Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 18
Ef þér finnst ekki gaman á hlaupabrettinu í ræktinni reyndu þá að setja þér markmið. Stilltu sjónvarpið á einhverja stöð sem þér líkar og ásettu þér það að hlaupa út tiltekinn þátt. Þá hættirðu að hugsa um hlaupið og hleypur jafnvel lengur en þú ætlaðir. Mér finnst einhvern veginn að allir séu að leita sér að meiri orku. Stórum fjármunum er var- ið í að auglýsa vörur og þjónustu sem eiga að skila sér í aukinni orku, hvort sem hún er líkamleg eða andleg. Mér finnst hins vegar alltof fáir staldra við og spyrja sig af hverju þeir eru að leita eftir meiri orku. Er það til þess að geta unnið meira, afkastað meiru, eignast meira, verið meira með fjölskyldunni, stund- að andlegt líferni, þjónað öðrum eða klifið fleiri fjöll. Miklu máli skiptir að svara þessari spurn- ingu vegna þess að þeir sem öðl- ast aukna orku án þess að beina henni í einhvern jákvæðan og uppbyggilega farveg eru hvorki að gera sjálfum sér né öðrum gott. Aukin orka sem ekki fær farveg getur komið fram í eirðar- leysi og pirringi. Hjá þeim sem ekki hafa styrka siðferðiskennd getur aukin orka til dæmis brotist fram í mikilmennsku- brjálæði og óheftri þörf til að auðgast á kostnað annarra. Því skaltu hugsa! Næst þegar að þú opnar orkudrykk, færð þér orku- bar eða ferð í ræktina til að næla þér meiri orku. Hvað ætla ég að gera við þessa orku? Er það upp- byggilegt? Hjálpar það öðrum samhliða því að hjálpa sjálfum mér? Ef það er ekki jákvætt er kannski betur heima setið en af stað farið. ■ Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HVERNIG VIÐ NÝTUM ORKUNA OKKAR. Hvers vegna vilja allir meiri orku? gbergmann@gbergmann.is. Taktu lífræna ekoland safa með þér inn í sumarið ferskir og ljúffengir • 100% lífrænt ræktaðir ávextir • enginn viðbættur sykur • engin gervisætuefni Kárastíg 1, 101 Reykjavík. Díana 18 kg Halldóra 20 kg Rósalind 16 kg Ert þú að fullnægja þinni daglegu próteinþörf ?? Fáðu persónlega Heilsuskýrslu sniðna að þínum þörfum hjá einum af okkar lífsstílsleiðbeinanda. www.heilsufrettir.is/augljos Nýjar áherslur í þyngdarstjórnun og líkamsmótun !! YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA SUMARYOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi Allir yoga unnendur velkomnir. „Ég tel það skipta miklu máli að fólk haldi fótum og tám fallegum og þá sérstaklega á sumrin þegar sandalar eru mikið notaðir,“ segir Brynhildur Stefanía Jakobsdóttir, snyrtifræðingur og eigandi snyrti- stofunnar Helenu fögru á Lauga- veginum. „Það er alls ekki fallegt að sjá þegar fólk er uppáklætt og fínt í opnum skóm með þurra og flagnandi hæla,“ segir Brynhildur og segir það ekkert mál að bera bara krem á hælana rétt eins og handáburð á hendurnar. „Ef fæturnir eru mjög þurrir er gott að bera mjúkt og næringarríkt krem á fæturna, fara svo í bómull- arsokka og jafnvel sofa í þeim. Fæturnir þurfa alveg jafnmikla umhirðu og hendurnar en margir virðast gleyma því þar sem fæturnir eru svo langt í burtu.“ Við fótaumhirðu segir Bryn- hildur það mikilvægt að klippa neglurnar þverar og stuttar til að koma í veg fyrir inngrónar neglur. Naglaböndin er gott að snyrta til og er hægt að mýkja þau með ólífuolíu áður en þau eru klippt. Fæturna sjálfa á að þrífa og skrúbba vel og ágætt er að gera það í sturtunni og bera svo krem á þá á eftir. Brynhildur segir það alltof algengt að fólk sé með fótsvepp en það sé vandamál sem auðvelt sé að leysa þar sem læknar geta auðveldlega hjálpað fólki með það. Við öðrum fótmeinum er mik- ilvægt að leita sér aðstoðar fag- fólks. „Mörgum þykja táneglurnar oft vera gulleitar og veigra sér við að vera berfættir að þeim sökum, en þá er til sérstakt efni sem bor- ið er á neglurnar til að gera þær hvítari. Svo er auðvitað líka hægt að lakka þær í fallegum lit en þá skal fyrst bera á þær undirlakk,“ segir Brynhildur. „Það er ekkert mál að fara í smá fótsnyrtingu heima og gott er að stinga fótunum í fótabað ef þeir eru þreyttir og þrútnir. Vellíðan í fótum getur skipt svo miklu máli því það hefur áhrif á allan líkamann,“ segir Brynhildur og bætir við: „Ef hugsað er vel um tærnar þá geta þær skartað sínu fegursta þegar þeim er skellt í sandalana“. kristineva@frettabladid.is Brynhildur St. Jakobsdóttir segir lítið mál að halda tánum fallegum svo hægt sé að sýna þær berar með stolti. Fallegir fætur: Skarta sínu fegursta í sandölum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ís í hita: Kallar fram höfuðverk Ís og kaldir drykkir freista margra í heitri sumarsól. Þessar köldu vörur geta þó verið varhugaverðar því þær geta leitt til skyndilegs höfuðverkjar. Þetta á ekki síst við um þá sem þjást af mígreni. Samkvæmt British Medical Jo- urnal er svokallaður íshöfuðverkur al- gengastur allra höfuðverkja. Tyrknesk rannsókn sýnir fram á að þeir sem þjá- ist af mígreni séu líklegra til að fá íshöf- uðverk en aðrir. Vísindamennirnir könnuðu viðbrögð tveggja hópa höfuð- verkjasjúklinga, mígrenisjúklinga annars vegar og sjúklinga sem þjást af streitu- höfuðverk hins vegar, við að fá bita af ís í munninn. 74 prósent mígrenisjúk- linganna fékk höfuðverk í tilrauninni en ekki nema 32 prósent hinna. Þátttak- endunum var uppálagt að hafa ísinn í munninum eins lengi og þeir treystu sér til og var ísinn í munni þátttakend- anna í allt að hálfri annarri mínútu. Hjá þeim sem fengu höfuðverk kom hann hins vegar fram svo að segja strax. Sársaukinn kom fram í enni eða sem bank við gagnauga. Verkurinn hvarf aft- ur eftir örfáar mínútur. Til þess að koma í veg fyrir höfuðverk af þessu tagi ber að forðast að neyta íss og kaldra drykkja hratt og í miklu magni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.