Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 27
3FIMMTUDAGUR 24. júní 2004
!
" #
#$
%
&
'
(
)
%*+)
#!
"
,
'"- -#.
" .
/
"
.
,
/
"
" .
0$1!2
3
34
%-
5 4
+,
/6
5
65
Guðmundur Hallvarðsson tón-
listarmaður var á förum norður
á Hornstrandir að dytta að eyði-
býlum og skálum eftir veturinn
þegar við náðum í hann. Hann á
þar margt sporið sem farar-
stjóri hópa á vegum Ferðafélags
Íslands í fjórtán ár. Enn er sum-
ar fram undan og enn verður
gengið um eyðibyggðir og fjöll
Hornstranda. „Við teygjum okk-
ur yfir nokkuð stórt svæði og
erum með mismunandi ferðir
sem geta tekið allt að sjö dög-
um,“ segir hann. „Sumar eru
hreinar bakpokaferðir þar sem
fólk ber allan sinn farangur
enda vilja sumir hafa fyrir-
komulagið sem frumstæðast og
reyna á sig. Í öðrum eru meiri
þægindi, svo sem trússbátar, og
í sumum ferðum er fæði inni-
falið. Þannig er reynt að mæta
ólíkum þörfum. Þetta eru allt
frekar erfiðar ferðir og fólk
þarf að vera þokkalega á sig
komið til að leggja í þær nema
það ætli að dvelja á sama stað
því það er líka inni í myndinni.
Við erum til dæmis með ferðir
sem við köllum Sæludaga í
Hlöðuvík. Þá er alltaf gist á
sama stað í ágætu húsi og fólk
ræður hvort það fer í göngu á
hverjum degi. Það getur líka
verið um kyrrt og hugleitt
heimsmálin.“ ■
Færeyskir dagar verða haldnir í Ólafs-
vík um helgina. Allir ættu að finna eitt-
hvað til skemmtunar við sitt hæfi því
margt er í boði. Örvar Kristjánsson
spilar á harmonikku og fer með gam-
anmál, magadansmærin Helga Braga
sýnir magadans, Maggi mjói úr Latabæ
kíkir í heimsókn og Árni Johnsen flytur
sín allra vinsælustu lög. Á markaði
sem verður opinn í húsnæði Hús-
geyms á Norðurtanga verða um fjöru-
tíu aðilar með margs konar vörur áÝ-
boðstólum. Sjá nánar á snb.is
Djasshátíð verður haldin á Egilsstöð-
um í sautjánda skipti. Meðal þeirra
sem fram koma þar eru djasssöngkon-
an Ragnheiður Gröndal ásamt hljóm-
sveit Jóns Páls Bjarnasonar gítarleik-
ara, Blues & Brass sem er átta manna
blúsband og Havana-band Tómasar R.
Einarssonar. Hátíð sem enginn má
missa af.
Jónsmessuhátíð verður haldin á Hofs-
ósi um helgina þar sem margt verður
til skemmtunar. Í Vesturfarasetrinu
verður handverkssýning Fléttunnar, far-
ið verður í kvennareið að hætti Svaða
kvenna, í Höfðaborg verður grillveisla,
útimarkaður og fleira þar sem mun
ríkja sannkölluð útihátíðarstemning.
Hátíðinni lýkur síðan með stórdansleik
í Höfðaborg þar sem hljómsveitin
Upplyfting mun spila.
Hvalahátíð verður haldin á Húsavík
um helgina þar sem hvalurinn verður í
sviðsljósinu.
Fyrirlestrar
verða haldnir
um hvali,
hvalaskurð
og hvala-
rannsóknir
og flaggskip Greenpeace kemur í
heimsókn. Á laugardeginum verður
fyrirlestur og myndband um líf Keikós,
sandkastalakeppni og síðast en ekki
síst býðst fólki að fara í Grímseyjarferð
með Norðursiglingu. Þetta og margt
fleira á hvalahátíð á Húsavík.
Hátíðir
helgarinnar
Ólafsvík
Hornstrandir:
Gott að hugleiða heimsmálin
Möðrudalur á Fjöllum:
Vinsæll þótt
vegurinn
hafi fjarlægst
Nýja Fjallakaffið er byggt úr torfi og þiljað að innan með panel. Litlu kirkjuna byggði
Jón Stefánsson, bóndi í Möðrudal, til minningar um konu sína. Kirkjan var vígð 1949.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
N
G
U
N
N
Þ
RÁ
IN
SD
Ó
TT
IR
Hópur í Almenningaskarði.
Við Kjaransvíkurá.
Leifar síldarverksmiðju á
Hesteyri í Jökufjörðum. Horft af Hlöðuvíkurskarði.
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
Þrátt fyrir að þjóðvegur 1 liggi
ekki lengur um hlaðið á Möðru-
dal á Fjöllum er hann enn eftir-
sóttur viðkomustaður enda er
þar stunduð öflug ferðaþjón-
usta. Á þjóðhátíðardaginn var
opnað nýtt Fjallakaffi sem er
opið frá níu á morgnana fram
yfir tíu á kvöldin. Þar er að
sjálfsögðu boðið upp á kaffi og
meðlæti að sveitasið og auk þess
súpu og brauð. Byggingarstíll-
inn er upp á gamla mátann og
hið sama gildir um stílinn á
tveimur gestahúsum, baðstofum
sem hvor um sig taka allt að sjö
manns. Í Möðrudal er þar fyrir
utan boðið upp á gistingu í 24
uppábúnum rúmum, tjaldstæði
og eldunaraðstöðu.
Möðrudalur er hæsta byggð á
Íslandi og þaðan blasir drottn-
ingin Herðubreið við, þjóðar-
fjall Íslendinga. ■