Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 16
Neikvæðar auglýsingar Einhverjum eru það væntanlega von- brigði að ekki skyldu fleiri skila auðu í forsetakosningunum á laugardaginn eftir allt sem á undan er gengið. „Ég yrði ekki hissa þó helmingur myndi skila auðu,“ sagði fótgönguliði ákveðins stjórnmálaflokks nokkru fyrir kosningar. Sá mæti maður var raunar einn af þeim sem fagnaði neikvæðum auglýsingum gegn Ólafi Ragnari Gríms- syni árið 1996. Þær komu þó raunar í bakið á þeim sem þær settu fram því fólki ofbauð ofstækið og snerist frekar á sveif með Ólafi en gegn honum. Ekki er ólíklegt að öflugur áróður um að skila auðu hafi haft svipuð áhrif. Þeirri skoðun var til dæmis haldið fram, í að- draganda kosninganna, í heitum potti sundlaugar í Reykjavík, að búið væri að eyðileggja fyrir fólki auðu atkvæðin. Sagt var fyrirséð væri að þau yrðu túlk- uð sem andstaða við málskotsrétt þjóð- arinnar og þeim sem þannig kysu gerð- ar upp alls konar skoðanir. Þá var nú sagt betra að kjósa sitjandi forseta, í kosningum sem raunar hefðu átt að vera óþarfar til að byrja með, svona fyrst Ólafur vildi halda áfram og ekki fékkst frambærilegra fólk á móti hon- um. Árni í Malaví Árni Magnússon, félagsmálaráðherra vor, hélt um síðustu helgi til Malaví, m.a. til viðræðna við félagsmálaráðherr- ann þar um nánara samstarf á sviði fé- lagsmála. Samstarfið er einkum sagt varða velferð barna og fjölskyldna, en í tilkynningu ráðuneytisins hér heima kom ekki fram hvort Árni hefði í fartesk- inu ráðleggingar um hvernig mætti spara sér útgjöld á þessu sviði. Ólíklegt er þó talið að hann muni ráðleggja Malavíráðherranum að draga fyrstu greiðslur til atvinnu- lausra, enda tæpast um miklar greiðslur til þeirra að ræða til að byrja með þarna ytra, þar sem yfir helmingur þjóð- arinnar er undir fá- tækramörkum. Brussel, höfuðborg Belgíu, er fall- eg borg. Í jaðri gamla miðbæjar- ins er mikið skrifstofuhverfi, þar eru höfuðstöðvar Evrópusam- bandsins, hús Evrópuþingsins (höfuðstöðvar þess eru í Strass- borg) og skrifstofur allskonar samtaka sem telja sig hafa hag af því að vera í nágrenni við stjórn- sýslu Evrópusambandsins. Marg- ir sem koma til Brussel eiga bara erindi í þetta hverfi. Við þá sýn er Brussel allt annað en falleg eða aðlaðandi borg. Ekki vegna þess að skrifstofubyggingarnar eða þinghúsið eru stórar og miklar, það eru skiptar skoðanir, eins og gengur, um hvort þær eru augna- yndi eða ekki, heldur vegna þess að í gegnum þetta hverfi liggur hraðbraut með samtals átta akreinum, að vísu skipt í tvennt en það gerir engan reginmun. Þar er ryk, stybba, hávaði og annar sá ófögnuður sem fylgir hraðbraut- um. Það er leitt til þess að hugsa að samgönguyfirvöld ætli að kalla samskonar leiðindi yfir litla og fallega höfuðborg Íslands. Ennþá verra er að kjörnir fulltrúar borg- aranna í borgarstjórn samþykki aðgerðina og hlusti ekki á almenn- ing. Alþingi og fulltrúar okkar Reykvíkinga á þeirri samkundu geta reyndar líka haft áhrif í þess- um efnum og skilst mér reyndar að sumir þeirra hafi lýst sig and- snúna framkvæmdinni, en það hefur ekki dugað hingað til. Á Morgunblaðsvefnum (mbl.is) er að finna fróðlegar og myndrænar upplýsingar um þessa framkvæmd alla (Áhuga- vert efni – Færsla Hringbrautar), þar eru m.a. upplýsingar frá Vegagerð ríkisins þar sem segir: „Megintilgangur framkvæmdar- innar er að sameina Landspítala- lóðina og færa meginstrauma um- ferðar frá Landspítalanum - há- skólasjúkrahúsi“. Engin ástæða er til að ætla annað en að þetta sé rétt. Á hinn bóginn eru aðrar leið- ir til að ná þessu markmiði, leiðir sem ekki eyðleggja mannlíf í borginni til framtíðar. Þessi fram- setning Vegagerðarinnar er hins vegar alveg í takt við aðra opin- bera umræðu hér á landi. Úr- lausnaratriðum og/eða ágrein- ingsatriðum er stillt þannig upp að ef þú samþykkir ekki aðferðir stjórnvalda hvort heldur þær eru ríkisins eða borgarinnar þá ert þú á móti einhverjum þjóðþrifamál- um sem í rauninni koma málinu lítið eða ekkert við. Á mannamáli heitir þetta að snúa út úr, og við eigum vissulega menn sem gætu unnið heimsmeistarakeppni í þeirri íþrótt. Það er umhugsunarvert að þetta mál