Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2004, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 24.06.2004, Qupperneq 18
18 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR MEÐ BLÆJU Síkhastúlka með blæju sækir bænahús sitt í norðausturhluta Parísar. Síkhar hafa mikl- ar áhyggjur af því að franskir skólar muni loka dyrum sínum fyrir börnum þeirra þegar ný lög sem banna trúartákn í frönskum skólum taka gildi. Hjólabrettadrengir funduðu með bæjarstjóra: Vilja aðstöðu fyrir hjólabretti SELTJARNARNESBÆR Tveir hjóla- brettadrengir, þeir Birkir Krist- ján Guðmundsson og Daníel Kristjánsson, gengu á fund bæjar- stjórans á Seltjarnarnesi á dögun- um og afhentu honum undir- skriftalista til stuðnings hugmynd þeirra um hjólabrettasvæði á Sel- tjarnarnesi. Á listanum voru tæplega 130 nöfn áhugamanna um hjólabretti og línuskautaiðkun en Birkir Kristján og Daníel segja aðstæður til iðkunar íþróttarinnar takmark- aðar á Nesinu. Rampur sem settur hafi verið upp fyrir nokkru henti fyrst og fremst fyrir línuskauta, það vanti handrið eða grindur sem hægt sé að stökkva upp á og renna sér eftir. Þá segja þeir að það sé ekki vel séð að fólk sé á hjóla- brettum inni á Eiðistorgi þó sumir hafi stolist til að renna sér þar. Jónmundur Guðmarsson bæj- arstjóri lýsti ánægju með framtak drengjanna og tók jákvætt í hug- myndir þeirra. Hann sagði að far- ið yrði vandlega yfir málið og skoðað hvort ekki fyndist góður staður þar sem hægt væri að byggja upp aðstöðu fyrir hjóla- brettafólk. ■ FLUGUMFERÐARSTJÓRN Litlu mátti skeika þegar norsk farþegaflugvél kom of lágt og of hratt til lendingar á Garde- moen-flugvelli í febrúar síðastliðnum. Norsk flugslysanefnd: Tugir í lífshættu FLUGMÁL Afar litlu mátti muna að ekki hlytist af stórslys þegar norsk farþegaflugvél sem kom frá Stafangri með 50 manns inn- anborðs lenti heilu og höldnu á Gardemoen-flugvelli í Noregi í febrúar. Tildrög atviksins voru þau að í snjókomu og litlu skyggni rétt fyrir lendingu biluðu hæðar- mælar vélarinnar með þeim af- leiðingum að hún kom of lágt og of hratt inn til lendingar. Flug- stjórinn gerði sér grein fyrir mis- tökunum augnabliki áður en það var of seint, að mati norsku flug- slysanefndarinnar. ■ Kringlan Reykjavík - Lækjargata 4 Reykjavík - Faxafen 12 Reykjavík Miðhraun 11 Garðabæ - Glerárgata 32 Akureyri og söluaðilar um land allt. 3.950 kr. Öryggislitir fyrir börnin | Verð áður 5.400 kr. Framlengjum tilboðið! Nýtt kortatímabil. HVASSVIÐRI Í BRETLANDI Hávaðarok hefur geisað á suðurströnd Bretlands síðustu tvo daga. Bretland: Hávaðarok VEÐURFAR Alla jafna er margt um manninn á ströndum Bretlands á þessum tíma árs en nú horfir svo við að þær hafa verið galtómar síðustu tvo daga vegna mikilla vinda sem geisað hafa um suður- strönd landsins. Hefur vindhrað- inn mælst allt að 30 hnútum og furða íbúar sig á þessu enda eiga þeir fremur að venjast hitastækju á þessum tíma. Hafa ferðaþjón- ustuaðilar af þessu miklar áhyggjur ef fram heldur sem horfir. ■ Á FUNDI BÆJARSTJÓRA Þeir Birkir Kristján Guðmundsson og Daníel Kristjánsson gengu á fund Jónmundar Guðmarssonar, bæjarstjóra í Seltjarnarnesbæ, á dögunum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.