Fréttablaðið - 24.06.2004, Page 48

Fréttablaðið - 24.06.2004, Page 48
40 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR ■ ÞINGBLÓT ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Vilborg Helgadóttir sópran- söngkona og Kjartan Sigurjónsson orgelleikari koma fram á fyrstu hádegistónleikum sumarsins á fimmtudögum í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá tónleikaraðarinnar Sumarkvöld við orgelið sem hófst um síðustu helgi og stendur til 15. ágúst. Á efnisskrá þeirra Vilborgar og Kjartans er aðallega íslensk tónlist.  20.30 Sænski kammerkórinn Cant- ando heldur tónleika í Akureyrar- kirkju ásamt þeim Jakobi Petrén píanóleikara og Ingibjörgu Guð- laugsdóttur básúnuleikara.  20.30 Jazztríó Andrésar Þórs leik- ur á sumartónleikum á Stykkis- hólmskirkju. Andrés Þór leikur á gítar, Sigurður Flosason á alt saxafón og Róbert Þórhallsson á kontrabassa.  21.00 Hljómsveitin Hudson Wayne verður með tónleika í Klink og Bank ásemt þeim Paul Lydon og Myrkva T. Þetta eru fyrstu tónleik- arnir í nýrri tónleikaröð Klink og Bank, sem verður annan hvern fimmtudag í sumar.  21.30 Hljómsveitin Hljóð í skrokk- inn leikur swingmúsik á heitum fimmtudegi í Deiglunni á Akur- eyri. Hljómsveitina skipa Óskar Guðjónsson á saxófón, Ólafur Stolzenwald á kontrabassa, Ómar Guðjónsson á gítar og Erik Qvick á trommur.  Færeyska hljómsveitin Týr spilar í Sjallanum á Akureyri ásamt ís- lensku hljómsveitinni Douglas Wilson.  Ég og Ísa rokka á Grand Rokk.  Ragnheiður Gröndal syngur á djass- hátíð á Egilsstöðum ásamt hljóm- sveit sinni, sem skipuð er Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Hauki Gröndal á saxófón og hinum norska Lars Tormod Jenset á kontrabassa. ■ ■ LEIKLIST  19.30 Söngleikurinn Fame frum- sýndur í Smáralind.  21.00 Leiklistarhátíðin Leikur einn í Hömrum á Ísafirði hefst með sýningu á einleiknum Steinn Steinarr. Leikari er Elfar Logi Hannesson og leikstjóri Guðjón Sigvaldason. Aðgangur að hátíð- inni er ókeypis. ■ ■ SKEMMTANIR  Búðarbandið skemmtir á Hressó. ■ ■ FYRIRLESTRAR  17.00 Kanadíski rithöfundurinn Lisa Moore kemur fram í Norræna húsinu, segir frá rithöfundarferli sínum og les úr verkum sínum. ■ ■ SAMKOMUR  18.30 Hið árlega Þingblót ásatrúar- manna við Lögberg á Þingvöllum verður haldið í kvöld. Safnast verð- ur saman við Valhöll og þaðan gengið í skrúðgöngu að Lögbergi þar sem allsherjargoði, Hilmar Örn Hilmarsson, helgar Þingblótið. Nýir goðar vinna eiðstafi á blótinu og eftir hátíðarstundina verður gengið að Valhöll aftur þar sem haldin verður blótveisla. Að venju halda ásatrúarmenn þing- blót sitt að Þingvöllum á þórsdegi í tíundu viku sumars. Þessa hefð má rekja allt aftur til þinghalds til forna, en tímasetningin er miðuð við sumarsólstöður og seinni tíma ásatrúarmenn hafa frá byrjun haldið þennan sið í heiðri. „Það má rekja til þess að Þor- steinn Guðjónsson og Sveinbjörn Beinteinsson og fleiri fóru að koma saman á Þingvöllum á þessum degi upp úr 1960,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. Athöfnin sjálf fer fram með nokkuð hefðbundnum hætti. Safn- ast verður saman við Valhöll og þaðan gengið í skrúðgöngu að Lög- bergi þar sem allsherjargoði helg- ar þingblótið. Að því búnu verður innsetning nýrra goða, sem vinna eiðstafi sína. Þetta árið eru það þau Jóhanna Harðardóttir, sem verður formlega sett í embætti Kjalnesingagoða, og Sigurjón Þórðarson sem tekur formlega við sem Hegranesgoði, en bæði hafa þau gegnt þeim störf- um um hríð þó formleg innsetning hafi ekki farið fram fyrr en nú. Einnig verður Tómas Alberts- son Seiðgoði, en það er nýtt emb- ætti sem ásatrúarfélagið hefur ákveðið að koma á fót. „Þetta er ákveðið fræðimanna- starf, hann verður að segja má, goði fræðanna,“ segir Hilmar Örn. „Tómas hefur gefið sig mikið að því að stúdera galdra og seið. Við höfum ákveðið að vekja upp gaml- ar hefðir í sambandi við helgisiði og fara út í ákveðna innri vinnu í sambandi við það.