Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 14
14 29. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR
FARANDVERKAMANNI BJARGAÐ
Nokkrir Kínverjar gera tilraun til þess að
bjarga farandverkamanni sem festist úti í
miðri á í vatnavöxtum í héraðinu Linan í
austurhluta Kína. Sex farandverkamenn
bjuggu í skýli á eyju í miðri ánni þegar
miklar rigningar lokuðu þá inni. Öllum
verkamönnunum var bjargað en flóðin
kostuðu 29 manns lífið í síðustu viku.
Sumarhátíð
Haldið var upp á komu sumarsins í leikskólanum Korpukoti á dögun-
um. Börnin skemmtu sér vel þó sólin hafi falið sig bakvið skýin.
Með Avis kemst þú lengra
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú
leggur af stað – Það borgar sig
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og
flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga).
Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005.
Verð háð breytingu á gengi.
Benidorm kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk
Alicante kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk
Costa del Sol kr. 2.100,- á dag m.v. A flokk
www.avis.is
Við
gerum
betur
Spánn
AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is
Munið Visa
afsláttinn
SKÓLAMÁL Fimm ára börnum á
Súðavík hefur verið boðin frí
þjónusta í leikskólum bæjarins
hluta úr degi í níu ár. Þau hljóta
kennslu í ellefu til fjórtán
klukkustundir á viku með börn-
um í fyrsta bekk grunnskólans.
Dagbjört Hjaltadóttir, um-
sjónarmaður samkennslu leik-
og grunnskóla Súðavíkur, segir
þetta ekki hafa komið til af
góðu.“Leikskólinn okkar fór í
snjóflóðinu og við misstum
mörg börn úr grunnskólanum.
Við þrengdum að okkur og lét-
um leikskólann hafa eina
kennslustofuna. Eins og góðum
grasrótarskóla sæmir þá fórum
við strax að hugsa hvernig við
gætum nýtt okkur þessa nýju
aðstöðu til þess að gera góða
hluti betri.“
Dagbjört segir að þar sem
skólinn sé fámennur, um fimm
börn í árgangi, sé bekkjum
kennt saman. Leikskólakennar-
inn komi með börnunum í skól-
ann og hjálpi þá einnig eldri
börnunum. „Öll börn í Súðavík-
urskóla eru með einstaklings-
námskrá og vinna á sínum
hraða.“
Árangurinn er góður. „Við
höfum tekið saman hvernig þau
standa sig í stærðfræði og
lestri. Okkur sýnist þau hafa
ótrúlegt forskot, þau verða fyrr
læs og þau verða læsari á stærð-
fræði. Ég er hætt að fara eftir
aðalnámskrá því við erum farin
að seilast aðeins lengra,“ segir
Dagbjört. ■
ÚR YNGRI DEILD GRUNNSKÓLANS
Dagbjört segir að verkefnið hafi farið ró-
lega af stað, börnin hafi lært list- og verk-
greinar en greinunum hefur fjölgað. „Þess-
ir krakkar fá töluvert forskot, þau eru orðin
það þroskuð og þau vilja fara að læra. Hjá
okkur læra þau stærðfræði og íslensku,
tölvur og heimilisfræði, tjáningu, íþróttir
og sum árin hefur verið myndlist.
SUMARHÁTÍÐ
Krakkarnir á Korpukoti í Grafarvogi skemmtu sér
vel á sumarhátíð sem haldin var á dögunum.
BRÆÐANDI BLIK
Hér sést Róbert Nökkvi. Hann átti góðan
dag á leikskólanum þó ekki skini sólin.
Í HOPPKASTALA
Hún Angelika Sól var vel dúðuð
á sumarhátíðinni og greinilega
ánægð með uppátækið.
MONU LÍSU BROS
Þetta er Embla Líf.
Hún var stillt enda
var amma hennar
ekki langt undan.
Reykjavík sporgöngumaður Súðavíkur:
Fimm ára börn ganga í grunnskóla