Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 5. júlí 2004 Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 25 23 1 0 7/ 20 04 Dregi› ver›ur um einn glæsilegasta fornbíl landsins, Bel Air árg. 1954, flann 8. júlí n.k. Me› bílnum fylgja nokkur hundru› flúsund kallar í skottinu, 2 milljónir ef flú átt tvöfaldan mi›a. Allt skattfrjálst. Vinningaveisl a í júlí Missir flú af milljónum? Kauptu mi›a núna FASTUR ÚTI Í MIÐRI KROSSÁ Arnar Einarsson og vinur hans voru á leiðinni í Þórsmörk um helgina þegar þeir festu bílinn í Krossá. Hér situr Arnar rennblautur á húddinu og bíður eftir að verða dreginn á þurrt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N vinsælar á þessum tíma. Repú- blikanar hafi síðan unnið stórsigur í kosningunum. „Poppmenningin endurspeglaði einfaldlega þjóðarandann á þeim tíma,“ segir Grunwald. „Nú hefur þetta snúist við – tíðarandinn er greinilega breyttur.“ Bush-liðar forðast umræðuna Kosningastjórar Bush forseta segjast meðvitað hafa reynt að stan- da utan við alla umræðu um „Fahrenheit“ og „My Life“ til að forðast að blása málið frekar upp. Einn talsmanna Bush segist ekki hafa trú á því að vinsældir myndar- innar og bókarinnar muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Bush. Þeir sem fari að sjá myndina og þeir sem lesi bókina séu flestir þegar stuðn- ingsmenn Kerry. Þó að þeir sem standi næst Bush hafi reynt að forð- ast opinbera umræðu um myndina og bókina er ekki sömu sögu að segja af ýmsum íhaldssömum sam- tökum. Samtökin „Move America Forward“ hafa meðal annars biðlað til fólks um að hunsa mynd Moore og þrýst á kvikmyndahús að sýna hana ekki. Barátta samtakanna hef- ur litlu skilað. Önnur samtök, sem bera heitið Citizen United, hafa gengið skrefinu lengra. Þau segja að sjónvarpsauglýsingar fyrir myndina brjóti í bága við lög sem banna einstaklingum að birta aug- lýsingar sem eru áróður fyrir fram- bjóðanda í kosningum. Afar ólíklegt þykir að auglýsingarnar brjóti í bága við þessi lög en málið hefur þó ekki verið til lykta leitt enda á Kerry eftir að taka formlega við út- nefningu sem forsetaefni demókra- ta. Það kemur ekki á óvart að kosningastjórar Bush hafi forðast alla umræðu um myndina og bók- ina. Það hefur hins vegar komið nokkuð á óvart að kosningastjórar Kerry hafa jafnvel tjáð sig enn minna um málið. Margir bjuggust við því að Kerry myndi nýta sér gagnrýnina á Bush í baráttu sinni. Íhaldið með yfirburði Það er erfitt að sanna að ein- hver bók eða mynd hafi áhrif á kosningahegðun þeirra sem ekki hafa ákveðið hvað þeir ætla að kjósa. Fræðimenn segja flókið að greina það hvernig fólk myndi sér skoðanir. Margar breytur hafi áhrif á það ferli. Skilaboð sem komi fram í einni ákveðinni bók eða mynd þurfi að vera síendur- tekin ef þau eigi að hafa raunveru- leg áhrif á fólk. Myndin „The Day After“ sem fjallaði um ástandið í heiminum eftir kjarnorkustyrjöld vakti upp miklar umræður í Bandaríkjunum eftir að hún var sýnd í sjónvarpi. Kjarnorkuandstæðingar notuðu myndina sem rök í herferð sinni gegn kjarnorkuvánni og fjallað var um myndina í fjölda umræðuþátta í sjónvarpi og útvarpi. S. Robert Lichter, forseti Rannsóknarmið- stöðvar opinberrar stjórnsýslu og fjölmiðla, segir að rannsóknir sem gerðar hafi verið fyrir og eftir að myndin var sýnd sýni að hún hafi haft lítil áhrif á skoðanir almenn- ings um kjarnorkumál. „Einn atburður breytir ekki skoðunum fólks,“ segir Lichter. „Sérstaklega ekki atburður sem gerist nokkrum mánuðum fyrir kosningar.“ Kathleen Hall Jamieson, yfir- maður Rannsóknarstofnunar í op- inberri stjórnsýslu í Annenberg, segir að vissulega sé það merki- legt að milljónir manna hafi farið og séð mynd Moore, sem er gríðar- lega gagnrýnin á störf Bush. Hvort einhver hafi skipt um skoðun eftir að hafa horft á myndina sé hinsveg- ar spurning sem erfitt sé að svara. Það verði hins vegar einnig á líta á þá staðreynd að vinsælustu út- varpsþáttum Bandaríkjanna sé stjórnað af íhaldsmönnum eins og Rush Limbaugh, Sean Hannity og Lauru Ingraham. Kathleen Hall segir hægrimenn því hafa tals- verða yfirburði í pólitískum fjöl- miðlaáróðri. ■ MICHAEL MOORE Það er ekki nóg með að mynd Moore hafi að geyma harða gagnrýni heldur var hún vinsælasta mynd kvikmyndahúsanna fyrstu fimm dagana eftir að hún var frum- sýnd í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.