Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 2004 Starfshópurinn segir að þessi leið hljóti að koma til skoðunar. „Það sem mælir hins vegar á móti skil- yrðum um lágmarksþátttöku, eða að minnsta kosti að markið sé sett of hátt, er sú staðreynd sem bent hef- ur verið á að minnihluti atkvæðis- barra manna getur í raun ónýtt at- kvæðagreiðsluna með því að hund- sa hana. Af þessum sökum telur starfshópurinn þessa leið haldna lýðræðislegum annmörkum sé markið sett of hátt,“ segir í skýrsl- unni. Karl Axelsson sagði jafnframt að endanlegt mat um þetta atriði væri pólitískt, en ekki lögfræðilegt. Tiltekið lágmarkshlutfall gegn lögunum vænlegast Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að þriðja leiðin sé væg- asta útfærsla skilyrðis um þátttöku eða atkvæðavægi. Einfaldur meiri- hluti ráði en „ákveðið hóflegt hlut- fall atkvæðisbærra manna greiði þó atkvæði gegn lögunum“, eins og segir í skýrslunni. Til þess að fella lögin þurfi tiltekið hlutfall allra á kjörskrá. Muni þetta útiloka áhrif þeirra sem ekki kjósa og hvetja fremur en að letja til þátttöku í at- kvæðagreiðslunni. Að mati starfshópsins mun ákvörðunin um við hvaða hlutfall eigi að miða byggjast á pólitísku mati en ekki lögfræðilegu. Hópur- inn telur að hlutfallið gæti verið allt frá fjórðungi atkvæðabærra manna til helmings þeirra sem að meðaltali taka þátt í kosningum. Meðalþátt- taka í kosningum á lýðveldistíma er um 88,6% og því telur nefndin að efri mörkin gætu verið 44%. Ef þessi leið verður valin er það á valdi Alþingis að ákveða hver mörkin verða. Hugsanlegt er því að 44% at- kvæðisbærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum svo þau verði felld úr gildi. Starfshópurinn tekur þó fram að þeim mun hóflegri sem takmörkun af þessu tagi er, þeim mun líklegra verður talið að hún fái staðist. Þá leggst starfshópurinn gegn því að beitt verði fleiri en einu skilyrði samhliða, ef ákvörðun verður á ann- að borð tekin um slíkt. Atkvæðaseðillinn Að höfðu samráði við sérfræð- inga leggur starfshópurinn til að uppbygging og framsetning spurninga á atkvæðaseðlum verði skýr og afdráttarlaus og með þeim hætti að hlutlægni verði ekki dregin í efa. Að sögn Karls var talsverður ágreiningur innan nefndarinnar um hvernig atkvæðaseðillinn um fjölmiðlalögin ætti að líta út. Nið- urstaða náðist um að byggt verði á tillögum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um framsetningu spurningar og verði hún svofelld: Eiga lög nr. 48/2004, um breyt- ingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993, sem Alþingi samþykkti, en forseti synjaði staðfestingar, að halda gildi sínu? - Já, þau eiga að halda gildi. - Nei, þau eiga að falla úr gildi. Tilhögun söm og í öðrum kosningum Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti ákveð- inn tímaramma um hvenær þjóð- aratkvæðagreiðsla skuli fara fram ef forseti synjar lögum stað- festingar. Þótti starfshópnum að kröfur 26. greinar stjórnarskrár- innar um að kosningar skuli fara fram „svo fljótt sem kostur er“ væru virtar í hvívetna með því að lágmarksfrestur væri almennt séð ákveðinn fjórar vikur frá því að synjun forseta liggur fyrir og atkvæðagreiðsla dragist að jafn- aði ekki lengur en tvo mánuði frá því tímamarki. Þykir ekki ólíklegt að ætla að atkvæðagreiðslan nú geti farið fram þremur vikum eftir að Al- þingi hefur samþykkt lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Dagsetn- ing þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin fer því eftir því hve miklar umræður verða á Al- þingi um lögin og hvenær þau verða samþykkt. Gerir