Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 26
Að undanskildum stórviðburði þessa vors, þegar forseti neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin, hefur fátt merkilegt gerst í um- ræðu dægurstjórnmálanna und- anfarið ár. Sama stefið endur- tekið með lítið breyttum til- brigðum og fær varla stórt pláss hjá sagnfræðingum framtíðar- innar. Þó hafa heyrst örfáar raddir sem hafa fengið mig til að sperra eyrun, en það er helst þegar minnst hefur verið á nýja orðræðu í stjórnmálum. Þar var Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður vinstri grænna, framar- lega í flokki og kom tal hennar um hina nýja orðræðu m.a. við kaunin á Eiríki Bergmann sem sendi henni tóninn í Fréttablað- inu. Nú er undirritaður einn af þeim sem þykist skynja þörf á nýrri orðræðu og langar til þess að leggja sitt af mörkum. Mér finnst líka að í stað þess að tala um nýja orðræðu þá sé mál að fara að setja eitthvað í orðræðu- belginn. Rýr áhrifamáttur Varðandi gagnrýni Eiríks Bergmann á að Katrín skyldi leggja meiri áherslu á hina nýju orðræðu en ýmis önnur knýjandi mál vinstrimanna, s.s. stöðu launamanna og önnur brýn mál, þá er það mín skoðun, og má styðja þá skoðun með ýmis konar tölfræði, að án nýrrar orðræðu, án nýrra að- ferða og nýrrar pólitískrar sýn- ar sé staða launafólks og al- mennings, staða varnarbaráttu án nokkurrar möguleika til sóknar, þar sem sívaxandi gjá myndast á milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki, þeirra sem ráða og þeirra sem ráða ekki. Þar sem samanlagt verð- mæti launaumslaga okkar skreppur saman í samhengi við afkomutölur stórfyrirtækj- anna. Þar sem lýðræðisleg áhrif okkar í gegnum hefðbund- inn atkvæðisrétt rýrna í sam- hengi við aukin áhrif fjármagns og stofnana og hversu hróplega rýr okkar lýðræðislegu áhrif eru miðað við þá möguleika sem til staðar eru í þjóðfélag- inu í dag. Upplýstur almenningur Í stuttu máli, án nýrrar orð- ræðu er bara um varnarbaráttu að ræða, í besta falli hægfara undanhald þangað sem þjóðfé- lagið og heimurinn allur er tví- skiptur, þar sem óbrúanlega gjá verður á milli mjög auðugs minnihluta og meirihluta sem hefur það í besta falli skítsæmi- legt. Hvað á svo heima í hinum nýja orðræðubelg? Í vetur tók Björgvin Sigurðsson frumkvæði á þingi í umræðu um beint lýð- ræði, en þróun lýðræðis hlýtur að vera eitt af stóru málum framtíðarinnar; hvernig getum við aukið lýðræðisleg áhrif al- mennings í samræmi við þá tæknilegu möguleika sem eru til staðar í dag. Hvernig getum við komið til móts við þá staðreynd að í dag er almenningur mun betur upplýstur og hefur betri aðgang að upplýsingum um flest mál en fólk hafði á þeim dögum sem núverandi fyrirkomulagi var sett á fót. Hvernig getum við gert fólki kleift að grípa inn í og koma í veg fyrir að stjórn- völd þjösnist í gegn með mál eins og stuðning við árásina á Írak gegn vilja langflestra landsmanna? Umræður um mál- skotsrétt forseta hafa vakið upp umræðuna um beint lýðræði, en vitaskuld hlýtur markmiðið að vera að almenningur geti sjálft knúið fram þjóðaratkvæða- greiðslu á eigin forsendum. Barnapólitík Síðan eru önnur mál sem ekki virðast snerta nein grund- vallaratriði, mál eins og tekju- tenging á ýmsum sviðum, en þegar nánar er að gáð má finna, í djúpgerð þeirrar umræðu, ákveðnar grundvallarforsend- ur sem tekist er á um. Þar er um að ræða það sem kalla mætti fjölskylduformgerð ann- ars vegar og mannréttinda- formgerð á hinn bóginn. Þetta birtist t.d. í umræðunni um tekjutengingu örorkubóta síð- astliðinn vetur. Ég man eftir sjónvarpsþætti þar sem Pétur Blöndal deildi við Helga Hjörv- ar um tekjutengingu örorku- bóta. Pétur var þar í hlutverki verjanda hinnar gömlu fjöl- skylduformgerðar en Helgi lagði áherslu á mannréttindi hvers