Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 37
29. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.300kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.300kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.400 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 30. júní - 6. júlí GRÍMSEYJAR 6.000 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 51 60 06 /2 00 4 VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.000 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og Mynd Michaels Moore, Fahrenheit 9/11, sló met um helgina en hún var frumsýnd í yfir 800 bíóhúsum í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn yfir 22 milljónum bandaríkjadala um helgina og er fyrsta heimildar- myndin til að fara á toppinn í Banda- ríkjunum. Myndin sló út fyrra met Moore í heimildarmyndaflokknum en Bowling for Columbine seldi miða fyrir 21,6 milljónir frumsýn- ingarhelgina sína. Í Fahrenheit 9/11, sem vann Gullpálmann í Cannes í maí, eru George W. Bush Banda- ríkjaforseti og stjórn hans harðlega gagnrýnd. Í myndinni er meðal ann- ars beint sjónum að atburðunum 11. september og það hversu árásin kom stjórnvöldum á óvart og eins er ákvörðunin um árásina í Írak harð- lega gagnrýnd. Myndin segir einnig frá tengslum Bush-fjölskyldunnar við fjölskyldu Osama bin Laden. Moore þakkar pólitískum andstæð- ingum sínum velgengni myndarinn- ar nú um helgina. „Þeir fá jólakort frá mér þetta árið,“ sagði Moore á sunnudaginn fyrir utan kvikmynda- hús í New York en þar fögnuðu áhof- endur honum að lokinni sýningu. Mótmæli íhaldssamra hópa hafa hjálpað til við að draga at- hygli að myndinni og aukið að- sóknina. Moore sagðist á sunnu- daginn vonast til að myndin sann- færi óákveðna kjósendur og jafn- vel repúblikana fyrir kosningarn- ar í haust. ■ Stjörnurnar safna fyrir Kerry Margar af frægustu Hollywood- stjörnunum hafa lagt fé í kosn- ingabaráttu Johns Kerry forseta- frambjóðanda en á dögunum var efnt til glæsilegrar hátíðardag- skrár í fjáröflunarskyni. Billy Crystal grínisti lýsti samkomunni sem „Woodstock fyrir mjög, mjög ríka“. Við setningu styrktarsamkom- unnar sem haldin var í Walt Disn- ey tónleikahöllinni í LA sagði Ben Affleck: „Forsetaframbjóðandi þarfnast allra þeirra vina sem hann getur aflað sér, jafnvel þótt þeir komi úr skemmtanaiðnaðn- um“. Meðal þeirra sem greiddu um fimm þúsund dali inn á sam- komuna til að sýna frambjóðand- anum stuðning eru Barbara Steisand, Neil Diamond, Ben Still- er, Robert De Niro og Leonardo DiCaprio. Önnur samkoma með svipuðu sniði er í burðarliðnum en hún verður haldin í New York. Nú þegar hafa Whoopi Goldberg, Wyclef Jean og Jon Bon Jovi boð- að komu sína. ■ Þeir félagar David Twohy, leik- stjóri, og Vin Diesel hafa greini- lega látið ofmetnaðinn hlaupa með sig í gönur eftir velgegni geimhrollsins Pitch Black. Sú einfalda og ódýra mynd var ágætisskemmtun og Diesel fékk að láta ljós sitt skýna sem of- urtöffari. Það var því að sjálf- sögðu hlaupið til og gert fram- hald en þrátt fyrir mikinn íburð og helling af milljónum dollara er The Chronicles of Riddick hvorfki fugl né fiskur. Handritið er ein sú þvældasta og flóknasta loðmulla sem kom- ið hefur frá Hollywood í háa herrans tíð og þá er nú mikið sagt. Hringlandinn með sögu- þráðinn kemur í veg fyrir að nokkur spenna myndist og bar- dagaatriðin eru of fá og þá loks- ins að eithvað gerist vantar all- an slagkraft í átökin. Morðinginn og útlaginn Ridd- ick kemst hér að því að hann er sá eini sem getur bjargað al- heiminum frá leiðinda kynstofni sem fer um með ofbeldi og beygir alla undir morkin trúar- brögð sín. Hetjum veitir yfir- leitt ekkert af heilli bíómynd til þess að redda svona málum en Riddick er samt sendur á eitt- hvert leiðinda flakk áður en hann snýr sér að aðal vonduköll- unum og loksins þegar það kem- ur að uppgjörinu dæmigerða er manni orðið slétt sama um allt, maður vill bara komast út úr salnum og drífa sig út á leigu og ná í Ptich Black til að sannfæra sig um að persóna Riddicks hafi einu sinni verið töff. Hér hafa menn greinilega ætlað að sleppa ódýrt frá öllu saman og veðjað á að það væri nóg að láta Diesel hnykla of- vaxna vöðvanna og sprengja eitthvað í loft upp. Það þarf bara svo miklu, miklu meira til að gera góða hasarmynd. Þórarinn Þórarinsson KVIKMYNDIR MICHAEL MOORE ■ Sló aðsóknarmet um helgina í Bandaríkjunum. Fahrenheit 9/11 halaði inn 22 milljónum bandaríkjadala þessa þrjá daga. MICHAEL MOORE Hann þakkar pólitískum andstæðingum sínum velgengni myndarinnar um frum- sýningarhelgina. Moore slær met Töffari á villigötum [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN THE CRONICLES OF RIDDICK LEIKSTJÓRI: DAVID TWOHY AÐALHLUTVERK: VIN DIESEL, COLM FEORE, THANDIE NEWTON FJÁRÖFLUN ■ Haldin var fjáröflunarsamkoma í LA á dögunum fyrir John Kerry forsetaframbjóðanda. Margar af skærustu stjörnum Hollywood borguðu þúsundir dala inn á samkomuna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.