Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 2
2 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR Steingrímur Hermannsson um forsetakosningarnar: Ólafur getur vel við unað FORSETAKJÖR Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, telur það ekki vera áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar Grímsson þótt hlutfall auðra seðla verði hátt í forsetakosningunum á laugardaginn kemur. Mikið hefur verið rætt undan- farið um gildi auðra seðla fyrir sitjandi forseta. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins um kosningar sem birtist í gær fær Ólafur Ragnar 72 prósent atkvæða, Baldur Ágústs- son fengi um sex prósent og Ást- þór rúmt prósent. Tuttugu prósent ætla að skila auðu samkvæmt könnuninni. Steingrímur telur Ólaf geta vel við unað ef þetta verða úrslitin í ljósi þeirra deilna sem uppi hafa verið um ákvörðun forsetans að nota málskotsrétt sinn. „Þeir sem skila auðu er sá hópur manna sem lítur á það sem borgaralega skyldu sína að mæta á kjörstað og kjósa, en fallast ekki á þá ákvörð- un forsetans að beita málskots- réttinum. Þau koma því fyrst og fremst frá andstæðingum Ólafs og gjörða hans. Það ætti ekki að vera áhyggjuefni fyrir hann ef þetta verða úrslitin.“ Steingrímur bætir við að það hafi ekki verið jafn margir pólar í forsetakosn- ingum frá því að forseti var fyrst kjörinn. ■ Samruni Fréttar og Norðurljósa í lagi Samkeppnisráð leggur blessun sína yfir samruna Fréttar við Norðurljós og segir að „ekki sé ástæða til íhlutunar“. Stjórnarformaður Norðurljósa segir þetta sýna að fjölmiðlalögin séu óþörf, að minnsta kosti að hluta til. SAMKEPPNISMÁL „Þetta kemur okk- ur ekki á óvart í sjálfu sér, en við erum þó mjög ánægðir með þessa niðurstöðu,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnar- formaður Norðurljósa, um þá nið- urstöðu samkeppnisráðs, að ekki sé ástæða til íhlutunar vegna hugsanlegra samsteypuáhrifa af samruna Fréttar við Norðurljós. Í niðurstöðu sinni segir sam- keppnisráð: „Hvað varðar sam- runa Fréttar við Norðurljós bendir samkeppnisráð á að Ís- lenska útvarpsfélagið og Frétt starfa á ólíkum samkeppnis- mörkuðum fjölmiðlunar, það er annars vegar útvarps- og sjón- varpsrekstur og hins vegar út- gáfu dagblaða. Er afleiðing sam- runans að þessu leyti því hvorki sú að saman renni raunverulegir eða hugsanlegir keppinautar (lá- réttur samruni) né tengsl í þeim skilningi að annar þessara aðila framleiði vörur eða þjónustu sem hinn notar í starfsemi sinni (lóðréttur samruni). Þótt slíkur samruni sé alla jafna ekki talinn hafa skaðleg áhrif á samkeppni, bendir sam- keppnisráð þó á að í undantekn- ingartilvikum hafi verið talið að um neikvæð samkeppnisáhrif gæti verið að ræða, svonefnd samsteypuáhrif, þar sem öflugt fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu á einhverjum markaði (mörkuð- um) nýtir sér stöðu sína til þess að ná sterkri stöðu á öðrum markaði. Eins og nánar er útskýrt í ákvörð- uninni telur samkeppnisráð hins vegar að ekki sé ástæða til íhlutunar vegna hugsanlegra sam- steypuáhrifa í þessu máli.“ Skarphéðinn sagði, þetta sýndi, og raunar benti Samkeppnisstofn- un á það í ofangreindri tilkynn- ingu, að samkeppnislög ættu við um fjölmiðla eins og önnur fyrir- tæki og ákvæði þeirra laga mætti nota ef fjölmiðlar með einhverj- um hætti misnotuðu aðstöðu sína á markaði. „Það var það sem þessum svokölluðu fjölmiðlalögum var ætlað að gera, að bregðast við því ef fjölmiðlar væru í þeirri stöðu að geta misnotað aðstöðu sína,“ sagði hann. Spurður hvað þetta segði um nýsett fjölmiðlalög, sagði Skarp- héðinn að þau væru óþörf, að minnsta kosti að hluta til. jss@frettabladid.is Efni til eigin nota: Tekinn með hass ÍSAFJÖRÐUR Karlmaður á átjánda ári var handtekinn af lögregl- unni á Ísafirði með tæplega 60 grömm af kannabisefnum í gær- morgun. Hann var að koma með áætlunarvél frá Reykjavík. Manninum var sleppt eftir yfir- heyrslu en þar sagði hann efnið til eigin neyslu. Lögreglan telur að aðrir tengist ekki málinu. Maður- inn hefur ekki komið við sögu lög- reglunnar vegna fíkniefnamála en hefur þó legið undir grun. Lög- reglustjóri fær málið fjótlega til refsimeðferðar. ■ VEL GÆTT Hótað hefur verið að ráða forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraka af dögum. Írak: Forsætisráð- herra hótað KAÍRÓ, AP Hótað hefur verið að ráða forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnar Íraka af dögum. Þetta kom fram á upptöku sem talin er koma frá vígamanninum Abu Musab al- Zarkawi sem hefur tengsl við al- Kaída hryðjuverkasamtökin. Enn fremur segir í upptökunni að baráttunni gegn heiðingjum sé hvergi nærri lokið og muni halda áfram þar til íslömsk lög ráði jörð- inni á ný. Á upptökunni er Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar, ávarpaður. „Þú veist ekki að þér hefur þegar tekist að lifa af gildrur sem við höfum lagt fyrir þig,“ segir á upptökunni. „Við lofum að við munum halda leiknum áfram þar til yfir lýkur.