“ Að loknum þessum athöfnum tekur síðan við veisla mikil í Val- höll. „Það góða við blót er að helgi- haldið er líka veisla sem fer fram á eftir. Þá verður gengið að Valhöll og þar bíða manna kræsingar.“ Öllum er heimilt að mæta í gleð- skapinn, enda segir Hilmar Örn það oft hafa gerst að „ítalskir ferðamannahópar hafa komið og uppgötvað heiðingjann í sér alveg óvænt.“ Ásatrúarfélagið er ungt trúfé- lag og enn í mótun. Starfsemin hef- ur smám saman orðið viðameiri eftir því sem fjölgað hefur í félag- inu. „Ég held að við séum það trúfé- lag hér á landi sem er í öruggustum vexti. Á síðasta ári var fjölgun um nærri 25 prósent og alls eru félag- ar farnir að nálgast 900 manns.“ ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Fimmtudagur JÚNÍ Íslenskt og öðruvísi kántrí Ný tónleikaröð er að hefjast í húsa- kynnum Klink og Bank við Þver- holt í Reykjavík. Tónleikarnir verða annan hvern fimmtudag í sumar, en fyrstir til að stíga á stokk verður hljómsveitin Hudson Way- ne, sem er íslensk og óhefðbundin kántrísveit. Tónleikaröðin verður með því fyrirkomulagi að hljómsveit kvöldsins velur með sér hljóm- sveitir eða aðra listamenn sem gesti á hverjum tónleikum. Í kvöld ætlar Hudson Wayne að fá til liðs við sig þá Paul Lydon og Myrkva T. Paul Lydon hefur verið viðrið- inn íslenskt tónlistarlíf í nokkur ár og gaf nýlega út plötuna Vitlaust hús, við góðar undirtektir. Myrkvi T er hins vegar sólóverkefni Andra Ásgrímssonar hljómborðsleikara Leaves, en áður var hann í hljóm- sveitinni Náttfara. Annars er það að frétta af Hud- son Wayne að hljómsveitin er þessa dagana að taka upp sína fyrstu plötu í fullri lengd, og er áætlað að hún komi út í haust. Einnig verður gefin út smáskífa á sjötommu nú í sumar. ■ ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Skógræktarfélag Reykjavík- ur hefur veg og vanda af fimmtudagsgöngu skógræktar- félaganna í kvöld. Að þessu sinni verður Norska húsið í Heiðmörk skoðað. Farið verður frá Borgarstjóraplaninu við Heiðarveg, skammt austan vegamótanna við Hjallaveg. Leiðsögumenn verða Ólafur Erling skógarvörður í Heið- mörk, Auður Jónsdóttir garð- yrkjufræðingur og Þorvaldur S. Þorvaldsson.  20.00 Steindór Andersen kvæða- maður verður með fimmtudags- göngu á Þingvöllum þar sem hann ætlar að fræða gesti um rímnakveðskap og rifjar upp Öl- kofrasögu. Gangan hefst við Flosagjá og gengið verður um Skógarkot inn í Ölkofradal. Að lokinni göngunni um klukkan 10 eru kvöldbænir í Þingvallakirkju í umsjón Þingvallaprests. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K ÞINGBLÓT ÁSATRÚARMANNA Hið árlega þingblót ásatrúarmanna verður haldið í kvöld á Þingvöllum. Myndin er tekin á þingblótinu í fyrra, en við það tækifæri tók Hilmar Örn Hilmarsson við starfi allsherjargoða HUDSON WAYNE Verður með tónleika í Klink og Bank í kvöld og hefjast þeir klukkan 21. Ásatrúin á Þingvöllum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.