Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 18
18 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR MEÐ BLÆJU Síkhastúlka með blæju sækir bænahús sitt í norðausturhluta Parísar. Síkhar hafa mikl- ar áhyggjur af því að franskir skólar muni loka dyrum sínum fyrir börnum þeirra þegar ný lög sem banna trúartákn í frönskum skólum taka gildi. Hjólabrettadrengir funduðu með bæjarstjóra: Vilja aðstöðu fyrir hjólabretti SELTJARNARNESBÆR Tveir hjóla- brettadrengir, þeir Birkir Krist- ján Guðmundsson og Daníel Kristjánsson, gengu á fund bæjar- stjórans á Seltjarnarnesi á dögun- um og afhentu honum undir- skriftalista til stuðnings hugmynd þeirra um hjólabrettasvæði á Sel- tjarnarnesi. Á listanum voru tæplega 130 nöfn áhugamanna um hjólabretti og línuskautaiðkun en Birkir Kristján og Daníel segja aðstæður til iðkunar íþróttarinnar takmark- aðar á Nesinu. Rampur sem settur hafi verið upp fyrir nokkru henti fyrst og fremst fyrir línuskauta, það vanti handrið eða grindur sem hægt sé að stökkva upp á og renna sér eftir. Þá segja þeir að það sé ekki vel séð að fólk sé á hjóla- brettum inni á Eiðistorgi þó sumir hafi stolist til að renna sér þar. Jónmundur Guðmarsson bæj- arstjóri lýsti ánægju með framtak drengjanna og tók jákvætt í hug- myndir þeirra. Hann sagði að far- ið yrði vandlega yfir málið og skoðað hvort ekki fyndist góður staður þar sem hægt væri að byggja upp aðstöðu fyrir hjóla- brettafólk. ■ FLUGUMFERÐARSTJÓRN Litlu mátti skeika þegar norsk farþegaflugvél kom of lágt og of hratt til lendingar á Garde- moen-flugvelli í febrúar síðastliðnum. Norsk flugslysanefnd: Tugir í lífshættu FLUGMÁL Afar litlu mátti muna að ekki hlytist af stórslys þegar norsk farþegaflugvél sem kom frá Stafangri með 50 manns inn- anborðs lenti heilu og höldnu á Gardemoen-flugvelli í Noregi í febrúar. Tildrög atviksins voru þau að í snjókomu og litlu skyggni rétt fyrir lendingu biluðu hæðar- mælar vélarinnar með þeim af- leiðingum að hún kom of lágt og of hratt inn til lendingar. Flug- stjórinn gerði sér grein fyrir mis- tökunum augnabliki áður en það var of seint, að mati norsku flug- slysanefndarinnar. ■ Kringlan Reykjavík - Lækjargata 4 Reykjavík - Faxafen 12 Reykjavík Miðhraun 11 Garðabæ - Glerárgata 32 Akureyri og söluaðilar um land allt. 3.950 kr. Öryggislitir fyrir börnin | Verð áður 5.400 kr. Framlengjum tilboðið! Nýtt kortatímabil. HVASSVIÐRI Í BRETLANDI Hávaðarok hefur geisað á suðurströnd Bretlands síðustu tvo daga. Bretland: Hávaðarok VEÐURFAR Alla jafna er margt um manninn á ströndum Bretlands á þessum tíma árs en nú horfir svo við að þær hafa verið galtómar síðustu tvo daga vegna mikilla vinda sem geisað hafa um suður- strönd landsins. Hefur vindhrað- inn mælst allt að 30 hnútum og furða íbúar sig á þessu enda eiga þeir fremur að venjast hitastækju á þessum tíma. Hafa ferðaþjón- ustuaðilar af þessu miklar áhyggjur ef fram heldur sem horfir. ■ Á FUNDI BÆJARSTJÓRA Þeir Birkir Kristján Guðmundsson og Daníel Kristjánsson gengu á fund Jónmundar Guðmarssonar, bæjarstjóra í Seltjarnarnesbæ, á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.