einstaklings. Fjölskyldu- formgerðin tilheyrir þeim tíma þar sem fjölskyldan var órjúf- anleg eining, með verkaskipt- ingu sem gerði það að verkum að einstaklingarnir innan fjöl- skyldunnar voru algerlega háð- ir hverjum öðrum. Í þeirri stöðu félagslegs og fjárhags- legs sjálfstæðis karla og kven- na dagsins í dag þvælist gamla kerfið fyrir. Það felur í sér að fólki er mismunað eftir lífsstíl og því er komið í þá aðstöðu að verða upp á náð og miskunn ættingja og maka sinna komið. Í stað fjölskyldupólitíkur mætti t.d. tala um barnapólitík, því það er í tengslum við börn sem ríkisvaldið á að koma til móts við fólk, ekki vegna lífsstíls þess. Fagor-heimilistæki Það fer lítið fyrir umræðu um nýja valkosti í rekstrar- formum fyrirtækja. Samvinnu- formið er talið úrelt og önnur „alternatív“ rekstrarform álitin vera eingöngu jaðarfyrirbæri, ófær um að taka þátt í alvöru- slagnum. Það er full ástæða til að leiðrétta þennan misskiln- ing. Eitt það merkilegasta sem er að gerast á þessu sviði í dag er keðja samvinnufyrirtækja sem kennd eru við bæinn Mondragon á norður Spáni. Rekja má sögu þessara fyrir- tækja, sem eru á annað hundrað talsins, aftur til loka borgara- stríðsins á Spáni. Á síðasta ári veltu þau nærri því 10 milljörð- um evra, sem var 17,5% aukn- ing frá árinu á undan. Margir þekkja Fagor-heimilistæki, en þau hafa verið seld hér á Ís- landi í mörg ár og eru fram- leidd af einu þessara fyrir- tækja. Það er margt merkilegt við þessi fyrirtæki, en þau eru í eigu starfsmannanna sem vinna í þeim. Rekstrarleg út- tekt, sem breska sjónvarpsstöð- in BBC gerði, leiddi í ljós að þessi fyrirtæki hafa ýmislegt sem gefur þeim umtalsvert samkeppnislegt forskot á einkafyrirtæki í hefðbundnu hlutafélagaformi. Það byggist helst á lítilli yfirbyggingu og miklum sveigjanleika sem þessi fyrirtæki hafa. Þeir sem vilja afla sér meiri upplýsinga um þessi fyrirtæki geta fundið þær á vefsíðunni mcc.es. Húmanísk orðræða Bandaríski málfræðingurinn Noam Chomsky hefur sagt að skapa þyrfti mannlegt samfélag út frá eðli manneskjunnar og það ætti að vera leiðarljós í póli- tískri baráttu. Nú er ég ekki viss um að við myndum komast að nákvæmlega sömu niðurstöðu um hvað sé mannlegt eðli, en ég held að það sé rétt leið að færa orðræðuna inn á það svið og reyna að fikra okkur þaðan. Rauði þráðurinn í hinni nýju orðræðu hlýtur að vera húmanískur þráður, hann bygg- ist á því að skilgreina manneskj- una og hanna samfélagið út frá því. Það er kannski skiljanlegt að stjórnmálamenn sem hafa menntun eins og stjórnmála- fræði eða lögfræði hafi tilhneig- ingu til að reyna að komast áfram með því að horfa ein- göngu í baksýnisspegilinn, stjórnmálafræðingar horfa á form og hugmyndir horfinnar aldar og lögfræðingar leita að fordæmum. Vandinn er bara sá að þetta þjóðfélag, þessi heimur sem við í dag búum í, er heimur ólíkur nokkrum öðrum sem hef- ur verið til. Og hann kallar á nýja orðræðu. ■ Dúkka Sjálfstæðisflokksins var óvenju vel upptrekkt í ríkissjón- varpinu kosningakvöldið. Svo vel höfðu Valhellingar trekkt fjöðrina að það hélt henni á línunni allt kvöldið og dugði hér um bil til að sanna að Ólafur Ragnar hefði ver- ið kosinn með minnihluta at- kvæða. Aðeins vantaði að Vestur- Íslendingum væri blandað í málið til að þynna atkvæðatölur forset- ans. Hún talaði ávallt um „frú Vig- dísi“ sem tekin hefur verið inn í Heimastjórnarflokkinn, en lét vera að herra hinn óvirðulega Norðurljósaforseta, enda er hann ekki með nema fimm prósent at- kvæða á bak við sig ef Færeying- ar og Vestur-Íslendingar eru reiknaðir með inn í dæmið, þeir sem mættu ekki einu sinni á kjör- stað í mótmælaskyni. Þannig sést ef vel er að gáð hve djúp gjá hef- ur myndast á milli forsetans og þjóðarinnar, svo ekki sé minnst á vestur-íslensku þjóðina. ■ 29. