Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 12
29. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Keflavíkurflugvöllur: Réttindalausir aka vinnuvélum LÖGREGLUMÁL Hluti starfsmanna flugþjónustufyrirtækisins IGS á Keflavíkurflugvelli sem starfa á stærri bílum og öðrum farar- tækjum sem notuð eru við af- greiðslu flugvéla hefur til þess engin réttindi samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Hefur þetta verið raunin um langa hríð samkvæmt sérstöku samkomu- lagi yfirmanna IGS við sýslu- manninn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson. Farartækin sem um ræðir eru flest hver sérhæfð atvinnutæki til starfa á flugvöllum og er krafist aukinna ökuréttinda á þau flest. Hefur sést til eins starfsmanns sýslumannsemb- ættisins leiðbeina nýráðnum starfsmönnum til á tækjunum sem um ræðir. Einnig er vitað til þess að stöku sinnum hafi rétt- indalausir starfsmenn ekið út fyrir flugvöllinn og því í raun verið alls ótryggðir hefðu þeir valdið umferðarslysi eða árek- stri. Lögregluvarðstjóri sem lengi hefur starfað á flugvellinum kannaðist ekki við að menn ækju þar án réttinda og taldi slíkt með öllu útilokað þar sem eftirlit væri það gott. Jóhann R. Bene- diktsson sýslumaður svaraði ekki skilaboðum blaðamanns. ■ Fangar á Kúbu geta höfðað mál Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að fangar í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu geti leitað réttar síns fyrir bandarískum dómstól- um. Úrskurðurinn er talinn mikill ósigur fyrir Bush-stjórnina. BANDARÍKIN, AP Hæstiréttur Banda- ríkjanna hefur úrskurðað að bandarísk stjórnvöld hafi rétt á að halda bandarískum og erlendum ríkisborgurum sem grunaðir eru um að vera tengdir hryðjuverkum í haldi. Rétturinn úrskurðaði hins- vegar jafnframt að menn sem eru í haldi stjórnvalda vegna þessa geti leitað réttar síns fyrir banda- rískum dómstólum, jafnvel þó að þeir séu ekki í fangelsi í Banda- ríkjunum. Úrskurðurinn þykir vera mik- ill ósigur fyrir bandarísku ríkis- stjórnina sem hafði farið fram á að geta haldið mönnum sem grun- aðir eru um að tengjast hryðju- verkum í haldi eins lengi og for- setinn teldi nauðsynlegt. Í kjölfar úrskurðarins er búist við hol- skeflu mála fanga sem hafa setið í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á World Trade Center í New York. Undirréttur í Banda- ríkjunum hafði áður úrskurðað að bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir þessum föngum. Hæstiréttur hefur nú úrskurðað á annan veg en í úrskurðinum tekur hann hins vegar hvorki afstöðu til hugsanlegrar sektar eða sakleysis fanga né mannréttindarmála sem tengjast meðferð á föngum í fangabúðunum. Um 600 fangar af um það bil 40 þjóðernum eru í fangelsinu á Kúbu án þess að þeim hafi verið birt ákæra. Fangarnir voru flestir handteknir í Afganistan og Pakist- an þegar Bandaríkjamenn steyptu stjórn talíbana frá völdum. Bandarísk stjórnvöld telja fang- ana hættulega þar sem þeir teng- ist annaðhvort talíbana-stjórninni fyrrverandi eða al-kaída-samtök- unum. Búist er við að meginþorri fanganna muni krefjast þess að mál þeirra verði tekin fyrir þar sem þeir efist um lögmæti þess að þeim skuli vera haldið í fangabúð- unum. ■ KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Margir starfsmenn sem starfa þar við akst- ur stærri bíla og sértækra farartækja hafa til þess engin réttindi. FANGAR Í GUANTANAMO Fangar sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkasamtökum hafa setið í haldi bandarískra stjórnvalda í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. GEORGE W. BUSH Úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna þykir mikill ósigur fyrir Bush, forseta Bandaríkj- anna, sem nú er á leiðtogafundi Atlants- hafsbandalagsins í Tyrklandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.