framhaldi af viljayfirlýsingu
hins erlenda banka, sem nú liggur
fyrir, verður gengið frá fjármögn-
unarsamningi. Gert er ráð fyrir
að unnið verði að þeim verkefnum
næstu 4-5 mánuði en í framhaldi
af því verði hægt að hefjast handa
við byggingu verksmiðjunnar á
nýju ári.
Bygging IPT-stálpípuverk-
smiðjunnar í Helguvík kostar um
fimm milljarða króna. ■
Öllum nýnemum
tryggð skólavist
Málefni framhaldsskólanna skýrast endanlega í ágúst. Nemendur sem hafa fengið neikvætt svar
frá skóla geta vænst því að það breytist. Fáir eldri nemendur fá neitun ef nokkur.
Ráða þarf fleiri kennara. Aukafjárveiting hefur verið tryggð.
FRAMHALDSNÁM Fjöldi grunnskóla-
nemenda sem sótti um framhalds-
skólavist næsta vetur kom
menntamálaráðuneytinu í opna
skjöldu. Allt að
98% árgangs-
ins sótti um
sem er meiri
ásókn en búist
var við. Sam-
kvæmt tölum
hagstofunnar
er það um
5–7% aukning
frá árinu 2002,
auk þess sem
tæplega 500
fleiri skipa
þennan árgang
en þann síð-
asta. Fjölgunin
er ánægjuleg, segir menntamála-
ráðherra. Stjórnendum fram-
haldsskólanna var tilkynnt um
aukna fjárveitingu að upphæð 250
milljónir króna í gær.
„Núna er meginmál okkar að
koma öllum inn í skólana og þess
vegna að fara út í það að setja upp
lausar kennslustofur ef svo ber
við,“ segir Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra. „Í morgun hefur mennta-
málaráðuneytið verið í sambandi
við skólameistara og tilkynnt
þeim það að það eigi að vera opið
fyrir alla nýnema grunnskólanna
og við séum búin að tryggja fjár-
magn fyrir þetta ár í fjárauka-
lögum.“ Þorgerður segir að reynt
verði að tryggja öllum eldri nem-
endum skólavist. „Ég sé fram á
það að það verði fáir sem koma til
með að standa fram af borðinu.
Við komum að öllum líkindum til
með að leysa það mál líka.“
Nemendur sem hafa fengið
neikvætt svar frá skólum sem
þeir völdu sem fyrsta kost geta
átt von á að því verði breytt. Þeir
hafa þá hugsanlega fengið inni í öðrum skóla. Það verður til þess
að hringamyndun fer af stað þeg-
ar nemendurnir skipti. „Í ágúst
verður þetta endanlega komið á
hreint,“ segir Þorgerður.
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
formaður félags framhaldsskóla
og skólameistari Kvennaskólans,
segir ráðningu kennara fyrir
næsta vetur vera næsta verkefni
framhaldsskólanna í ljósi fjölda
nemendanna: „Þetta gerist ekki á
einum degi að koma þessu heim
og saman.“ Ingibjörg segir að
einum bekk hafi verið bætt við
hjá Kvennaskólanum sem leysi
vanda 30 nýnema til viðbótar.
Um 105–110 nýnemar sem sótt
hafi um hjá Kvennaskólanum
auk 20 lengra komna komist ekki
að í haust.
gag@frettabladid.is
,,Núna er
meginmál
okkar að
koma öllum
inn í skólana
og þess vegna
að fara út í
það að setja
upp lausar
kennslustofur
ef svo ber við.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 72.55
Sterlingspund 132.0
Dönsk króna 11.8
Evra 87.70
Gengisvísitala krónu 123,33 0,00%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 216
Velta 385.45 milljónir
ICEX-15 2.946 -0.34%
Mestu viðskiptin
Össur hf. 111.868
Íslandsbanki hf. 42.055
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 41.714
Mesta hækkun
Kaldbakur hf. 2.22%
Hlutabréfasj.r Búnaðarb. 0.95%
Fjárfestingafélagið Atorka 0.88%
Mesta lækkun
Jarðboranir hf. -4.44%
Marel hf. -4.36%
Flugleiðir hf. -1.89%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ * 10.395,07 0,20%
Nasdaq * 1.994,15 0,37%
FTSE 4.486.70 0,4%
DAX 3.945,10 0,4%
S&P * 1.134,41 0,05%
* Bandarískar vísitölur kl. 17.
VEISTU SVARIÐ?
1Hvað heitir nýútkomin ævisaga BillsClinton?
2Hversu margir hafa sótt um að fá aðhefja nám í framhaldsskólunum í
haust?
3Hversu mikið hefur úrvalsvísitalaKauphallar Íslands hækkað síðan um
áramót?
Svörin eru á bls. 47
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
VERKSMIÐJA RÍS
Á myndinni má sjá undirbúning á svæðinu
þar sem stálpípuverksmiðjan á að rísa.
BELTISLAUSIR STÖÐVAÐIR Fjórir
ökumenn voru teknir fyrir að
keyra án öryggisbelta og tveir
fyrir að tala í gsm-síma undir
stýri af lögreglunni í Keflavík í
gær. Þá var ökumaður kærður
fyrir of hraðan akstur á Reykja-
nesbrautinni fyrir ofan Njarðvík-
urafleggjara. Hann var á 96 kíló-
metra hraða. Lögreglan segir öku-
menn ekki átta sig á að þar sé
leyfilegur hraði aðeins 70 kíló-
metrar á klukkustund. Ökumaður-
inn á von á 20 þúsund króna sekt.
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Fjármögnun stálpípufyrirtækis í Helguvík á fulla ferð:
Veitir um 200
manns atvinnu
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR
„Mér finnst það mjög jákvætt viðsfangsefni fyrir mig sem menntamálaráðherra að sjá
þessa miklu ásókn í menntun, bæði í framhaldsskólum og háskólum. Sú stefna sem við
höfum verið að setja fram, að hvetja fólk til þess að læra, er greinilega að bera árangur.“
FÆRRI TAKA FRÍ FRÁ NÁMI
Samkvæmt vef Hagstofunnar fór skóla-
sókn 16 ára nemenda í fyrsta sinn yfir
90% árið 2002. Þá stunda fleiri eldri
nemendur nám í framhaldskólum nú
en áður og hefur 19 ára nemendum
fjölgað um 6% á þriggja ára tímabili,
1999–2002, og 17 ára nemendum um
5% á sama tíma.