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR18 KRISTJÁN SIG. KRISTJÁNSSON SKRIFAR UM KOSNINGASJÓNVARPIÐ Einn helsti túlkandi sjálfstæðis- manna á stjórnmálalegum tíð- indum segir hér í Fréttablaðinu, eftir að úrslit í forsetakjöri voru kunn, að Ólafur Ragnar Gríms- son væri ekki forseti þjóðarinn- ar, heldur væri hann forseti vin- stri manna í landinu. Þessi um- mæli eru vitanlega með þvílík- um ólíkindum og eru í raun sam- bærileg við það að segja að for- sætisráðherra sé forsætisráð- herra Sjálfstæðisflokksins en ekki ríkisstjórnar Lýðveldisins Íslands. Málið er að Ólafur Ragnar hlaut afgerandi kosn- ingu og það með atkvæðum all- margra annarra en þeirra sem flokkast undir vinstri villu Hannesar Hólmsteins. 68% fylgi við Ólaf Ragnar er ekki eingöngu komið frá skilgreind- um vinstri mönnum heldur í verulegum mæli frá fjölmörg- um stuðningsmönnum beggja ríkisstjórnarflokkanna, þar með þeim sem þetta ritar. Oddvitar ríkisstjórnarflokk- anna hafa með ummælum sínum ekki getað leynt vonbrigðum sín- um með úrslitin og sérlega dapur- legt þótti mér að heyra í vinkonu minni Valgerði Sverrisdóttur á kosninganótt hálfpartinn finna að að kjöri Ólafs Ragnars og ýja að því að kosningin væri lítt glæsi- leg, auðu atkvæðin mörg o.s.frv. Sérstaklega í ljósi þess að Fram- sóknarflokkurinn hlaut í kjör- dæmi Valgerðar afar góða kosn- ingu til Alþingis fyrir ári eða um þriðjung atkvæða, en í NA-kjör- dæmi fékk Ólafur Ragnar 75% allra atkvæða. Enginn þarf að segja mér annað en að sömu kjós- endur Valgerðar hafi þar lagt þungt lóð á vogarskálarnar, sem og hefðbundnir kjósendur Sjálf- stæðisflokksins. Auðir seðlar og atkvæði greidd öðrum frambjóðendum voru mun færri en svo að þau endurspegli alla aðra en þá sem skilgreindir eru sem vinstri menn í landinu. Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni og öðrum þeim sem agnúast út í forseta- kjörið vil ég gefa eitt ráð. Sýnið þann drengskap að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson sem for- seta Lýðveldisins. Það er nóg komið af átökum á sviði stjórn- mála og stjórnskipunar þar sem hverjum og einum er ætlað að skipa sér á bás með „okkur þess- um góðu“ eða þá „hinum, vondu köllunum.“ Samfélagið er sem betur fer ekki svart/hvítt þar sem fólki er skipað í tvö lið. Lið- in eru fleiri og liðsmennirnir vilja margir hverjir þvert á liðs- heildir vinna saman að sætum sigrum fyrir land og þjóð. Forsetakjörið er staðreynd, virðum það og vinnum með þeir- ri stjórnskipun sem stjórnar- skráin segir fyrir um. Ríkis- stjórnin verður að viðurkenna forsetakjörið og þá má ekki gleyma stjórnarandstöðunni sem einnig þarf að læra að við- urkenna réttkjörna ríkisstjórn og þingmeirihluta hennar. For- seti, ríkisstjórn og stjórnarand- staða verða síðan að vinna sam- eiginlega og af drengskap í hvers annars garð. Átakasamfé- lagið sem illu heilli hefur verið að skjóta dýpri rótum upp á síðkastið hugnast mér alls ekki. Landsmenn eiga einfaldlega annað og betra skilið. ■ FORSETI ÍSLANDS Bréfritara sárnaði umfjöllun um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kosninga- þætti Sjónvarpsins. Hún talaði ávallt um „frú Vigdísi“ sem tekin hefur verið inn í Heimastjórnarflokkinn, en lét vera að herra hinn óvirðu- lega Norðurljósaforseta. ,, Dúkka Sjálf- stæðisflokksins KJARTAN JÓNSSON UMRÆÐAN STJÓRNMÁLA- UMRÆÐUR Ný orðræða í stjórnmálum Nú er undirritaður einn af þeim sem þykjast skynja þörf á nýrri orðræðu og langar til þess að leggja sitt af mörkum. Mér finnst líka að í stað þess að tala um nýja orð- ræðu sé mál að fara að setja eitthvað í orðræðu- belginn. , Þverrandi drengskapur og glæsilegt endurkjör EINAR SVEINBJÖRNSSON SKRIFAR UM FORSETAKOSNINGARNAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.