Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 46
38 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR VEIFAR TIL AÐDÁENDA Söngkonan Avril Lavigne veifar brosandi til aðdáenda sinna við komu sína á MuchMusic Video-verðlaunaafhendinguna í Kanada á dögunum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Mystic River SPENNA Monster DRAMA Stuck on You GAMAN Big Fish ÆVINTÝRI Duplex GAMAN Love Actually GAMAN Mona Lisa Smile DRAMA Scary Movie 3 GAMAN The Last Samurai DRAMA Head of State GAMAN Lord of the Rings: Return of the King ÆVINTÝRI American Splendor DRAMA 21 Grams DRAMA Honey GAMAN Whale Rider DRAMA In the Cut SPENNA Biker Boyz SPENNA Bringing Down the House GAMAN Kill Bill: Vol. 1 SPENNA Radio DRAMA [ MYNDBÖND ] VINSÆLUSTU LEIGUMYNDBÖNDIN ■ KVIKMYNDIR ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST „Það kemur mikið af kennurum ár eftir ár á námskeiðið en við erum að halda það í 20. sinn nú í ár,“ segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. „Námskeiðið er fyrst og fremst fyrir kennara og þá sem starfa að skapandi starfi með börnum og unglingum. Í ár verða þrjár meg- ináherslur. Í fyrsta lagi tónlist, tjáning og leikir, síðan listvísinda- smiðja og að lokum tökum við fyr- ir skrif og sköpun.“ Á námskeiðinu kenna Elfa Lilja Gísladóttir og Kristín Valsdóttir sem báðar eru tónlistarkennarar, Arna Valsdóttir fjöllistamaður, Kristín Dýrfjörð, lektor við Kenn- araháskólann, og að lokum Þor- valdur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður. Hafdís segir leikskólakennara duglega að nýta sér námskeiðið en lagt er upp úr því að þátttakendur séu virkir. „Þetta er ekkert glæru- námskeið heldur kraftmikið og lifandi. Við miðum að því að gefa kennurum hugmyndir sem þeir geta síðan notað á sinn hátt á sínu sviði,“ segir Hafdís og bætir því við að mörgum kennurum komi það á óvart hversu mikið er hægt að nýta sér hugmyndirnar sem koma fram á námskeiðinu. Hafdís segist sakna grunn- skólakennaranna á námskeiðun- um. „Það vantar meira listtengdar námsgreinar í grunnskólana. Þeir sem þar starfa standa sig vel en það þarf að fara hrista upp í þessu. Þetta snýst þó auðvitað alltaf um peninga og stefnu stjórnvalda,“ segir Hafdís að lok- um. ■ PJ HARVEY Rokkskutlan PJ Harvey átti að koma fram á Lollapalooza en ekkert verður af því. Hætt við Lollapalooza Hætt hefur verið við Lollapa- looza-tónleikahátíðina í Banda- ríkjunum, aðeins þremur vikum áður en hún átti að hefjast. Ástæð- an er dræm miðasala. Hátíðin, sem hefur verið árleg- ur viðburður, átti að samanstanda af 31 tónleikum í 16 borgum víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. Hljómsveitir á borð við Pixies, PJ Harvey, Morrissey, Sonic Youth og The Flaming Lips áttu að koma fram. Allir þeir sem höfðu keypt sér miða fá þá endur- greidda von bráðar. ■ Rokksveitin Metallica, sem spilar hér á landi þann 4. júlí, ætlar að gefa út EP-plötu í tilefni af sýn- ingu heimildarmyndarinnar Metallica: Some Kind of Monster í kvikmyndahúsum víðs vegar um heim. Platan, sem kallast Monster, kemur út í Bandaríkjunum þann 13. júlí. Á henni verða sex sígild Metallica-lög í tónleikaútgáfum auk þess sem tvær útgáfur verða af titillaginu, sem er að finna í nýjustu plötu sveitarinnar, St. Anger. Er það jafnframt nýjasta smáskífulag hennar. Tónleikalögin sex eru: The Four Horsemen, Damage Inc, Leper Messiah, Motorbreath, Ride the Lightning og Hit the Lights. Voru þau öll tekin upp í París fyrir ári síðan. ■ Leikarinn Owen Wilson ætlar að taka að sér aðalhlutverk í kvik- myndinni The Smoker. Mun hann leika við hlið Natalie Portman. Myndin fjallar um stúlku sem verður skotin í enskukennara við menntaskóla hennar. Hún telur sig vera hina fullkomnu eiginkonu hans og foreldrar hennar eru víst á sama máli. Wilson sést næst í felu- hlutverki í myndinni Around the World in 80 Days en þar á eftir leikur hann í myndinni The Life Aquatic sem kemur á hvíta tjaldið í Bandaríkjunum í desember. ■ AP /M YN D MYSTIC RIVER Sean Penn fékk verðskuldað Ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn í Mystic River. EP-plata frá Metallica METALLICA Hljómsveitin spilar í Egilshöll þann 4. júlí næstkomandi. Wilson leikur kennara OWEN WILSON Wilson, til hægri, ásamt Jackie Chan í Shang- hai Noon. Wilson fer væntanlega með aðal- hlutverk í myndinni The Smoker. KENNARANÁMSKEIÐ KRAMHÚSIÐ ■ Námskeiðið er nú haldið í 20. sinn í Kramhúsinu en það er sérstaklega hugs- að fyrir þá sem vinna að skapandi starfi með börnum og unglingum. Ekkert glærunámskeið KRAMHÚSIÐ Mikið er lagt upp úr virkni þátttakenda á námskeiðinu. Fjöldi kennara sækir námskeiðið á hverju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.