Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 2
2 29. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Þjóðarpúls Gallup: 93% ætla að kjósa um fjölmiðlalög KÖNNUN 93% landsmanna telja líklegt að þeir taki þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslu um fjölmiðla- lögin, samkvæmt nýjum Þjóðar- púlsi Gallup. RÚV skýrði frá þessu í gær. Rúmlega sex af hverjum tíu sögðust ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðla- lögunum en þrír af hverjum tíu sögðust munu greiða atkvæði með þeim. Þá kannaði Gallup afstöðu fólks til fjölmiðlalaganna út frá stjórnmálaflokkum. Tveir þriðju sjálfstæðismanna og rúmur þriðjungur framsóknarmanna segjast munu samþykkja lögin. Tæpur fjórðungur sjálfstæðis- manna og rúmur helmingur framsóknarmanna ætla að synja lögunum. Samkvæmt niðurstöðum Gall- up mun mikill meirihluti kjós- enda stjórnarandstöðuflokkanna synja lögunum. Níu af hverjum tíu samfylkingarmanna segjast ætla að greiða atkvæði gegn lög- unum og sömuleiðis rúmlega fjórir af hverjum fimm stuðn- ingsmönnum Vinstri grænna. Þá spurði Gallup hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt því að setja skilyrði um lágmarksþátt- töku í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Rúmlega fjórir af hverjum tíu eru fylgjandi ein- hverskonar skilyrðum um lág- marksþátttöku en rúmlega helm- ingur er því andvígur. Könnun Gallup um fjölmiðla- lögin var gerð dagana 9. til 22. júní, að því er fram kom í RÚV. Úrtakið var 1218 manna tilvilj- unarúrtak úr þjóðskrá. Þátttak- endur voru á aldrinum 18 til 75 ára og var könnunin gerð í gegn- um síma. Svarhlutfall var 63% prósent. ■ Írakar teknir við völdum Bráðabirgðastjórn tók óvænt við völdum í Írak í gærmorgun, tveimur dögum á undan áætlun. Landstjóri Bandaríkjamanna í Írak afhenti nýjum stjórnvöldum skjöl um valdaafsalið og yfirgaf síðan landið. BAGDAD, AP Bráðabirgðastjórn tók við óvænt við völdum í Írak í gær, tveimur dögum fyrr en áætlað hafði verið. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, afhenti nýjum stjórnvöldum skjöl um valdaafsalið í lítilli athöfn í höfuð- stöðvum hernámsliðsins í gær- morgun. Um tveimur klukkustund- um síðar yfirgaf Bremer Írak. Hundruð Íraka hafa látið lífið í átökum víðsvegar um landið á síð- ustu vikum. Áttu tilræðin að trufla áform Bandaríkjastjórnar um valdaafsal sem tilkynnt var um seint á síðasta ári. Vonast er til að valdaskiptin hafi jákvæð áhrif á Íraka sem hafa orðið sífellt óvinveittari hernámsliðinu. Bandarískir embættismenn vonast til að Írakar muni trúa því að nú stjórni þeir landinu og það muni skila sér í minni átökum. Bráðabirgðastjórn Íraka var svarin í embætti sex klukkustund- um eftir valdaafsalið sem vestræn- ar ríkisstjórnir töldu nauðsynlegt skref í málefnum Íraks. Leiðtogar arabaheimsins lýstu hóflegri bjart- sýni en lögðu áherslu á nauðsyn þess að Bandaríkjaher hyrfi frá Írak eins fljótt og auðið væri. George Bush Bandaríkjaforseti var staddur á leiðtogafundi NATO í Istanbúl og tók í hönd Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, eftir að valdaskiptin höfðu átt sér stað. Bush var á sunnudag kynnt að stjórn Allawi væri þess reiðubúin að taka við völdum í landinu. Bráðabirgðastjórn Íraks mun ekki verða við völd lengur en sjö mánuði en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að haldn- ar verði kosningar í landinu eigi síð- ar en 31. janúar næstkomandi. Völd bráðabirgðastjórnarinnar verða takmörkuð þrátt fyrir fullt sjálf- stæði ríkisins og munu Bandaríkja- menn áfram sjá um öryggismál landsins. Um 155.000 hermenn eru staddir í Írak, þar af um 135.000 bandarískir. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gær hefur bjart- sýni Íraka á betra líf framundan minnkað umtalsvert á síðastliðnum mánuðum. Þá telur meirihluti Bandaríkjamanna valdaskiptin nú séu merki um að ekki hafi tekist upp sem skyldi í Írak. Engu að síður leggja þrír fjórðu Bandaríkjamanna blessun sína yfir valdaafsalið. ■ „Hann kemur bara í næstu bók.“ Séra Þórhallur Heimisson er að leggja lokahönd á sagnfræðirit sitt „10 örlagaríkustu orustur Vestur- landa“ þar sem hvergi er minnst á íslenska bardaga. SPURNING DAGSINS Þórhallur, hvað með Örlygsstaðabardaga? Maður á þrítugsaldri: Ákærður fyrir 480 e-töflur DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af ríkissak- sóknara fyrir að hafa haft, í októ- ber í fyrra, 480 e-töflur og tæp þrjú grömm af töflumulningi í sinni vörslu á heimili sínu. Hann er sakaður um að hafa ætlað fíkni- efni til sölu hér á landi. Maðurinn mætti ekki þegar átti að þingfesta málið í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær og var því frestað fram í september. Handtökuskipun verður gefin út á manninn fyrir næsta þinghald þar sem hann mætti ekki í gær. ■ Bílvelta á Snæfellsnesi: Fimm fluttir með sjúkrabíl SLYS Fimm ferðamenn voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bíll þeirra valt á Vatnaleið á Snæ- fellsnesi seinnipart sunnudags. Að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi voru meiðsl þeirra ekki alvarleg en bíllinn er mjög illa farinn og talinn ónýtur. Ökumaðurinn mun hafa stýrt bílnum snögglega inn á veg þegar hann var kominn út í vegkant með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan vill koma þeim ábending- um á framfæri til ökumanna að bregðast ekki svona við þegar bíll er kominn út í vegkant því það auki líkurnar á að bíllinn velti. ■ GAZA, AP Palestínskir vígamenn skutu fjölda heimatilbúinna spreng- ja að ísraelskum landamærabæ í gær. Skothríðin kostaði tvo Ísraela lífið, þriggja ára dreng og afa hans, auk þess sem sjö særðust. Sprengjurnar féllu aðeins nokkrum klukkutímum eftir að Hamas-samtökin, í samvinnu við önnur íslömsk vígasamtök, spreng- du upp ísraelska herstöð á Gaza. Sprengingin kostaði einn hermann lífið og særði fimm. Þá voru fjórir Palestínumenn skotnir til bana af Ísraelskum hersveitum á Gaza í fyrrinótt. Þetta er í fyrsta skipti í nær fjög- urra ára átökum Ísraela og Palest- ínumanna sem sprengjur frá Gaza verða Ísraelum að bana. Búist var við hörðum viðbrögðum en Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kallaði til neyðarfundar í öryggis- ráði þjóðarinnar í gær. Talið er að það sé merki um að hann muni fal- ast eftir sérstöku samþykki fyrir hernaðaraðgerðum. Sharon sagðist þó ákveðinn í því að halda áfram með fyrirhug- að brotthvarf frá Gaza. Þá ætti að flýta brottflutningi ísraelskra landnema þaðan. ■ BEÐIÐ EFTIR FYRIRMÆLUM Ísraelskir hermenn bíða fyrirmæla um að fara inn á Gaza í kjölfar þess að ísraelsk herstöð var sprengd í loft upp seint á sunnudagskvöld. Heimatilbúnar sprengjur kosta tvo Ísraela lífið: Búist við hörðum viðbrögðum BÍLVELTA VIÐ EYRARFJALL Um- ferðaróhapp varð við Eyrarfjall, sem liggur milli Ísafjarðar og Mjóafjarðar um klukkan sjö gær- kvöld. Bíll ók útaf veginum og valt. Tveir voru í bílnum og sluppu þeir með skrámur. Bíllinn er nokkuð skemmdur og verður fluttur af slysstað með kranabíl. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON FORSETI ÍSLANDS Frá blaðamannafundi 2. júní þar sem forsetinn tilkynnti að hann myndi neita fjölmiðlalögunum staðfestingar. NÝR FORSETI „Þetta er sögulegur dagur sem allir Írakar hafa hlakkað til,“ sagði Ghazi al-Yawer, nýr forseti Íraks, í ræðu sinni. Varaforseti, forsætisráð- herra og aðstoðarforsætisráðherra hlýddu á. Fáni Íraks prýddi salinn en hann helst óbreyttur frá valdatíma Saddams Hussein. SJÁLFSTÆÐI FAGNAÐ Ungur drengur fagnar sjálfstæði landsins í hátíðarhöldum á götum Bagdad í gær eftir að valdaafsal fór fram. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.