Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 39
„Við höfum verið með sumartón- leika alltaf á þriðjudögum alveg frá því safnið var opnað,“ segir Birgitta Spur, forstöðumaður Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Safnið var opnað árið 1988 um haustið, og strax næsta sumar var fyrstu tónleikaröðinni hleypt af stokkunum. „Það trúði því enginn þá að hægt væri að vera með tónleika að sumarlagi. Það var ekkert um slíkt þá, en það hefur mikið breyst.“ Að venju verða tónleikar í Listasafni Sigurjóns í sumar á hverju þriðjudagskvöldi alveg fram í endaðan ágúst, og fólk get- ur treyst því að þar verður jafnan úrvals tónlistarfólk á ferðinni. Í kvöld kemur þar fram tónlist- arhópurinn Musica Humana frá Svíþjóð. Þennan hóp skipa þau Annette Taranto mezzósópran, Björg Ollén flautuleikari og Sven Åberg sem leikur á lútu og vihuelu. Hópurinn er í miklum metum í Svíþjóð og hefur haldið tónleika um víða veröld. „Þetta er fólk í heimsklassa,“ segir Birgitta. „Þau hafa sérhæft sig í að flytja tónlist frá endur- reisnartímanum, og þau flytja hana á hljóðfæri frá þeim tíma. Þau eru búin að vinna að þessu í nokkur ár að koma til Íslands og ætla að halda tónleika einnig á Seyðisfirði og Höfn í Hornafirði og enda svo í Vestmannaeyjum.“ Í næstu viku halda svo Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari tónleika á ljúfu nótunum með verkum eftir Paganini, Chopin og fleiri tónskáld. Af öðrum listamönnum má nefna Ragnheiði Árnadóttur sópr- an, sem verður með tónleika 13. júlí, og svo djasstónlistarhóp sem kemur fram 20. júlí. „Reynslan okkar af þessum tón- leikum hefur verið mjög góð,“ seg- ir Birgitta. „Tónleikarnir eru aldrei mjög langir hjá okkur. Við miðum við að þeir taki sextíu mín- útur án hlés, og svo er opið á kaffi- stofunni á eftir. Það þykir hluti af þessu fá sér kaffi eftir tónleikana og horfa út á Sundin blá.“ ■ 3129. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Trivial Pursuit Spurningaspil með spurningumfyrir bæði börn og fullorðna. Reyndu að vera fyrstur til að fá sneið í hverjum flokki og vinna spilið! Spil fyrir alla fjölskylduna. MR. & MRS. Þekkirðu maka þinn, fjölskyldu og vini eins vel og þú heldur, leikur fyrir alla fjölskylduna. Herra og Frú spilið er byggt á samnefndum spurningaþáttum í breska sjónvarpinu og er fyrir ALLA félaga með gnægð ítarlegra og hispurslausra spurninga fyrir fólk á öllum aldri og í öllum samböndum Hringadróttinsspilið Hlutverk þitt er að koma í veg fyrir að myrkrahöfðinginn Sauron nái Hringnum Eina. Slástu í för með Fróða og föruneytinu og treystu á hæfileika þína, ásamt hæfilegum skammti af heppni til að ná takmarkinu. Sequence Heppni í hugsun og röðun. Til að sigra í Sequence þarft þú að vera fyrst(ur) til að leggja tvær raðir með 5 leikpeðum í sama lit. Spennan og hraðinn eykst með hverri umferð. Mikilvægt er að leggja niður á réttum tíma, spila skipulega og með smá heppni er sigurinn í höfn. Leonardo & Co Hrífandi spurningaspil með skýrum og greinargóðum svörum við hverri spurningu. Spilið gefur keppendum ekki aðeins kost á að láta ljós sitt skína heldur líka færi á að auka við þekkingu sína. Spil fyrir 14 ára og eldri Þegar þú ert búinn að borga spilið býðst þ ér að kasta teningi, ef þú vinnur færðu spilið endurgreitt á staðn um! Færðu sexu? Færðu endurgreitt á staðnum? 3.499 3.299 4.699 2.799 Sameinaðu fjölskylduna í skemmtilegum leik! 999 Ljúfir tónar við Sundin blá BIRGITTA SPUR Hefur staðið fyrir tónleikaröð á sumrin í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar síðastliðin 16 ár. Í kvöld kemur þar fram sænski tón- listarhópurinn Musica Humana, sem flytur ljómandi fagra tónlist frá endurreisnartímanum. ■ TÓNLEIKAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Melmoth.blogspot.com bloggarum forsetakosningarnar og er greinilega ekki ýkja hrifin af Íhaldinu. Hann leggst í talnareikninga og kemst að þeirri niður- stöðu að Ólafur Ragnar hafi hlotið 23.149 at- kvæðum fleira en Sjálf- stæðisflokkurinn í þingkosningunum 1999, þegar flokk- urinn fékk fleiri greidd atkvæði en nokkru sinni fyrr eða síðar. Hann fer svo að spekúlera í r e i k n i k ú n s t u m Björns Bjarnasonar á heimasíðu hans, þar sem Björn kemst að þeirri niðurstöðu að Ólafur hafi ekki hlotið nema um 40% atkvæða. Ef hann fylgir reiknilist Björns kemst hann að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokk- urinn njóti stuðnings um 27-28% þjóðarinnar. Í þessu ljósi hafa einmitt margir velt því fyrir sér hvort það hafi verið rétt hjá Sjálfstæðisflokknum að fara út á þessa braut við túlkun á niðurstöðum forsetakosninganna. Þessi reiknilist kemur nefnilega ekki vel út fyrir Sjálfstæðis- flokkinn eða rík- isstjórnina yfir höfuð. Á móti vilja margir meina að ekki sé gerlegt að bera saman for- setakosningar og þingkosningar með þess- um hætti. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Kiran Pacific Valdas Adamkus Holland, Tékkland, Portúgal og Grikkland. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt:1dormar,6afa,7uú,8tt,9egg, 10uml,12mýs,14lof,15sa,16ek, 17mat,18skrá. Lóðrétt:1datt,2oft,3ra,4auglýsa, 5rúg,9emm,11rokk,13satt,14les, 17má. Lárétt: 1 blundar, 6 ættföður, 7 í röð, 8 tveir eins, 9 „fullt hús matar“, 10 muldur, 12 nagdýr, 14 hrós, 15 átt, 16 keyri, 17 fæðu, 18 færa í letur. Lóðrétt: 1 féll, 2 tíðum, 3 sólguð, 4 kynna, 5 mjöl, 9 stafur, 11 tónlist, 13 rétt, 14 tíni, 17 leyfist. Lausn. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.