Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 29
2129. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Njáll Björgvinsson, verslunarstjóri Te og Kaffi í Smáralindinni sem vann Íslandsmót kaffibarþjóna í apríl, keppti fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti kaffibarþjóna í Trieste á Ítalíu. Gekk honum með ágætum og lenti í 4. sæti. „Það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Njáll, sem var að taka þátt í þessari keppni í 3. sinn. „Við vorum 37-38 keppendur og einn sem keppir fyr- ir hverja þjóð. Í ár var það kepp- andi frá Noregi sem vann.“ Það er að ýmsu að huga þegar kaffibarþjónar keppa og segir Njáll að það hafi verið keppt í að laga fjóra espresso-drykki, fjóra cap- puccino-drykki og einn frjálsan drykk sem verður að vera óáfeng- ur. „Frjálsi drykkurinn er til að meta sköpunarhæfni keppenda. Minn drykkur fékk skemmtilega hallærislegt nafn TLC, sem stendur fyrir tekíla, lime og kaffi og er kald- ur sumardrykkur með óáfengu tekíla. Hann féll mjög vel í kramið hjá öllum þeim sem smökkuðu hann.“ Aðspurður segir hann vonir standa til að Te og Kaffi fari að selja þennan drykk á kaffihúsum sínum. „Vandamálið er að það flyt- ur enginn tekílað inn sem við erum að nota. Það er soðið upp í sírópi og búið til sorbet. Það er svo sett í ál- hólk og fryst. Kaffinu er hellt með fram og þannig snöggkólnar það. Ofan í álhólkinn er svo sett lime- eggjakrem. Þegar álhólknum er kippt í burtu verður drykkurinn skemmtilega lagskiptur og þetta fellur rosalega vel saman.“ ■ Óáfengt tekíla og kaffi TÍMAMÓT NJÁLL BJÖRGVINSSON ■ Varð í 4. sæti á heimsmeistaramóti kaffibarþjóna í Trieste á Ítalíu. NJÁLL BJÖRGVINSSON Lagar sinn frjálsa drykk á heimsmeistara- móti kaffibarþjóna. Drykkurinn heitir TLC og inniheldur óáfengt tekíla, lime og kaffi. Hjá Vöku-Helgafelli er komin út bók-in Sumarsalöt, í ritstjórn Margrétar Þóru Þorláksdóttur með ljósmyndum Kristjáns Maack, Guðmundar Ingólfs- sonar og fleiri. Í bók- inni má finna rúm- lega 40 uppskriftir af salötum ýmiskonar, hvort sem þau eru ætluð sem heil máltíð, smáréttir, með- læti eða forréttur. Þá er að finna í bók- inni uppskriftir af heitum og köldum salötum, kjöt- og fisksalöt auk kartöflu- salata. Margrét Þóra hefur mikla reynslu af útgáfu matreiðsluefnis en hún var meðal annars ritstjóri matarklúbbsins Af bestu lyst um árabil. Vaka-Helgafell hefur gefið út bókinaÓðhalaringla, sem inniheldur end- urútgefin kvæði Þórarins Eldjárns úr þremur kvæðabók- um hans, með myndum Sigrúnar Eldjárn. Þetta eru bækurnar Óðfluga, Heimskringla og Halastjarna, en hin- ar tvær síðast- nefndu hafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið. Í Óðhalaringlu eru höfð endaskipti á tilverunni og eitt og annað verður óðhalaringlað svo um munar; bílar verða sófasett á hjólum, brunahani er á strigaskól og beljur svífa á svelli í skautadansi svo eitthvað sé nefnt. Mál og menning hefur gefið útljóðasafn Steinunnar Sigurðar- dóttur, Ljóðasafn. Frá Sífellum til Hugásta en um þess- ar mundir á Steinunn 35 ára rithöfundaaf- mæli. Ljóðasafnið inniheldur allar sex ljóðabækur hennar. Sú fyrsta, Sífellur kom út árið 1969 þegar Steinunn var 19 ára en sú nýjasta, Hugástir kom út árið 1999. Ljóðabækur Steinunnar hafa flestar verið ófáanlegar um árabil en birtast hér með formála eftir Guðna El- ísson bókmenntafræðing. Ritmennt, ársrit Landsbókasafns Ís-lands – háskólabókasafns, er nú komið út í áttunda sinn. Einar H. Guð- mundsson ritar um Björn Gunnlaugs- son og náttúru- spekina í hinu merka verki hans, Njólu, Svanhildur Gunna r sdó t t i r gerir grein fyrir fyrstu reyfurunum sem þýddir voru á íslensku og komu út á 18. öld og Hrafn Sveinbjarn- arson dregur fram í dagsljósið áður órannsakaðan skáld- skap eða söngvísur vaktaranna sem hér voru meðal annars þekktir fyrr á tíð í bæjarlífinu í Reykjavík, það er fyr- ir daga rafmagnsljósanna. Aðalgeir Kristjánsson býr til prentunar tvö bréf sem Gísli Brynjúlfsson ritaði móður sinni og lýsa lífi hans í Kaupmanna- höfn og Finnbogi Guðmundsson birt- ir þýðingu á grein eftir Vilhjálm Stef- ánsson landkönnuð um fund nor- rænna manna á Ameríku. Þá ritar Þóra Gylfadóttir um Galdranótt í Þjóð- arbókhlöðu, sem var haldin í tengsl- um við Menningarnótt í Reykjavík, Jökull Sævarsson um fágæta kortabók í sérsöfnum Landsbókasafns, og loks er birt ljósmynd sem sýnir Knut Hamsun á leið til fundar við Adolf Hitler, en Ásgeir Guðmundsson komst á snoðir um þessa mynd eftir að grein hans um Egil Holmbo, norsk- an túlk Hitlers, birtist í Ritmennt árið 2001. Ritstjóri Ritmenntar er Ög- mundur Helgason. ■ ■ NÝJAR BÆKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.