Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 9
9ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2004 ...og vandað úr að gjöf með 8 vikna áskrift ...og safnmappa og úr að gjöf með 12 vikna áskrift 70 ára afmælistilboð Andrésar Andar: 0 3Fyrstu blöðin á krónur! VANDAÐ ÚR AÐ GJÖF með 8 og 12 vikna áskrift 1 Þú velur 8 eða 12 vikna greiðslutímabil og færð í kaupbæti þrjú eldri blöð sem þú greiðir ekkert fyrir! 2 Ef þú velur 8 vikna greiðslutímabil færðu vandað úr að gjöf, en safnmöppu og úr að gjöf ef þú velur 12 vikur. 3 Fyrir hvert blað í áskrift greiðir þú síðan aðeins 295 kr. auk 30 kr. sendingargjalds. Hvert blað í lausasölu kostar 375 kr. svo sparnaðurinn er ótvíræður. 4 Á hverjum þriðjudegi færðu svo heitt og brakandi myndasögu- blað með Andrési Önd og félögum sent heimt til þín. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Tryggðu þér einstakt afmælistilboð og fáðu myndasögublaðið Andrés Önd inn um bréfalúguna í hverri viku. ... hringdu strax í síma 522-2020 eða skráðu þig á klubbar.is Ekki standa á öndinni ... © DI SN EY SAFNMAPPA AÐ GJÖF með 12 vikna áskrift! Mótmæltu sorphaugum: Komu í veg fyrir lestasamgöngur M YN D /A P RÓM, AP Mótmælendur sem komu í veg fyrir lestasamgöngur milli norður- og suðurhluta Ítalíu í nokkra daga hættu mótmælun- um í gær. Mótmælendurnir komu sér fyrir á járnbrautar- teinum nærri Napólí og gátu með því komið í veg fyrir að lestir kæmust leiðar sinnar. Með aðgerðunum, sem hófust á föstudag, vildi fólkið mótmæla sorphaugum í nágrenninu sem þeir töldu að gæti haft skaðleg áhrif á heilsu íbúa. Vegna mót- mælanna þurftu lestafyrirtækin að nota rútur og báta til þess að koma viðskiptavinum á áfanga- stað og ferðaáætlanir þúsunda röskuðust. ■ MANNFJÖLDI Á TEINUNUM Fjöldi fólks kom sér fyrir á lestarteinum nærri Napólí um helgina og kom í veg fyrir að lestir kæmust milli norður- og suðurhluta Ítalíu. SORG Hinn átta ára gamli Amado Sevilla missti föður sinn og litla systur í aurskriðu í kjöl- far mikillar úrkomu í Níkaragva. Flóð og aurskriður: Sautján látnir NÍKARAGVA, AP Aurskriður og flóð af völdum storma í Níkaragva hafa kostað sautján lífið síðast- liðna daga og 24 er enn saknað. Að sögn varnarmálaráðherra landsins létust fimmtán í aur- skriðum í fjallinu Cerro Musun, um 150 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Managva. Tólf þeirra voru börn, tólf ára og yngri. Þá kostuðu flóð í ánni Cruz de Rio Grande, um 350 kílómetra norðaustur af Manag- va, tvo aðra lífið. Þá neyddi mikil úrkoma hundruð fjölskyldna til þess að yfirgefa heimili sín í lok síðustu viku. ■ FRÁ SÚDAN Friðarviðræður sem miða að því að binda enda á 21 árs borgarastyrjöld í landinu standa yfir. Súdan: Friðar- viðræður í fullum gangi NAIROBI, AP Friðarviðræður milli súdanskra stjórnvalda og upp- reisnarmanna eru hafnar. Samn- ingaviðræður um atriði varðandi vopnahlé standa nú yfir, og eru þær hluti samkomulags sem binda myndi enda á 21 árs borg- arastyrjöld í landinu. Viðræðurnar, sem hófust á sunnudag, miða að því að finna vopnahlésdagsetningu, koma saman áætlun um friðargæslu auk afvopnunar hersveita og end- urhæfingu þeirra til daglegs lífs. Súdönsk stjórnvöld og stærsta uppreisnarhreyfingin í suður- hluta landsins hafa þegar komist að niðurstöðu um hvernig skipta eigi auði og völdum í landinu. ■ Evrópusambandið: Verðlækkun á sykri mót- mælt GVÆJANA, AP Karabískir leiðtogar hafa verulegar áhyggjur af til- lögu Evrópusambandsins um að bjóða lægra verð fyrir sykur frá svæðinu. Telja þeir að verðlækk- unin gæti haft jafn mikinn skaða á efnahagslíf landanna í för með sér og nýleg verðlækkun á banönum. Einkum og sér í lagi myndi verðlækkunin hafa slæmar af- leiðingar á lönd á borð við Belís og Jamaíka, að sögn embættis- manna. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.