Fréttablaðið - 08.07.2004, Page 35

Fréttablaðið - 08.07.2004, Page 35
FIMMTUDAGUR 8. júlí 2004 Sölustaðir: Fjarðarkaup, Hagkaupsverslanir sem selja garn, Innrömmun og hannyrðir Mjódd, Mólý Kópavogi, Föndur og rit Mosfellsbær, og garnverslanir um land allt. Útgefandi: Tinna ehf, www.tinna.is Nýkomið ! MATT DAMON Leikarinn var hinn hressasti þegar hann mætti á leik Boston Red Sox gegn Oakland Athletics í Boston í fyrradag. Með honum í för var unnusta hans Luciana Barroso. Flestir ættu að muna eftir Sharon Stone, sem lék á sínum tíma með Michael Douglas í stórmyndinni Basic Instinct. Stone, sem er 46 ára, þykir mikil prímadonna og dyntótt með eindæmum. Kröfulisti hennar, þegar gengið er að samningum, er bæði langur og ítarlegur. Þar má meðal annars finna 200 þúsund krónur í vasapening á viku, einn bíl með reyklausum einka- bílstjóra og annan til einkanota, þrjár barnfóstrur, tvo aðstoðar- menn, farsíma, símboða, hótelsvítu, flugmiða á fyrsta flokks farrými (sé einkaþota ekki fyrir hendi), einka- matsvein og fullbúið lúxushjólhýsi, upphitað með stóru rúmi, baðher- bergi með sturtu, sjónvarpi, ísskáp, faxtæki og hljómflutningstækjum. Þegar til stóð að gera framhald myndarinnar Basic Instinct stóð til að Stone fengi sjö milljónir dala, eða tæplega hálfan milljarð króna. Framleiðendurnir hættu við gerð myndarinnar af þessum sökum. ■ SHARON STONE Er ákveðin stórstjarna sem veit hvað hún vill. ■ FÓLK Sharon dýr í rekstri

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.