Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 28
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, EINÍNA AÐALBJÖRG EINARSDÓTTIR, Lækjasmára 4, Kópavogi, verðir jarðsungin frá Digraneskirkju í dag kl. 15. Jarðsett verður í Garðakirkjugarði. Signý Sigurðardóttir, Jón G. Bjarnason, Jennifer Sigurðsson, Einína Sif, Jón Brynjar, Sigurður Bjarni, Sigurður Pétur, Phillip, Margrét Ann. Auður Harðardóttir, Frímann A. Sturluson, Jóna Finnsdóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Hildur Finnsdóttir, Jökull Daníelsson, Þórunn Finnsdóttir, Rafn H. Skúlason, Ingveldur Björk Finnsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Steinunn Ásta Finnsdóttir, Óskar Ö. Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju, í dag kl. 13.30. Áslaug Brynjólfsdóttir, Kristján Þorvaldz, Jóhann Jóhannsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir, stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN GÍSLASON LÖGFRÆÐINGUR, Kvistalandi 16, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, í dag kl. 10.30. Marhnútur besta veiðin til þessa Það var á þessum degi árið 1613, sem Globe-leikhúsið í Bretlandi þar sem flest leikrit Shakespeares voru frumsýnd, brann til kaldra kola. Leikhúsið var byggt árið 1599 af leikhópi Shakespeares, the Lord Chamberlain’s Men og kom timbrið úr hinu alla fyrsta leikhúsi Breta, Burbage’s leikhúsinu sem var reist árið 1576. Áður en James Burbage reisti sitt leikhús, voru leikrit sýnd á þeim stöðum sem hentaði best við hvert og eitt tækifæri. Það var jafn líklegt að rekast á leiksýningu á götuhornum og við krár. Árið 1574 ákváðu yfirvöld í London að öll leikverk sýnd á krám innan borgar- markanna þyrftu tilskilin leyfi. Til að komast fram hjá þeirri hindrun ákvað Burbage að byggja eigið leikhús á landi sem hann leigði utan borgarinnar. Þegar leiga hans á landinu rann út, fluttu the Lord Chamberlain’s Men timbrið á nýjan stað og reistu Globe-leikhúsið. Líkt og önnur leikhús á þeim tíma, var Globe hringlaga viðar- bygging með svið og stúkur fyrir fyrirmenn. Í salnum gátu um þús- und manns setið og einnig var pláss fyrir um 2000 í viðbót sem gátu staðið í kringum sviðið. Árið 1608 byggðu the Lord Chamberlain’s men Blackfriars- leikhúsið, sem var minna en Globe og hafði einungis sæti fyrir 700 manns. Það leikhús var notað að vetri til, þegar óheppilegt var að nota hið opna og þaklausa Globe. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 922 Róbert I er krýndur konungur Frakk- lands. 1236 Ferdinand III af Castillu og Leon nær yfirráðum yfir Cordoba á Spáni. 1767 Breska þingið samþykkir Towns- hend-skattalögin og þar með að leggja innflutningsskatt á gler, blý, málningu, blöð og te sem flutt er til Ameríku. 1831 Konungsríki Belga er stofnað. Leo- pold frá Saxe-Coburg er krýndur konungur. 1888 Prófessor Frederick Treves fram- kvæmir fyrsta botnlangaskurðinn í Bretlandi. 1917 Úkraína lýsir yfir sjálfstæði frá Rússlandi. 1932 Her Síam nær Bangkok og lýsir yfir lokum valdatíma einráðs kon- ungs. 1949 Ríkisstjórn Suður-Afríku bannar hjúskap aðila af ólíkum kynþætti. 1955 Sovétríkin senda skriðdreka til Pozan í Póllandi til að stöðva mót- mæli gegn kommúnistum. 1956 Marilyn Monroe og Arthur Miller ganga í hjónaband. Þau skildu 20. janúar 1961. 1967 Leikkonan Jayne Mansfield lést, 34 ára, í bílslysi. Frumherjar leikhúsa Hjónin Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir eru að hefja stór- sókn í útgáfu hljóðbóka hér á landi og hafa stofnað nýtt fyrir- tæki í þeim tilgangi. Í fyrstu atrennu gefa þau út fimm hljóðbækur, þar á meðal Grafaþögn eftir Arnald Indriða- son í lestri Sigurðar Skúlasonar leikara, Hróa Hött í lestri Rúnars Freys Gíslasonar og Línu Langsokk sem Vala Þórsdóttir les. „Við höfum fengið úrvalslesara til að vinna með okkar og höfum líka haft ágætis samvinnu við út- gefendur og þýðendur þessara bóka,“ segir Gísli. „Við höfum líka gjörbreytt útliti hljóðbókanna frá því sem það var. Þetta er allt kom- ið á geisladiska og við höfum þær í dvd-hulstrum sem taka frá ein- um og upp í sex diska.