“ ■ Aftöku hefnt: Fjórir háls- höggnir KABÚL, AP Fjórir meintir liðsmenn talibana í Afganistan voru háls- höggnir í suðausturhluta landsins á mánudag. Að verknaðinum stóðu afganskar hersveitir, þjálf- aðar af Bandaríkjamönnum, sem vildu hefna svipaðrar aftöku afgansks hermanns og hertúlks. Hermaðurinn og túlkurinn urðu viðskila við félaga sína úr sameiginlegum her Bandaríkja- manna og Afgana og voru her- menn sendir út af örkinni til að leita þeirra. Lík þeirra fundust nokkru síðar og höfðu þeir verið hálshöggnir. Talibanarnir fjórir fundust í nágrenninu. ■ „Jú, en það er endalaus fórn að vinna að friði í heiminum.“ Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er með kosningafund á netinu í kvöld á sama tíma og tónleikar Deep Purple í Laugardalshöll fara fram. SPURNING DAGSINS Ástþór, ertu ekki svekktur yfir að missa af Deep Purple? UNGLINGAVINNAN HEILLAR En ekki komast allir að sem vilja. Yfir hundrað unglingar eru enn með umsóknir hjá Vinnumiðlun ungs fólks. Unglingavinnan: Enn margir á biðlista ATVINNUMÁL Tæplega 150 ungling- ar eru enn á skrá eftir atvinnu hjá Vinnumiðlun ungs fólks í Reykja- vík þrátt fyrir að langt sé liðið á sumar en alls sóttu rúmlega 2.700 unglingar um í vor. Þar af hafa tæplega 1.300 verið ráðnir en þús- und drógu umsóknir sínar til baka sem þýðir að líkindum að þeir hafa fengið starf annars staðar. Þá hafa 3.500 yngri skólanemar verið ráðnir í sumar ásamt 230 leiðbeinendum hjá Vinnuskólan- um og Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið 250 nema til sumar- starfa þar að auki. ■ Belgískrar konu saknað: Fannst við rætur Heklu LEIT Belgísk kona sem saknað hafði verið frá því á þriðjudags- kvöld fannst heil á húfi snemma í gærmorgun við rætur Heklu. Konan ætlaði á fjallið ásamt ferðafélaga sínum, en ákvað að bíða eftir honum fyrir neðan efsta hluta fjallsins. Þegar ferðafélag- inn kom niður fann hann ekki kon- una og hafði því samband við lög- gæsluyfirvöld. Klukkan tíu í fyrrakvöld voru 30 björgunar- sveitarmenn með leitarhunda sendir á vettvang, sem og ein flugvél. Eftir átta klukkustunda leit fannst konan heil á húfi við rætur fjallsins. Hún hafði verið á göngu alla nóttina. ■ TEHERAN, AP Átta breskum sjó- liðum, sem eru í haldi íranskra stjórnvalda, verður líklega sleppt úr haldi í dag. Sjóliðarnir fóru ólöglega inn á íranskt vatnasvæði og voru hand- teknir í Shatt al-Arab skipaskurð- inum á landamærum Íraks og Írans. Áttu mennirnir að afhenda gæslubát til íraskrar fljótagæslu. Að sögn íranskra yfirvalda höfðu sjóliðarnir farið um það bil kíló- metra inn fyrir landamæri Írans. Að sögn íranskra yfirvalda verður sjóliðunum líkega sleppt þar sem sýnt þykir að innrás þeir- ra í íranskt vatnasvæði hafi verið mistök. Tveir sjóliðanna báðust afsökunar og játuðu að þeim hefðu orðið á mistök í írönsku sjónvarpi. Áður hafði því verið lýst yfir að sjóliðarnir gætu átt von á að verða sóttir til saka. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA STEINGRÍMUR HERMANSSON Líta þarf á kosnigarnar í ljósi deilna undanfarið. M YN D /A P Átta breskir sjóliðar fóru fyrir mistök inn í Íran: Líklega sleppt í dag SKIPASKURÐURINN VARINN Átta breskir sjóliðar voru handteknir eftir að þeir fóru fyrir mistök inn á íranskt vatnasvæði í Shaat al-Arab skipaskurðin- um á landamærum Íraks og Íran. Skipa- skurðurinn er aðaltengiæð Írans við Persaflóa og hefur lengi valdið spennu í samskiptum landanna tveggja. M YN D /A P SAMEININGIN KYNNT Í lok janúar var sameining Fréttar ehf. og Norðurljósa kynnt. Frá vinstri: Sigurður G. Guðjóns- son útvarpsstjóri, Gunnar Smári Egilsson, útgáfustjóri Fréttar ehf., Skarphéðinn Berg Steinars- son, stjórnarformaður Norðurljósa, og Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Skífunnar. Flugvél Íslandsflugs: Magalenti á Siglufirði SIGLUFJÖRÐUR Dornier-flugvél Ís- landsflugs magalenti á flugvellin- um á Siglufirði skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöld. Tveir flug- menn voru í vélinni og sakaði þá ekki. Flugvélin er mikið skemmd. Vélin fór frá Reykjavík klukk- an 18.30 í áætlunarflugi til Sauð- árkróks. Flugmennirnir ákváðu síðan að fara í æfingaflug til Siglufjarðar og varð þá einhver bilun í vélinni. Hún varð að lenda á flugvellinum með lendingar- hjólin uppi. Í gærkvöldi var ekki vitað hvað fór úrskeiðis. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd flugslysa fóru strax norður. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.