er á oddinum nú þegar þjóðinni allri hefur verið gefið tækifæri til að tjá sig milliliða- laust um mál af allt öðru tagi, sem er fjölmiðlafumvarpið. Án þess að ætla mér að verða einhver sér- stakur þjóðfélagsrýnir eða stjórn- málaskýrandi þá virðist sem þau sem fagna því að forsetinn tók tímamótaákvörðun og skaut miklu ágreiningsatriði til þjóðar- innar séu einmitt fólk af því tagi sem borgarstjórnarmeirhlutinn sækir styrk sinn til. Hvers vegna eru þau sem þar ráða þá svo ósveigjanleg – af hverju má fólkið ekki segja álit sitt um þessa fram- kvæmd? Hún er í rauninni miklu endanlegri en fjölmiðlafumvarp- ið. Nýtt þing gæti breytt lögum, en ný borgarstjórn þyrfti að sprengja, í orðsins fyllstu merk- ingu. Frú Vigdís talar um um- hverfisslys og nefnir Kárahnjúka. Hún hefur rétt fyrir sér, röskun á umhverfinu verður ekki aftur tek- in. Hlustum á það og hugsum um hraðbrautina sem er verið að leg- gja í gegnum höfuðborgina. Auðvitað er sagt: framkvæmd- ir eru byrjaðar, það er ekki hægt að snúa við. Það er tómt kjaftæði! Mér er sagt að þessi „lausn“, eins og framkvæmdir af þessi tagi eru kallaðar, sé tuttugu ára gömul. Við þurfum ekki tuttugu ára gamlar lausnir, við eigum slíkar lausnir alls ekki skilið. Mikið væri það skemmtilegt ef borgaryfirvöld leyfðu borgarbúum að segja sitt um þessa framkvæmd um leið og landsmenn allir greiða atkvæði um fjölmiðlafumvarpið. Borgar- stjórnin hefur einstakt tækifæri til að nota lýðræðislega stjórnar- hætti og um leið sýna fólkinu í landinu að hofmóðugheitin sem einkenna landstjórnina eru gær- dagsins, að valdhafar geti líka hlustað, ekki bara gert það sem þeim sýnist. ■ N ú þegar þeir hafa allir tjáð afstöðu sína til úrslita forsetakosn-inganna; þeir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur flokksins; má draga saman hugmyndir þeirra um lýðræði og kosningar. Þær eru nokkuð í anda áður framkominna hugmynda Björns Bjarnasonar um aukið minnihlutavald í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu; það er að 26 prósent minnihluti geti fellt afstöðu 74 prósent meirihluta með því að skrópa í kosningunum. Samkvæmt kenningu þeirra þremenninga hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið skert umboð til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi hlotið 68 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjör- stað. Þau 20 prósent sem skiluðu auðu hafa ráðið því að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki forseti Íslands eða kjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga. Þeir þremenningar hafna niðurstöðum kosninganna og segja Ólaf Ragn- ar aðeins verða forseta sumra Íslendinga héðan í frá. Það er sem sagt ekki nægjanlegt að sigra í kosningum á Íslandi heldur verða menn jafn- framt að sigra hjarta Hannesar Hólmsteins og félaga til að vera rétt- kjörnir til embætta. Ekki veit ég hvað hefur hent hina borgaralegu og frjálslyndu sjálf- stæðismenn – en æði langt hafa þeir borist frá lýðræðislegri stefnu Sjálfstæðisflokksins og virðingu flokksins fyrir grundvallargildum samfélaga að hætti vestrænna lýðræðisríkja. Því miður er túlkun kosn- ingaúrslita ekki eina dæmið um þessa stefnubreytingu þeirra félaga. Við þekkjum nokkur dæmi þess að þeir hafa dregið úr niðurstöðum Hæstaréttar með svipuðum reikningskúnstum. Ef Hæstiréttur snýr við dóm héraðsdóms þá hafa þeir þremenningar lagt saman fjölda dómara héraðsdóms við minnihluta Hæstaréttar og kynnt þjóðinni að meirihluti dómara sem um málið fjölluðu hafi verið sér sammála. Hæstiréttur er ekki lengur æðsta dómstigið á Íslandi þeirra félaga – hvar Ólafur Ragn- ar Grímsson er sannarlega ekki forseti. Auðvitað eru það engin tíðindi að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið eru ósátt við hvern þjóðin velur sem forseta. Bæði flokk- ur og blað hafa verið hundóánægð með alla forseta lýðveldisins. Það er ástæða þess að forysta flokks og blaðs hafa reynt að grafa undan valdi forsetaembættisins og reynt að telja þjóðinni trú um að forsetinn eigi að vera útþynnt helgimynd sem engan truflar – og allra síst Hannes Hólm- stein. Þjóðin hefur hins vegar margsinnis hafnað þessari óskhyggju flokksins og blaðsins. Hún hefur ætíð kosið þá forseta sem eru flokki og blaði síst að skapi og staðið vörð um sjálfstæði og vald forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson verður að taka tillit til þeirra 20 prósent kjósenda sem fóru á kjörstað til að skila auðu. Hann er forseti þessa fólks jafnt sem hinna. En það er jafnframt verkefni forystumanna þessa minnihluta að sætta sig við grundvöll borgaralegs samfélags. Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra að leiða fylgismenn sína út í allsherj- ar uppreisn gegn leikreglum lýðræðisins. Áratugum saman hafnaði Morgunblaðið rétti jafn stórs minnihluta til nokkurra áhrifa á íslenskt samfélag þar sem hann virti ekki lýðræð- islegar undirstöður samfélagsins, byggði á sósíalískri hugmyndafræði og hafnaði ekki uppreisn eða byltingu verkalýðsstéttarinnar. Blaðið skammaði meðal annars einn af forsetum Íslands á þessum forsendum fyrir að veita forystumanni þessa minnihlutaflokks stjórnarmyndunar- umboð eftir að flokkurinn fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningum. Bæði forysta Morgunblaðsins og sjálfstæðismenn ættu því að þekkja það öngstræti sem harðlínumenn hafa sveigt stefnu blaðs og flokks inn á. Þótt þessi stræti henti ýmsum andófsmönnum þá er þetta ekki sá vegur sem sjálfstæðismenn vilja feta. ■ 29. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Það er undarlegt að borgaralegir lýðræðissinnar í Sjálfstæðisflokknum skuli efast um að Ólafur Ragnar Grímsson starfi í umboði íslensku þjóðarinnar. Varðstöðumenn í uppreisnarham Hraðbraut í miðri höfuðborg ORÐRÉTT Blað sem les hugsanir Eftir átta ára setu á Bessastöð- um mættu um 28 þúsund Íslend- ingar á kjörstað til þess að skila auðu og láta með þeim hætti í ljósi andúð sína á vinnubrögðum forsetans og afstöðu. Um 80 þús- und kjósendur sáu ekki ástæðu til að koma á kjörstað, sem að hluta til má skilja sem vísbend- ingu um andstöðu einvera úr þeirra hópi við forsetann og end- urkjör hans. Morgunblaðið, 28 júní. Auðir af vinstrivængnum Sjálfstæðismenn skulu fara var- lega í að eigna sér alla auðu seðlana; það má til dæmis ætla að verulegur hluti þeirra hafi komið frá fólki lengst úti á vinstrivængnum sem aldrei hef- ur tekið Ólaf Ragnar í sátt síðan í gamla daga – enn síður en al- mennir sjálfstæðismenn. Illugi Jökulsson DV 28. júní. Er ekki búið að setja kvóta? Móðir náttúra er grimm og mis- kunnarlaus og afföll meðal fiski- manna eru mikil. Mörg barn- anna horfa á eftir feðrum sínum róa til fiskjar og sjá þá aldrei aftur. Engu að síður eru fiski- menn ofarlega hér í virðingar- stiganum; þeir eru öðrum lík- legri til að hafa fé á milli hand- anna og fjölskyldur þeirra hafa nóg að bíta og brenna. Hér skín gleðin og hamingjan af hverju andliti, hér er sól í sinni. Björn Ingi Hrafnsson lýsir útgerð á Viktoríuvatni í Úganda í Afríku. Morgunblaðið 28. júní. Fleiri á skólabekk í haust? Við sjáum reyndar í hendi okkar hvað Davíð ætti að gera ef hann vill fylgja hinu ægifagra fordæmi Péturs Hafstein. Davíð þótti á sínum tíma firna efnilegur leik- ari og margir bjuggust á sínum tíma við að hann myndi leggja fyrir sig leiklistina, ekki síst eft- ir frægan leiksigur hans í hlut- verki Bubba kóngs. Davíð fer auðvitað í Leiklistarskólann í haust ... Fyrst og fremst DV 28. júní. Frétt eða ekki-frétt Fréttin í „frétt“ Morgunblaðsins um auðu atkvæðin er ekki merkileg, og við eðlilega frétta- vinnslu hefði hún lent í undirfyr- irsögn eða til dæmis í eindálki á baksíðu. Reynar eru áhöld um það hvort „frétt“ Morgunblaðs- ins var rétt eða ekki. Auð at- kvæði hafa alltaf verið talin sér- staklega, þótt oft séu þau flokk- uð með ógildum atkvæðum við kynningu talna á kosninganótt. Mörður Árnason Morgunblaðið 28. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG BORGARSKIPULAG VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Úrlausnaratriðum og/eða ágreinings- atriðum er stillt þannig upp að ef þú samþykkir ekki að- ferðir stjórnvalda hvort heldur þær eru ríkisins eða borgarinnar þá ert þú á móti einhverjum þjóðþrifa- málum sem í rauninni koma málinu lítið eða ekk- ert við. ,, degitildags@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.