“ Fyrirtæki þeirra Gísla og Her- dísar heitir hljodbok.is, og um mánaðamótin verður komin á net- ið heimasíða þar sem hægt verður að ná í hljóðsýnishorn og kaupa bækurnar. Síðar meir ætla þau að bjóða fólki einnig upp á að hlaða þeim niður samstundis. Þau hafa gert samning við Olís- stöðvarnar um dreifingu í sumar og sömuleiðis verður hægt að kaupa nýju hljóðbækurnar í hel- stu stórmörkuðum. „Við erum ekkert endilega að hugsa um þá sem eru sjónskertir, langt frá því,“ segir Gísli. Hann segir lesblinda vera farna að nýta sér hljóðbækur í sívaxandi mæli. Þær koma sér líka vel þegar fólk er að ferðast með börnin sín og margir grípa gjarnan með sér hljóðbók þegar þeir fara út að skokka eða dytta að einhverju í sumarbústaðnum. ■ Hljóðbækur í nýrri mynd 20 29. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ AFMÆLI ■ JARÐARFARIR ■ ANDLÁT IAN PAICE Trommuleikarinn í Deep Purple og Whitesnake er 56 ára í dag. 29. JÚNÍ Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðar- maður er 55 ára. Eyjólfur Hannesson bóndi, Núpsstað, lést miðvikudaginn 23. júní. Jón Arngrímsson, Árgilsstöðum, lést föstudaginn 18. júní. Valdemar Nielsen, fyrrv. verkstjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur, Sogavegi 54, Reykjavík, lést miðvikudaginn 23. júní. 13.30 Eva Björk Eiríksdóttir, Ljósheim- um 6, verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík. 13.30 Margrét Pétursdóttir Jónsson, Kaplaskjólsvegi 65, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. 13.30 Margrét Þorbjörg Johnson, hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Sálumessa Elísabetar Árnadóttur Finsen, áður til heimilis á Þing- hólsbraut 35, fer fram frá Krists- kirkju, Landakoti. „Ég er nú vanur að halda upp á af- mælið en þetta er óhentugur tími í ár svona í miðri viku,“ segir Sig- urjón Þórðarson alþingismaður en hann er fertugur í dag. Önnur skýring er að sögn Sig- urjóns að Guðjón Arnar flokks- bróðir hans heldur upp á afmælið sitt um helgina. „Við vorum að spá í að halda það saman en það tókst ekki þar sem hann heldur það í Þernuvík sem er nokkuð langt í burtu,“ segir Sigurjón, sem er staddur norður í landi. Sigurjón segir veiði úti á Siglu- nesi koma til greina. „Ég hef gam- an af því að renna fyrir fisk og skjóta eina tófu en kunningi minn sem hefur boðið mér í heimsókn er alveg óður í þetta.“ Þingmaður- inn hefur notað sumarfríið til að ferðast um landið og segir hann nauðsynlegt fyrir sig að kynna sig fyrir landsmönnum þar sem hann var óþekktur áður en hann tók sæti á þing. „Ég mun ekki ferðast jafn mik- ið í júlí því börnin mín verða hjá mér og stefnan er tekin á Sauðár- krók ef þingið dregst ekki á lang- inn vegna þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar.“ Sigurjón stefnir einnig á að keppa á Landsmóti ungmenna- félaganna í 800 metra sundi. „Ég er sundkappi Skagafjarðar og góður miðað við aldur, fer 500 metrana á sjö mínútum.“ Aðspurður hvort hann hafi reynt fyrir sér í öðrum íþróttum segist Sigurjón hafa spilað fót- bolta á sínum yngri árum. „Ég spilaði í mörg ár bæði með Leikni og Ármanni og síðan endaði ég ferilinn á bekknum hjá Neista á Hofsósi.“ Fótboltaáhuginn hefur hins vegar dofnað og fylgist Sig- urjón með Evrópumótinu með öðru eyranu þessa dagana og nær þannig helstu úrslitum. Eftirminnilegasti afmælisdag- urinn í huga Sigurjóns var þegar hann varð sjö ára. „Ég fékk fyrstu veiðistöngina mína þann dag en hún hafði verið keypt í Kaupfélag- inu í Haganesvík í Fljótum en það er búið að leggja þá verslun af núna. Ég var mjög montinn með stöngina og fór strax að renna fyr- ir fisk. Ég fékk fljótt marhnút á hana og hef aldrei verið glaðari með nokkra veiði, var alveg him- inlifandi.“ Sigurjón segir mömmu sína ekki alveg hafa verið jafn ánægða með fenginn en hann lítur enn á þetta sem toppinn á sinni veiði. ■ AFMÆLI SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ER 40 ÁRA Í DAG. ■ Hann ætlar að renna fyrir fiski í tilefni dagsins og jafnvel skjóta eina tófu. Hann er staddur fyrir norðan en hann hefur eytt dá- góðum tíma í ferðalög um landið í sumar. HLJÓÐBÓK.IS NÝTT FYRIRTÆKI ■ Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdótt- ir eru að hefja stórsókn í útgáfu hljóðbóka hér á landi. 29. JÚNÍ 1613 SHAKESPEARE-LEIKHÚSIÐ GLOBE. ■ Brennur til kaldra kola SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Ætlar að keppa á Landsmóti Ungmennafélaganna í sumar í sundi. Hann segist vera mik- ill sundkappi og mjög góður miðað við aldur. GÍSLI HELGASON Gefur út hljóðbækur á geisladiskum. ■ LEIÐRÉTTING Þau leiðu mistök urðu í Fréttablaðinu í gær að jarðarfarir Jóhanns Gíslasonar, Margrétar Valgerðar Guðmundsdóttur og Einínu Aðalbjargar Einarsdóttur voru tilkynntar á röngum degi. Hið rétta er að þau verða jarðsungin í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.