starfshóp- urinn ráð fyrir því að það taki Al- þingi um tvær vikur að afgreiða lögin og að atkvæðagreiðslan geti því farið fram fyrsta eða annan laugardag í ágúst, líkt og forsæt- isráðherra hefur þegar skýrt frá í fjölmiðlum. Starfshópurinn telur að styðj- ast eigi við sömu reglur og í al- þingiskosningum og forsetakosn- ingum varðandi tilhögun þjóðar- atkvæðagreiðslunnar. ■ JÓN SVEINSSON OG KARL AXELSSON HÆSTARÉTTARLÖGMENN Í STARFSHÓPI UM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU Starfshópurinn telur sennilegt að heimilt sé að „setja almenn lög nú um hófleg skilyrði um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar“, sem ekki feli í sér neins konar hindranir á beit- ingu atkvæðisréttar. Vænlegast þykir að setja lög um að 25-44% atkvæðisbærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum svo þau verði felld úr gildi. SKULDABRÉF Eigendur húsbréfa og húsnæðisbréfa geta skipt bréfum sínum í íbúðarbréf til 1. júlí. Það hentar þeim sem nýtt hafa bréfin í sparnaðarskyni. Hallur Magnússon, sviðstjóri þróunar- og almannatengsla hjá Íbúðarlánasjóði, segir að verið sé að bjóða skipti á ákveðnum skipti- kjörum. Þau verði aðeins í boði í þetta eina sinn. „Þeir sem hafa notað húsbréf til síns sparnaðar og þeir sem hafa fjárfest í þeim, eins og bankar, verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, býðst að skipta hús- bréfunum fyrir íbúðarbréf sem við teljum að verði mark- aðsvænni, seljanlegri og verð- meiri til lengri tíma,“ segir Hall- ur. „Greiningadeildir bankanna hafa bent á að með tímanum minnki það yfirverð sem er á hús- bréfunum núna og þau verða því ekki eins seljanleg og þessi nýju íbúðabréf. Það er kjarni málsins í þessum skiptum.“ Hallur segir að vilji fólk kynna sér málið betur geti það haft samband við bankann sinn, sparisjóðinn eða verðbréfafyrir- tæki sem það skiptir við og feng- ið leiðbeiningar. ■ Kosið í Mongólíu: Stjórnin tapar MONGÓLÍA, AP Áhrifamesti stjórn- málaflokkur Mongólíu mátti þola ósigur í þingkosningum sem fram fóru um helgina. Fékk flokkurinn, Byltingarflokkur Mongólíu, 35 þingsæti af 76. Stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, Demókrataflokkurinn, fékk 29 sæti og eru kjósendur taldir hafa viljað lýsa yfir óánægju sinni með stjórn efnahagsmála á valda- tíma Byltingarflokksins. Forsætisráðherra landsins sak- aði hins vegar stjórnarandstöðuna um að hafa haft rangt við og há- værar raddir innan flokksins krefj- ast endurtalningar atkvæða. ■ PHOENIX, AP Meirihluti spænskætt- aðra Bandaríkjamanna er þeirrar skoðunar að frambjóðendur stjórn- málaflokkanna ræði ekkert um þau málefni, sem helst brenna á spænskumælandi íbúum landsins. Þetta eru niðurstöður skoð- anakönnunar, sem baráttusam- tök fyrir réttindum spænskætt- aðra Bandaríkjamanna lét gera. Samkvæmt könnuninni hafa 58 prósent aðspurðra það á til- finningunni að frambjóðendur tali ekki um málefni sem varði þau mest. Þriðjungur er ósam- mála þessu, en átta prósent tóku ekki afstöðu. ■ BUSH-HJÓNIN George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Laura eiginkona hans. Spænskættaðir Bandaríkjamenn um frambjóðendur: Tala ekki um neitt sem máli skiptir Seljanlegri bréf fyrir þá sem nota húsbréf til sparnaðar: Húsbréfum skipt í íbúðarbréf HALLUR MAGNÚSSON Segir að vextir bréfanna verði líklega lægri en húsbréfanna þar sem þau eru skráð erlend- is. „Við erum að bjóða eigendum húsbréfa að skipta þeim og fá í staðinn markaðsvæn íbúðarbréf sem eru framtíðar fjármögnunarbréf Íbúðarlánasjóðs,“ segir Hallur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.