Fréttablaðið - 01.07.2004, Page 52

Fréttablaðið - 01.07.2004, Page 52
36 1. júlí 2004 FIMMTUDAGUR TÓNLEIKAR Í RÚMENÍU Ceasria Evora, stófenglega söngkonan frá Grænhöfðaeyjum og Íslandsvinurinn, flytur hér lag á tónleikum í Búkarest í Rúmeníu. Evora kynnti verðlaunaplötu sína „Voz D’Amor“ í Rúmeníu á þriðjudagskvöldið og vakti mikla lukku meðal áhorfenda. ■ KVIKMYNDIR Ú T S A L A - Ú T S A L A SUMAR ÚTSALAN HEFST Í DAG 1. JÚLÍ allt að60% afsláttur dömuskór - herraskór - barnaskór mörg tilboð - frábær verð KRINGLUNNI S. 568 6211 SKÓHÖLLIN , FIRÐI HF. S. 555 4420 GLERÁRTORG AKUREYRI S. 461 3322 Leikstjórinn Tim Burton vinnur nú að nýrri brúðuhreyfimynd, svip- aðri The Nightmare Before Christmas. Nýja myndin heitir The Corpse Bride og er unnin á sama hátt og myndin goðsagnarkennda. Sagan er gerð eftir frægri rússneskri þjóðsögu um mann sem giftist óvart dauðri konu. Sjálfur lýsir Burton myndinni sem „glaðlegri sögu“ svipaðri Nightmare Before Christmas. Í myndinni verða einhver lög, en ekki jafn mörg og í þeirri fyrr- nefndu. Samstarfsmaður Burtons til langs tíma, Danny Elfman, sér um tónlistina í myndinni. Leikaraliðið, sem ljáir aðalper- sónum myndarinnar raddir sínar, er ekki af verri endanum. Þar verða Johnny Depp, Helena Bon- ham Carter, Albert Finney og Christopher Lee í helstu hlutverk- um. Einnig koma leikararnir Emily Watson, Richard E. Grant og Joanna Lumley við sögu. ■ Jóhanna Halldórsdóttir söngkona lætur sig ekki muna um að stíga upp í flugvél einu sinni eða jafn- vel tvisvar í hverjum mánuði, fljúga í nokkrar klukkustundir áleiðis til Þýskalands eða Sviss þar sem hún kemur fram á tón- leikum til að flytja barokktónlist. Nokkrum dögum seinna flýgur hún síðan til baka og mætir til vinnu sinnar hér á landi. „Þetta er óneitanlega svolítið skrýtið, að rjúka svona út til að vera stjarna á sviðinu í smá tíma og koma síðan aftur í vinnu eins og ekkert hafi í skorist. En ég er svo heppin að eiga góða yfirmenn sem sýna þessu skilning.“ Síðast var Jóhanna úti í Stutt- gart þann 10. júní að syngja barokktónlist eftir Biber og fleiri austurrísk tónskáld. Næst fer hún út núna um helgina, að þessu sinni til München þar sem hún syngur með barokksveitinni L’arpa fes- tande verk eftir Vivaldi og Monteverdi. Síðastliðið haust flutti Jóhanna heim til Íslands eftir að hafa búið í Þýskalandi um sex ára skeið. Fyrstu fjögur árin ytra var hún í námi við Institut für alte Musik í bænum Trossingen, sem er skammt sunnan við Stuttgart. „Þar var ég að læra barokktón- list og var svo heppin að fá inn- göngu í framhaldsnám hjá kennara sem heitir Richard Wistreich.“ Þegar líða tók á námið var hún farin að koma fram opinberlega með ýmsum tónlistarhópum, og hélt því áfram þar ytra í tvö ár að námi loknu. „Ég var búin að koma mér upp samböndum við nokkrar góðar barokksveitir sem hóa í mig annað slagið. Svo tek ég að mér ýmis verkefni eftir því sem þau bjóðast.“ Hér á landi er Jóhanna auk þess komin í samstarf við Guðrúnu Óskarsdóttur sembal- leikara, sem meðal annars starfar með Bach-sveitinni í Skálholti. „Við erum að púsla saman pró- grammi með gömlum ítölskum aríum. Þetta er svo yndisleg tón- list. Við erum líka að gramsa í gömlum handritum að leita að flottum aríum. Mig langar mikið til að koma á framfæri aríum sem bara eru til í handriti og hafa kannski ekki heyrst í nokkur hundruð ár.“ ■ NIGHTMARE BEFORE CHRISTMAS Fyrri brúðumynd Burtons á sér hópdýrkendur um allan heim. Nú er verið að vinna nýja mynd. Ný brúðumynd frá Tim Burton BAROKKIÐ HEILLAR JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR ■ altsöngkona kennir börnum tónlist hér á landi en bregður sér reglulega út fyrir land- steinana til þess að syngja með barokksveit- um í þýskumælandi hluta Evrópu. Á sífelldu flugi með barokkið JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR Skreppur til München nú um helgina til þess að syngja Vivaldi og Monteverdi með virtri barokksveit. Alf, geimveran frá plánetunni Melmac, mun stjórna nýjum spjallþætti sem fer í loftið 7. júlí á sjónvarpsstöðinni TV Land vestanhafs. Alf mun koma í stað hins fræga Johnny Carson og mun þátturinn verða hálftíma langur. Spjallþátturinn hans Alf mun mjög líkjast ósköp venjulegum spjallþætti. Þar mun Alf fara með einleik, pólitísk gamanmál og fá valinkunna einstaklinga í heim- sókn til sín. Að sögn Alfs mun þáttur þessi verða miklu betri en þættir Jays Leno, Davids Letterman og Conans O´Brien. „Forstjórar TV Land hafa einstaklega góðan smekk að ráða mig til starfa og gefa mér minn eigin þátt. Ég fer næstum því hjá mér hversu vel þeir koma auga á mína óviðjafn- anlegu snilligáfu,“ segir Alf. Um leið og þættinum lýkur sýnir stöðin fjóra gamla Alf-þætti en óvíst er um framhald spjall- þáttanna. Ef vel gengur gæti TV Land ákveðið að búa til heila seríu tileinkaða furðufuglinum Alf. ■ Geimveran Alf aftur á skjáinn ALF Geimveran Alf var mjög vinsæl hér á árum áður og kemur nú tvíefld til baka í sjónvarpið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.